Rekið af ykkur slyðruorðið, stjórnarþingmenn!

Gunnar Bragi Sveinsson hljómar eins og hann sé ekki nógu sterkur á svellinu í ESB-málinu, þrátt fyrir á köflum augljósan vilja hans til að fá þingsályktunartillögu sína samþykkta um að draga Össurarumsóknina til baka. 

Við eigum öll, fullveldis- og sjálfstæðissinnar, og einkum þeir, sem eru í samstarfsflokki Gunnars Braga, Sjálfstæðisflokknum, að styðja við bakið á sérhverri viðleitni til að efnd verði kosningaloforð stjórnarflokkanna um "að aðildarviðæðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," svo að vitnað sé til ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokks 24. febrúar 2013.

Gunnar Bragi á ekki að þurfa að upplifa sig sem einangraðan í þessu máli. Þetta er vilji stjórnarflokkanna beggja, og enn er meirihluti þjóðarinnar andvígur því að fara inn í Evrópusambandið þrátt fyrir sleitulausan og þjóðar-sundrandi áróður ESB-aflanna og það á sama tíma og æ meira hefur komið í ljós um viðamikla ágalla á stefnu og verkum þess stórveldabandalags.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ný ESB-tillaga kemur til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Best væri að láta þjóðina kjósa.

Virkja lýðræðið.

"Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim?"

fín spurning

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 08:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Sleggja.þær voru aldrei lýðræðislegar og munu þess vegna verða með réttu slitið.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2014 kl. 09:37

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

82% þjóðarinnar vilja kjósa um framahaldið.

Það er lýðræðið.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 10:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sleggja og Hvellur, það eru EKKI 82%. Niðurstaða meintrar skoðanakönnunar hins rammhlutdræga ESB-Fréttablaðs var 81,6%, en stuttu seinna kom skoðanakönnun trausts skoðanakönnunarfyrirtækis, og þar var niðurstaðan 72%.

Jafnvel þessi síðarnefnda niðurstaða byggðist á ótækum forsendum:

1) Þeirri útbreiddu villu, að í viðræðunum sé verið að "semja" (negotiate), Þórhallur. En ESB sjálft neitar því, að verið sé að semja í aðildarviðræðum, sjá hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/, og svo getið þið kumpánar horft hér og hlustað ykkur til skemmtunar á Stefan Füle, "stækkunarstjóra" (útþenslumála-kommissar) Evrópusambandsins taka Össur á kné sér í Brussel og fræða hann um að ekki sé hægt í neinum aðildarsamningum að víkja lögum ESB að hluta til til hliðar (myndbandið lýgur ekki): fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/.

2) Þá hafði ennfremur farið fram markviss áróðursherferð með göbbelskum endurtkningahætti á Rúv (þ.e. vinnusvika-fréttamanna, eins og ég hef rökstutt áður) og í 365 fjölmiðlum (í eigu ESB-sinna), áróðursherferð sem hafði það að markmiði að spana upp óskir um "framhald viðræðna", þótt ljóst sé, að þessi ríkisstjórn getur alls ekki haldið áfram þessum aðlögunarviðræðum.

Þjóðaratkvæðagreiðslu af nefndu tagi hefði auk þess enga stjórnskipulega þýðingu hér, getur ekki þvingað Alþingi til neins og hefur ekkert bindandi gildi né vald, væri aðeins ráðgefandi og ígildi skoðanakönnunar, en fyrir henni er engin heimild í fjárlögum (að spandera kvartmilljarði í að leggja fram óskaspurningu Samfylkingar, flokksins sem fekk 1/8 atkvæða kjósenda sl. vor).

Þar að auki var þingsályktunin frá 2009, eins og hún var afgreidd út úr stjórnkerfinu og til Brussel, byggð á stjórnarskrárbroti -- sjá hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/ -- og því að engu hafandi.

Jón Valur Jensson, 19.5.2014 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband