Evrópusambandið nálgast óðfluga það markmið að stofna til eigin hers!

Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ­sam­bands­ins, sagði fyrr á árinu, að það þyrfti á eig­in her að halda sem mót­vægi m.a. við Rúss­land. „Við stefn­um mun hraðar en fólk grun­ar í átt­ina að Evr­ópu­her,“ sagði Joseph Daul, for­seti stærsta þing­flokks­ins á ESB-þinginu, Europe­an Peop­le's Party (EPP) við blaðamenn sl. fimmtu­dag.

  • Flokksþing EPP verður haldið í næstu viku en bú­ist er við að þar verði samþykkt að stefnt verði að því að Evr­ópu­sam­bandið verði varn­ar­banda­lag.
  • Greint er frá þessu á frétta­vefn­um EurActiv.com en for­ystu­menn EPP, sem er stærsti þing­flokk­ur mið- og hægrimanna á Evr­ópuþing­inu, [telja] að nauðsyn­legt sé að taka þetta skref í ljósi þeirra vanda­mála sem komið hafi upp í ná­granna­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, og er þar meðal ann­ars vísað til átak­anna í Úkraínu og flótta­manna­vand­ans. (Mbl.is)

Ýmsar málpípur Evrópusambandsins hér á landi hafa þráfaldlega þrætt fyrir, að ESB stofni nokkurn tímann til eigin hers. Var þó vitað fyrir um áhugann í þessa átt í Brussel, enda valdheimildir til slíks í Lissabon-sáttmálanum. Draumurinn er raunar eldri en svo:

  • Fram kem­ur í frétt­inni að hug­mynd­ir um Evr­ópu­her séu ekki nýj­ar af nál­inni. Þannig hafi slík­ar hug­mynd­ir fyrst verið sett­ar fram árið 1950. Þær hafi hins veg­ar ekki náð fram að ganga. (Mbl.is)

En sú stund nálgast óðfluga, það sést hér á öllu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stefna hratt að Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Spurning um á hvaða stigi öllum löndum ESB verði skylt að skaffa byssufóður í herinn eða hljóta viðskiptarefsingar að launum . Það virðist vera orðið vinsælt hjá ESB að hóta meðlimaríkjum í ESB og EES eldi og brennisteini ef þau hlýða ekki ólýðræðislega kjörnum fulltrúum í Brussel.

Eggert Sigurbergsson, 17.10.2015 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband