Um sama leyti og 70% Norðmanna eru andvíg inngöngu landsins í Evrópusambandið og aðeins 20% fylgjandi, segjast 49,5 aðspurðra hér í MMR-könnun andvíg ESB-inngöngu, en 37,3% hlynnt henni. Hvað veldur? Fáfræði manna hér? Stöðugur ESB-áróður í ríkisfjölmiðlum árum saman? Landsölustefnan á fullu í 365 fjölmiðlum og DV? Hundruð milljóna króna sem ESB hefur fyrir ótrúlega meðvirkni og aumingjaskap ráðamanna hér komizt upp með að ausa í Evrópustofu? IPA-styrkirnir? Mútukenndu boðsferðirnar til Brussel eða allt þetta í senn?
Það er furðulegt, að ráðamenn uni því hér árum saman, hvernig misskipt er aðstöðu manna og samtaka til áhrifa með því að skrúfa fyrir fé til sumra, en opna allt upp á gátt til annarra! Evrópustofa mun eyða yfir hálfum milljarði í sinn áróður, verði hún ekki stöðvuð.
Þetta minnir á Icesave-málið: Ófyrirleitnu lygasamtökin Áfram Ísland! voru fjármögnuð af Samtökum fjármálafyrirtækja, SA, SI og öðrum til viðleitni sinnar að fá Icesave-svikasamningana samþykkta ...
- Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.*
Hér er athyglisvert að sjá þróun ESB-skoðanakannana MMR á myndrænan hátt
* Sjá hér: samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1286301/ (endilega smellið á tengilinn og skoðið hvaða fólk þetta var m.a. úr "Bjartri framtíð"!).Jón Valur Jensson.
37,3% vilja ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er "kíkja á samningin" áróður fyrst og fremst. Þessi fylgisaukning gufar upp eins og dögg fyrir sólu ef fólk þarf að taka raunverulega óafturkræfa afstöðu.
Þetta ætti að sýna stjórnvöldum að það dugar engin hálfvelgja í þessu máli. Mál að draga þessa umsókn til formlega til baka.
Eggert Sigurbergsson, 12.5.2014 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.