Franski forsetinn vill fá fingraför allra í ESB - og láta skanna andlit þeirra!

Nú er ekki aðeins Schengen-sæla eftirlitsleysisins á útleið, eins og Staksteinar í gær höfðu eftir Páli Vilhjálmssyni og Þjóðverjum. François Hollande vill strangar reglur um fingraför og skönnun andlita alls þessa ofurfrjálsa fólks í Evrópu­sambandinu!

Og þegar Frakklandsforseti og Þýzkalandskanzlari leggjast á eitt um málefni, þá fylgir stjórmálastéttin í öllum hinum 26 meðlimaríkjunum yfrleitt á eftir eins og þæg hjörð.

Fyrst gáfu engillinn yfirlýsti, Angela Merkel, og varakanzlari hennar grænt ljós á hálfa til eina milljón fllóttamanna inn í ESB og Þýzkaland, tóku síðan Schengen-samninginn tímabundið úr gildi, en nú er annað uppi á teningnum: þrengt að Tyrklandi að halda stíft uppi landamæragæzlu í stað þess að taka af fyrri rausn á móti sýrlenzkum flóttamönnum, en Schengen ella varanlega fyrir bí, þ.e. að Þjóðverjar virði ytri landamæri ESB sem eigin landamæri.

Og Frakklandsforseti bætir um betur: Nú skal enginn sleppa! Eftirlitsþjóðfélagið verður enn fullkomnara en hjá Orwell og Aldous Huxley, í 1984 og Brave New World.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja fingraför íbúa ESB-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband