Ofmetnaður og vanhæfi?

Sem betur fer þarf ekki að kjósa annan tveggja Evrópu­sam­bands-inn­lim­unar­sinna til Bessa­staða, Þorgerði Katrínu eða stjórnar­skrár­brjótinn Össur Skarp­héð­ins­son, sem 19. þ.m. gaf ótví­rætt í skyn að hann gengur með for­setann í maganum ("ég yrði ábyggi­lega alþýð­legur forseti" sagði hann í síðdegis­þætti á Útvarpi Sögu! – og þetta er maðurinn sem unir sér svo vel innan um háelítuna í Brussel og vill helzt, að æðsta vald yfir okkar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi komist í hendur Evrópu­sambandsins!).

Ýmsir betri kostir koma til greina í forsetakjöri, eins og brátt kemur í ljós.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband