Gunnar Bragi og aðrir ráðherrar gefa ESB valdið, ekki Alþingi!

"Það er Íslands að ákveða hver ná­kvæm­lega staða lands­ins er gagn­vart Evrópusam­band­inu,“ segir ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands, en Gunnar Bragi vill láta ESB jarða umsóknina! Valdið til þess vill hann ekki gefa Alþingi, heldur afleitustu fjandvinum okkar, sem hingað til hafa reynt sitt til að níðast á þjóðréttarlegri stöðu okkar í Icesave- og makrílmálunum, með hundraða milljarða tapi fyrir þjóðarbúið, ef ESB hefði tekizt ætlunarverkið.

Einfeldnin er ekki lítil að halda Evrópusambandið munu binda enda á þessa ólögmætu umsókn Össurar og félaga á Alþingi 2009! Margfalt stjórnarskrárbrot var þá framið, m.a. gegn 48. gr. stjórnarskrárinnar, þegar þingmenn Vinstri grænna voru þvingaðir til að kjósa með þingsályktunartillögunni þvert gegn sannfæringu sinni, og ennfremur með skýru broti Össurar gegn fyrirmælum 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar um meðferð mikilvægra stjórnarráðstafana, eins og oft hefur verið rakið hér áður á þessari vefsíðu.

ESB mun ekki vinna verkið fyrir Gunnar Braga; Brusselmenn og stórveldin í Evrópu vilja ná okkur inn og munu vitaskuld beita til þess slægð að auki, 500-faldri á við það, sem íslenzk stjórnmálastétt hefur getu til.

Og Össurarumsóknin hefur enn ekki formlega verið dregin til baka, hún liggur enn fyrir Evrópusambandinu, og Árni Páll hefur í dag lýst því skýra áformi sínu að biðja bara um framhald aðildarviðræðna, ef hann og flokkur hans komast aftur til valda. Jafnvel formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, og forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, bera því vitni, að ESB-umsóknin sé enn í gildi, þar til Evrópusambandið hafi tekið ákvörðun um annað!

Þvílíkt sjáfsálit hefur þessi ríkisstjórn að geta ekki tekið ábyrgð á sínum verkum, heldur leggur það í hendur hagsmunasambands stórvelda, sem vilja komast yfir okkur, að taka ákvörðun um það, sem Alþingi á að fá að ákveða!

Gunnar Bragi þarf hér að gæta sóma síns, svíkjast ekki um í starfi, gagnvart kjósendum sínum og þjóðinni, og bera þess í stað fram þingsályktunartillögu um að draga umsóknina formlega til baka.

Það er laukrétt hjá Árna Páli í þingræðu í dag, að einmitt með því að leggja fram slíka þingsályktunartillögu í fyrra bar Gunnar Bragi því vitni, að hann taldi þá sjálfur Össurarumsóknina ennþá vera í gildi!

Jón Valur Jensson.

 

 


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega. Undirskift forseta vantar á umsóknina.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2015 kl. 20:06

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Rétt, Gumundur. Samt verður að jarða umsóknina, því að ella verður hún notuð til að reyna á sem stytztum tíma að svíkja landið og miðin Evrópusambandinu á vald. --JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 17.3.2015 kl. 20:22

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Afsakaðu misritun nafns þíns, Guðmundur!

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 17.3.2015 kl. 20:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Biðst sömuleiðis velvirðingar á misritun minni, það hefði vitanlega átt að standa "undirskrift" þar sem segir "undirskift".

Það skiptir í raun engu máli því hana vantar hvort sem er. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2015 kl. 20:27

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er á allra vitorði í Evrópu þessi aðferð Gunnars Braga.---Er þá ekki rétt að þeir fái einnig að vita hvernig  þeir höguðu málum er Gunnar Bragi bar fram  þingsályktunartillöguna. Það er engin ástæða til að endurtaka hana,en vel þegið að fá hana á netið. Voru aðferðir stjórnarandstöðu gild? Eftir að margfalt stjórnarskrárbrot var framið gegn 48.grein Stjórnarskrárinnar,er krafan, Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs skal vaða eld og brennistein Össurar.Við lyftum ekki litla fingri af því það er engar krónur í boði, landið mitt Ísland,hvernig er með þína fornaldar frægð

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2015 kl. 03:22

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að skoðuðu, þá er þessi Gunnar Bragi líkast til hugleysingi eins og Bjarni Ben sem aldrei þorir að taka afstöðu fyrr en andstæðingarnir hafa fundið hanna.  

Hrólfur Þ Hraundal, 18.3.2015 kl. 06:09

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð þín hér, Hrólfur.

Þó virtist Gunnar Bragi hvergi hræddur frökkum svörum sínum í þinginu í gær. Mér sýnist eitt einna verst í þessu, að hann leitaði samráðs og ráðgjafar frá Evrópusambandinu um það, hvernig hann ætti að fara að þessu, og lét engan vita í þinginu um það nema kannski nánustu ráðherra!

Við vitum alvg hvað gerðist í fyrra, Helga, en þeir áttu bara að keyra áfram á málið þá, höfðu til þess þingstyrkinn og jafnvel frá Ögmundi og e.t.v. fleirum í stjórnarandstöðunni. Össur með sinn "eld og brennistein" átti nú bara að afhjúpa og reka þá "fréttamenn" Rúv sem hygðust áfram taka þátt í þessari aðför að þingræðinu með síendurteknum áróðurs-"fréttum" af mismælum Bjarna og Sigmundar Davíðs, hafandi þó steinhaldið kjafti (þessir sömu fréttamenn) um greypileg kosningasvik Steingríms J. 2009. ---> 

sjá þetta stutta, afhjúpandi myndband um SJS!

Jón Valur Jensson, 18.3.2015 kl. 09:25

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Reka" ... já, kannski, en byrja þó á því að senda þeim viðvörun!

Jón Valur Jensson, 18.3.2015 kl. 09:29

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið skiljið þetta ekki.  Eg virðist einn fárra íslendinga sem átta mig á þessu og þetta hef eg sagt from the beginning.

Eg sagði:  Framsjallar og þjóðbelgingar munu eigi þora að slíta Aðildaviðræðum við Sambandið.

Þetta gengur og eftir fullkomlega.

Halda menn virkilega að ríkisstjórnarómyndin sem þið neydduð yfir þjóðina, - geti ekki afturkallað eina aðildarumsókn á löglegan hátt ef þeir virkilega vildu? 

Málið er að þeir vilja ekki slíta.  Why?  Vegna þess einfaldlega, að hagsunirnir sem eru undirliggjandi eru of miklir.  Það er of margt sem hangir á spýtunni.

Jú jú, framsjallar hafa ákveðið að lýðskrumast í þessu efni og hafa notað umrætt mál sem þjóðrembingslurk á innbyggja.  Við þekkjum þá hörmungarsögu.

Þarna sést vel munurinn á popúlísku hálfvitablaðri framsjalla og svo það sem kallast raunveruleikinn, eða the real world.  Sitthvor hluturinn.

Framsjallar hafa aldrei ætlað sér að slíta nokkrum hlut eða afturkalla.

Það sem stendur eftir eru furðulegar athafnir ríkisstjórnarinnar við þetta blaður sitt og ástarbréfaskrif til ESB.  Er vissulega mjög kjánalegt hjá þeim og skaðlegt fyrir landið auk þess sem þeir þverbrjóta hefðbundið lýðræðisferli og þingræðisskipan.

Það er vissulega athyglisvert.  þ.e. að þeir skuli gerast brotamenn.

Það gæti alveg verið forsmekkurinn að því að ríkisstjórnin gerist barasta aðili að sambandinu á morgun án þess að spurja nokkurn.  Þetta verði jafnvel gert með leynd og logið að þjóðinni á meðan.  Öllu trúandi uppá þessa framsjallaelítu.  Það er allt afgreitt á leynd í aflæstum skuggalegum framsjallakompum.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2015 kl. 10:01

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá á RUV að Árni Pall lofaði af mikilli rausn að það skyldu haldin þjóðaratkvæði áður en viðræður yrðu endurvaktar.

Þegar samkomulag var gert um svokallað hlé, þá var það gert að skilyrði að kosið yrði um umsókn, ekki áframhald. ""Application Referendum" kallast það. Ekki eitthvað "taka upp þraðinn" eins og menn vilja meina heldur umsókn um það hvort sótt yrði um. Af ESB að skilja var viðræðum slitið "suspend" eins og hér kemur fram:

"The Icelandic Parliamentary committee on foreign affairs tabled a proposal on 18 December 2012 to suspend accession negotiations. The motion also calls for an "application referendum" to be held to determine the will of the Icelandic people prior to any resumption of negotiations."

http://en.m.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

Ég held að menn ættu nú að skoða orðalagið á þessum slitum áður en þeir ærast frekar. Viðræðum var, samkvæmt þessu slitið, en ekki gert hlé og sambandið setur þau skylyrði að kosið verði um vilja þjóðarinnar áður en sótt verður um að nýju. Er ekki stór munur á þessu og á því að gera hlé?

"Supend" "application referendum" "prior to"

Er þetta ekki alveg klár slit frá hendi Össurar með ansi bindandi skilyrðum fyrir að sótt verði um aftur? Var hann að leyna því? Var ekki bref Gunnars bara að árétta þetta samkomulag og reka á eftir því að ESB stæði við sinn enda og strikaði okkur út? Ég fæ ekki séð annað. 

Ekki stendur "recess" "continuation referendum" né "after negotiations"

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband