Í skjóli ofurvalda Evrópu­sambandsins geta stjórn­mála­menn laumað óvinsælum stefnumálum á þjóðir sínar

Evrópusambandið er nógu ólýð­ræðislegt, lög­gjafar­þing þess (tvö) nógu fjarri athygli almenn­ings til að þar sé hægt að koma í gegn lög­gjöf, sem er í valdsins þágu, en slyppi ekki í gegnum þjóð­þingin! Og eins og allir eiga að vita, er lög­gjöf frá ráð­herra­ráði ESB og ESB-þinginu í Strassborg og Brussel aldrei borin undir þjóðþingin!

Þetta lýsir ástandinu. Þarna gefst ráðamönnum ESB-landa tækifæri til að fjarstýra þjóðunum truflunarlítið af lýðræðinu, og það er og verður gert í vaxandi mæli, enda eru valdheimildir Brussel-valdsins svo miklar (eins og jafnvel Þorvaldur Gylfason ætti þrátt fyrir stefnu sína að vita), að það er tómt mál að tala um sjálfstæði og fullveldi ESB-þjóða í málum, þar sem Evrópu­sambandið leiðir sinn vilja í lög.

En þessi nýuppgötvaði vinkill á málið, að nú eru evrópskir pólitíkusar farnir að nýta sér beinlínis framhjáhlaup Evrópusambandsins til að koma óvinsælum stefnumálum sínum í framkvæmd í heimalöndunum, án þess að þingmenn þar heima hafi nokkurn minnsta tillögurétt, hvað þá atkvæðavægi þar um, það er frétt fyrir marga og bætist við margt annað sem mælir gegn þessu valdfreka stórveldabandalagi.

Lesið viðtengda Mbl.is-grein; sbr. vef Heimssýnar: Nota ESB til að sleppa við lýðræðið.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Nota ESB til að sniðganga lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru ekki ný sannindi, heldur staðfesting á því sem þegar hefur verið vitað af öllum sem kæra sig um að vita það.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2015 kl. 20:14

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

ESB er nasisminn endurholdgaður. Punktur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2015 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband