Þorsteinn Pálsson vill ekki fara rétt með um viðræður við Evrópusambandið

Aldreifing Fréttablaðsins er á ábyrgð auglýsenda og eigenda þess blaðs. Þeir bera þannig ábyrgð á stöðugum áróðri Þorsteins Pálssonar og Ólafs Stephensen fyrir samruna Íslands við ESB.

Í dag skrökvar Þorsteinn enn að alþjóð. Hann viðheldur í pistli sínum goðsögn eða öllu heldur þeim áróðurstilbúningi að viðræðurnar hafi falið í sér "samningsgerð" (!) við stórveldið, þrátt fyrir að sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (sem kemst næst því að vera ríkisstjórn þess) hafi lýst því yfir 27.7. 2011, að inntökuviðræður við umsóknarlönd (accession negotiations) fjalli um skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur í ESB, en hugtakið "viðræður" (negotiations) geti beinlínis verið "misvísandi", því að það regluverk ESB (um 100.000 blaðsíður), sem viðræðurnar snúist um að umsóknarríkið tileinki sér, sé "ekki umsemjanlegt" (not negotiable), eins og framkvæmdastjórnin tekur fram í yfirlýsingunni. Lagaverkið þarf m.ö.o. að gleypa eins og það kemur fyrir af kúnni.

   Gervi"samninga"maðurinn Þorsteinn Pálsson.

Það er á grundvelli þeirra útbreiddu áróðurslyga, að einstök eða ný ESB-ríki geti samið um, hvaða varanlegu kjörum og regluramma það muni sæta innan stórveldisins, sem ófyrirleitnir áróðursmenn eins og Þorsteinn og Ólafur geta gengið að því vísu, að margir leggi trúnað á það lyganet. Síðan eru búnar til blekkjandi skoðanakannanir sem halda að hinum aðspurðu þeirri upplognu forsendu, að um "samningsgerð" hafi verið að ræða, og þeir spurðir hvort þeir vilji (eins og Þorsteinn orðar það í ESB-Fréttablaðinu í dag) "ljúka samningsgerðinni"!

Á grundvelli lyganetsins, sem RÚV og 365 fjölmiðlar og alls konar málpípur ESB-stefnu hafa haldið að alþjóð, byggjast síðan ómarktækar niðurstöður nefndra skoðanakannana þess efnis að nokkur meirihluti svarenda "vilji ljúka samningsgerðinni" -- niðurstaða sem í sjálfri sér er þeim mun kyndugri sem vitað er að í viðurkenndum skoðanakönnunum hafa hartnær og stundum yfir 2/3 svarenda lýst beinni andstöðu sinni við að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Það er ömurlegt hlutskipti fyrrverandi forsætisráðherra Íslands að halda uppi blekkingum um þetta mál, jafnvel þótt hann eigi að vita miklu betur sem fyrrverandi formaður viðræðunefnda Íslands og ESB. Hvað skyldi honum vera borgað fyrir að halda uppi sínum blekkingarskrifum í Fréttablaðinu? Og hangir fleira á spýtunni? Hefur honum verið lofað embætti í Brussel, takist honum að stuðla að því að Ísland verði svikið inn í þetta evrópska stórveldi, sem voldugir ráðamenn þar vilja nú gera að Bandaríkjum Evrópu ?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Lobbíismi ku þetta kallað og ekkert annað. Einhverjar sporslur hljóta að hanga á spýtunni. Út á það gengur jú lobbíisminn, ekki satt?

Halldór Egill Guðnason, 11.1.2014 kl. 12:10

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Síðasta hálmstrá inngöngusinna er að viðhalda blekkingunni um "samninginn". Þekking almennings á aðildarferlinu verðu æ meiri og því fjarar undan inngöngusinnum sem liggur nú lífið á.

Herfræðin sem Þorsteinn predikar gengur út á það að klára tæknilega inngöngu Íslands í ESB. Það opnar fyrir að hægt verði að kjósa aftur og aftur um aðild án mikillar fyrirhafnar, verði því hafnað í fyrstu tilraun.

Eggert Sigurbergsson, 11.1.2014 kl. 13:38

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Ömurlegt að lesa svona þvaður sem í reynd snýst ekki einu sinni um málefnið. Hér er bara verið að hjóla í Þorstein. Þetta er hitasóttarkend þráhyggja sem birtist í svona skrifum. Einangrunarsinnum væri nær að segja beint það sem þeir meina, það er að segja, Þjóðin má ekki fá að segja álit sitt.

Ágúst Marinósson, 11.1.2014 kl. 15:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gústi, gleymir þú því ekki að það hefur aldrei verið gefið neitt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur stendur í stjórnarsáttmálanum að viðræðum við ESB verði hætt og ÞÆR EKKI HAFNAR AFTUR NEMA AÐ UNDANGENGINN ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.  Þetta getur nú ekki verið orðað mikið skýrara en samt hefur INNLIMUNARSINNUM ekki tekist að skilja þetta....

Jóhann Elíasson, 11.1.2014 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvar eru rök þín, Ágúst Marinósson? "... Bara verið að hjóla í Þorstein"? Þetta snýst ekki um persónu hans, heldur blekkingarstarfsemi sem hann þrátt fyrir betri vitund gerir sig að þátttakanda í og fær til þess lykilaðstöðu í fjölmiðli ESB-sinna.

"Þráhyggja"? -- Er þá fullveldissinnum óheimilt að tala oftar en einu sinni um helztu málsvara þess og helztu greinar sem birtast í þágu þess að Ísland verði (lítið og sama sem áhrifalaust) Evrópusmbandsríki?

Þú setur okkur ekki lög hér með rakaleysi þínu, Ágúst.

"Hitasóttarkend þráhyggja"? -- Ertu nú orðinn læknir í þokkabót?

"Einangrunarsinnar" -- Eru þeir menn "einangrunarsinnar" sem eru hlynntir frjálsum viðskiptum við útlönd í stað þess að láta loka sig inni í stórríki, sem setur meðlimaríkjunum skorður um það, við hverja og hvernig þau megi gera fríverzlunar- og tollasamninga?

"Þjóðin má ekki fá að segja álit sitt," segirðu, en fekk hún það, þegar Samfylkingar- og VG-þingmenn sóttu með andstjórnarskrárlegum hætti um upptöku landsins í stórríki? Voru það ekki einmitt þessir vinstri flokkar, sem aldrei vildu leyfa þjóðinni að fá sitt að segja um þessa sviksamlegu umsókn þeirra? Og var umsóknin sú arna ekki bein svik við yfirlýsta stefnu Vinstri gænna?

Og sagði þjóðin ekki álit sitt með því að gefa Samfylkingunni 12,9% atkvæða eftir reynsluna af stjórn hennar? Var þetta ekki versta fall nokkurs stjórnmálaflokks í kosningum? Fekk hann ekki 29,7% fjórum árum áður?!

Dregur þú aldrei lærdóma af staðreyndum, Ágúst? Og veiztu ekki, að báðir núverandi stjórnarflokkar boðuðu það skýrt fyrir kosningarnar, að þeir vilja standa utan við Evrópusambandið? -- rétt eins og 70% þjóðarinnar vildu einmitt um þær mundir, skv. Gallupkönnun í marz 2013.*

Halldóri Agli og Eggerti þakka ég innlegg þeirra hér.

Íslandi allt.

* http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/9609

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 15:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þakka þér líka, Jóhann Elíasson.

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 15:55

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt hjá þér Ágúst Marinósson - það sem skrifað er hér er mest 'þvaður' eins og oftast hjá nei sinnum

Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 16:02

8 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Það getur verið alveg ótrúlegt að lesa athugasemdir Jóns Vals og sumra skoðanabræðra hanns. Hann og aðrir andstæðingar ESB, hika ekki við að kasta frá sér hreinum ósannindum í sumum tilfellum og / eða tilfallandi dæmum sem eru tekin úr samhengi og til að láta það líta sem verst út.

Það er til misgáfað fólk og það er til latt fólk, fólk sem er alltaf sammála síðasta ræðumanni þar sem það nennir ekki eða getur ekki upplýst síg nægilega til að taka "upplýsta ákvörðun" og ESB andstæðingarnir reyna óspart að höfða til þessa hóps með yfirlýsingum eins og að ef Ísland gengur í ESB, þá munu þúsundir Spánverjar flytja til Íslands vegna atvinnuleysis á Spáni (Spánverjar hafa getað flutt til Íslands síðan 1994 ef þeir fá vinnu innan 3 mánaða frá komu til landsins) Önnur fullyrðing er að Íslendingar þurfi að sinna herskildu ef gengið verður inn í ESB. (það er ekki herskilda í neinu ESB landi) og talandi um herskildu, þá mætti kannski nefna að Þjóðverjar hafa sérákvæði bæði innan ESB og NATO um að þeir þurfi ekki að bera vopn utan Þýskalands. (Jón Valur heldur því fram að það sé bara einn ESB samningur og þar með ekkert til að semja um) Íslandi er borið saman við lönd eins og Grikkland, Spán og Portúgal. Lönd sem liggja syðst í Evrópu og hafa allt öðruvísi hagkerfi en Ísland. Þeir forðast að bera okkur saman við þau lönd sem Íslendingar bera sig helst við, þ.e. Norðurlöndin og mið Evrópa. Ekki er rætt um samanburða tölur við þessi lönd varðandi, vinnustundir, heimilistekjur, árangur í skólum, fjölda nemenda sem útskrifast úr framhaldsskólum og almenn lífsgæði. Ekki er heldur nefnd þau lönd sem hafa gengið úr ESB. Jú það eru nefnd dæmi um einstaklinga sem tala gegn ESB, en ekki þjóðir.

Gefur okkur nú það að Jón Valur og hanns félagar hafir rétt fyrir sér, þ.e. að það sé ekki um neitt að semja. Hvað gerist þá? Þá mun það koma í ljós að hann og aðrir ESB andstæðingar hafi haft rétt fyrir sér, þá mun þjóðin væntanlega greiða atkvæði á móti inngöngu og þar með málið útkljáð, en fyrir einhverjar óútskýranlega ástæður þá nær lýðræðishugsun þeirra ekki það langt að þeir séu viljugir að leyfa þjóðinni að kjósa. Rök margra er að það sé of dýrt og óþarfi að kjósa því skoðana kannanir sýni að það sé ekki meirihluti fyrir inngöngu. Það er eins og að banna framboð til Alþingis eða forsætisembættis ef skoðana kannanir sýni ekki möguleika á sigri. Auðvitað er fullt hugsandi fólk ekki tilbúið að kjósa já eða nei, án þess að vita um hvað sé veriða að kjósa og þess vegna er rétt að klár viðræðurnar og leyfa síðan lýðræðinu að hafa sinn gang.

Jón Páll Haraldsson, 11.1.2014 kl. 18:52

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn Pálsson beinlínis lifir á því að þessum blekkingarleik um ESB verði haldið áfram. Svo er raunar líka farið með stjórnir helstu samtaka, SA, SI, ASÍ, Viðskiptaráðs ofl. En kjósendur eru sem betur fer lúnir á þessum lygum.

Ívar Pálsson, 11.1.2014 kl. 18:56

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

  • Rafn hefur engin rök hér
  • og rífur þó munn
  • með uppteknum hætti, en sök sér,
  • ef sálin er þunn.
   

En um það síðastnefnda verður hann sjálfur að upplýsa!

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 18:58

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innleggið frá þér, Ívar Pálsson.

Jón Páll Haraldsson, þú talar hér um, að það sé "alveg ótrúlegt að lesa athugasemdir Jóns Vals og sumra skoðanabræðra hana" og að við "hik[um] ekki við að kasta frá [okku]r hreinum ósannindum," en samt fjallar ekkert í innleggi þínu um meginatriði þessarar greinar minnar. Þú tínir hins vegar til ýmislegt, sem sumir andstæðingar Evrópusambandsins hafa sett fram, en stór hluti af þeim vindmyllum, sem þú slæst þar við, eru staðhæfingar sem ég hef aldrei sett fram. Aldrei hef ég t.d. fullyrt, að það sé eða verði herskylda í Evrópusambandinu (en gæti þó alveg orðið að breyttu breytanda, en hitt líklegra, að það setji á fót samhæfðan atvinnuher, og þá slyppi ekki meðlimaríki við a.m.k. fjárhagslegt framlag til hans)

Aldrei hef ég heldur fullyrt, að inntaka í Evrópusambandið myndi opna spænskum launþegum áður lokaða leið til að fá hér atvinnu. Hins vegar kemstu ekki fram hjá því, að við undirritun og samþykkt inntökusáttmála (accession treaty) yrðum við að gefa evrópskum fyrirtækjum heimild til samkeppni hér í sjávarútvegi.

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 19:18

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá ritar Jón Páll Haraldsson hér: "Íslandi er [af andstæðingum ESB-inntöku] borið saman við lönd eins og Grikkland, Spán og Portúgal. Lönd sem liggja syðst í Evrópu og hafa allt öðruvísi hagkerfi en Ísland. Þeir forðast að bera okkur saman við þau lönd sem Íslendingar bera sig helst við, þ.e. Norðurlöndin og Mið-Evrópu."

En eru það ekki einmitt ESB-innlimunarsinnar sem eru alltaf að bera verðlag hér saman við meðaltalsverðlag í öllu Evrópusambandinu eða Evrusvæðinu, í stað þess, sem eðlilegt væri, að bera það saman við verðlag landanna í norðvesturhluta Evrópusambandsins? Hvernig á verðlag hér á ávöxtum og grænmeti að geta miðazt við verðlag í Suður-Evrópu og hinum fátæku ríkjum í austurhluta ESB? Og er nokkuð eðlilegt við að horfa fram hjá smæð markaðarins hér og dýrum sjóflutningum til landsins?

En það er hins vegar réttmætt að bera saman hlutskipti Íslands annars vegar og Írlands hins vegar í efnahags- og fjármálum eftir hrunið. Írum var gert það skylt að bjarga bönkunum á kostnað skattgreiðenda, sem leizt illa á blikuna, með stórlega skertum lífskjörum, og öfunduðu okkur af fullveldi okkar í bankamálum, og vitaskuld hefðum við sem ESB-ríki, hefðum við verið þar inni, orðið að hlíta því að lúffa fyrir frekjulegri, ólögmætri afstöðu Brusselherranna sem ætluðust til þess að við borguðum Icesave-kröfur Breta og Hollendinga.

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 19:30

13 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jón Valur, ég var að benda á hvernig margir ESB andstæðingar vinna sín mál og ég nefndi ekki að þú sem einstaklingur hefði sagt eða skrifað þau dæmi sem ég nefndi, en þar sem þú talar um verð og flutningskostnað, þá vil ég segja af eigin reynslu að sjófrakt orsakar ekki hátt verðlag á Íslandi, en óstöðugt gengi geri það hinsvegar. Ég tel þó að eina rétta leiðin til að bera saman verð, er að mæla verð í vinnustundum

Hvað Írland varðar, þá virðist að þeir eigi eftir að vera komnir úr "bankahruns kreppunni" mun fyrr en við Íslending. Þeir hafa t.d. ekki gjaldeyrishöft eða aflandskrónu vandamál hangandi eins og fallöxi yfir sér. Hitt er annað mál hvort við sluppum við Icesave. Sagt er að Íslenska ríkið hafi ekki gengist að ríkisábyrgð á Icesave og Íslendingar séu ekki að borga vexti af Icesave. Er það í raun rétt? Íslenska ríkið keypti Landsbankann og ábyrgist þar með skuldbindingu nýja Landsbankans til gamla Landsbankans og þar með uppgjör á Icesave skuldum bankans (er þetta ekki dulin ríkisábyrgð) og hvað með vextina sem við erum ekki að borga? Hvað eru Íslensk heimili og fyrirtæki að borga mikið í verðtryggingu vegna þess hvað krónan seig mikið í hvert sinn sem Landsbankinn keypti erlenda gjaldmiðla til að eiga fyrir greiðslum á nýja Landsbankanum.

Jón Páll Haraldsson, 11.1.2014 kl. 21:11

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þrátt fyrir hálf-afsakandi upphafssetningu þína hér í seinna innlegginu, Jón Páll Haraldsson, er það staðreynd, að í fyrra innlegginu veittistu að mér sérstaklega, fyrstum manna, með nafni og sagðir mig ekki hika við "að kasta frá [m]ér hreinum ósannindum í sumum tilfellum." Þú værir nú meiri maður, ef þú drægir þessi orð til baka, eða hvar sérðu þeim stað í ESB-umræðunni?

Þú segir sjófrakt ekki orsaka hátt verðlag á Íslandi -- og það hafði reyndar ekki verið fullyrðing mín -- en ertu ekki bara að reyna að snúa þig út úr þeirri staðreynd, að vitaskuld kostar sjófraktin sitt, ofan á verð frá birgjum á meginlandinu, og hlýtur því að koma til einhverrar hækkunar á vöruverði.

Þú segir "óstöðugt gengi" orsaka hátt verðlag á Íslandi, en skýrir ekki á neinn hátt, hvernig það eigi sér stað. Hefðirðu t.d. viljað, að gengi krónunnar hefði haldizt stöðugt" LÁGT síðustu mánuði og til þessa dags í stað þess, að það hefur HÆKKAÐ og verð á innfluttum varningi þannig lækkað? Ert þú á móti slíkri lækkun vöruverðs, af því að hún lýsi "óstöðugleika" (sem er víst eitthvert bannorð í pólitískum 21. aldar rétttrúnaði)?

Svo vísarðu til þess, að nýi Landbankinn gaf út skuldabréf til þess gamla (án þess að þar væru neinar "Icesave-skuldir" nefndar á nafn), en þér láðist að geta þess, að ábyrgðina á útgáfu skuldabréfsins bar og ber Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, og samráðherrar hans í Icesave-stjórninni.

Og hvar stóðst þú í Icesave-málunum -- með eða móti lagalegum rétti Íslands?

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 21:45

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ekki eru heldur nefnd þau lönd sem hafa gengið úr ESB," ritaði Jón Páll Haraldsson hér ennfremur, en af því að úrsögn var ekki heimil ríkjunum fyrir Lissabon-sáttmálann (og er jafnvel enn erfið skv. honum), voru úrsagnartilfellin ekki fleiri en EITT, þ.e. Grænland, og það eina tilfelli kom til af því, að Danir gerðu það að skilmála fyrir sinni inngöngu 1973, að fengju Grænlendingar stjórn sinna eigin mála, myndu þeir fá að ráða því sjálfir, hvort þeir yrðu þarna inni. Þegar Grænlendingar fengu svo heimastjórn 1985, kusu þeir að vera utan Evrópusambandsins.

Skemmtileg voru þau ummæli Jonathan heitins Motzfeldt, þáv. forsætsráðherra grænlenzku heimastjórnarinnar, þegar hann var spurður, af hverju hann vildi ekki ESB-aðild. "Heldur þú að ég ætli að láta eitthvert ítalskt möppudýr ráða því, þvort ég fæ að fara út á sjó að draga mér þorsk í soðið?!"

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 22:35

16 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt hjá þér Jón Páll - einu mótrökin eru bara 'fullt' af orðum sem segja ekkert

Rafn Guðmundsson, 11.1.2014 kl. 22:59

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 22:59

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er lyginni líkast, hversu auðvelt virðist vera, að halda fram endalausum lygum, þrátt fyrir augljósar staðreyndir um hvernig stóra myndin er í raun.

Það er  ekki  búið að draga til baka þessa svokölluðu "viðræðu-umsókn", (hvað svo sem orðið "viðræðu-umsókn" þýðir í þessu tilfelli, hjá Háskóluðum "sannleiks-vitringum".

Samkvæmt reglunum er ekki lengur hægt að vera í viðræðu-umsóknarferli að ESB, án þess að sú viðræðu-umsóknar-vegferð sé bindandi laga/regluverks-þátttaka.

Og ekki er um að ræða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur í lok viðræðu-umsóknarferlisins, (eins og sumir reyna enn að ljúga), heldur óbindandi þjóðaratkvæða-skoðanakönnun. Allir ættu að vita hvernig þannig skoðanakannanir virka hér á skerinu.

Annað hvort eru æðstu ráðamenn Íslands svona illa blekktir, að þeir skilja ekki þessar staðreyndir, eða þeir eru gríðarlega og ófyrirgefanlega miklir óheiðarleika-samviskuleysingjar og lygarar. Af tvennu illu, þá er fyrri kosturinn miklu mannlegri og betri á allan hátt.

Því miður eru það víst Lífeyris-ræningjasjóða-eiturlyfja-forstjórarnir, og þeirra hvítflibba-glæpabanka-co, sem ráða öllu sem gerist á skerinu. Þar á bæ er ekki snefill af heiðarleika og mannúð á ferð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2014 kl. 23:19

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stór orð, Anna Sigríður, þessi síðustu frá þér, en hver er sönnunin?

Jón Valur Jensson, 11.1.2014 kl. 23:30

20 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jón Valur, ég var ekki að biðjast afsökunar. Í upphafi var ég að nefna nokkur ýkt dæmi um hvernig ESB andstæðingar haga sér. Eins og þú gerir t.d. með ásökunum á 365 miðla og RÚV um lýgi varðandi fréttaflutning tengdum ESB og þú gerir þér einnig upp ástæðu Þorsteins Pálssonar fyrir því að vera ESB sinnaður.

Þegar ég bið þig um að nefna land sem gekk úr ESB, nefnir þú eitt dæmi og það land sem valdi sér fána sem tengdi það ekki við norðurlönd eða Evrópu, því það er ekki staðsett í Evrópu og ef Grænland verður einhverntímann sjálfstætt, þá yrði ESB aðild væntanlega sjálfhætt, því landfræðileg ættu þeir sennilega meiri samleið innan NAFTA.

Ég kaus gegn Icesave samningnum. Ég taldi einfaldlega að það yrði að láta reyna á það lagalega hvort misvitrir bankamenn gætu skuldbundið heila þjóð á þann hátt sem þeir virtust hafa gert.

Þú skrifar um útkomu s.l. Alþingiskosninga sem vísbendingu um ósk þjóðarinnar varðandi ESB. Ef við tökum Framsóknarflokkinn sem dæmi, þá hafði hann mjög lítið fylgi í öllum skoðunarkönnunum þar til hann fór að ræða 20% niðurfellingu af höfðustól húsnæðisskulda. Þaðan fékk hann síðan atkvæði sín að mestu, en ekki vegna ESB afstöðu, því þá hefði hann ekki verið með svona lágt fylgi í fyrri skoðunarkönnunum. Einnig má nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var ætið með fylgi á bilinu 36% til 39% í skoðunarkönnunum, en lækkaði síðan eftir landsfundinn þegar ákveðið var að stöðva viðræður við ESB og endaði með 27% fylgi í kosningunum. Fylgistap Samfylkingar var ekki ESB afstaða, því hún var óbreytt frá fyrri kosningum, heldur lélegur árangur í efnahagsmálum.

Ég tek eftir því Jón Valur að þú nefnir ekkert lýðræðið sem ég nefni í upphafi

Jón Páll Haraldsson, 12.1.2014 kl. 00:57

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eitthvað hugsarðu málin óskýrt, Jón Páll Haraldsson. Ég bað þig EKKI að nefna land sem gekk úr ESB, heldur varst það þú sjálfur í innlegginu kl. 18.52 sem skrifaðir: "Ekki er[u] heldur nefnd þau lönd sem hafa gengið úr ESB," sem sé: Þú talaðir eins og þau væru nokkur, ekki eitt! Og þetta leiðrétti ég hjá þér í svari mínu kl. 22:35. Og úrsögn Grænlands kom fána þess ekkert við, heldur hagsmunum þess og heimastjórn þess og sjálfstæðum vilja Grænlendinga!

Við ættum nú ekki annað eftir –– ein eyþjóða í NA-Atlantshafi og sú þeirra, sem fyrst og lengst gekk í sjálfstæðisátt –– en að fara að láta innlima okkur í þetta valdfreka stórveldabandalag!

Hitt var gott hjá þér að kjósa "gegn Icesave samningnum" (báðum?), til hamingju með það!

Fáu öðru þarf að svara hér, enda er svefninn hollari. En þegar þú skrifar: "... Eins og þú gerir t.d. með ásökunum á 365 miðla og RÚV um lýgi varðandi fréttaflutning tengd[an] ESB," þá ættirðu nú í 1. lagi að skoða vefsíðu Facebókarhópsins (603 meðlimir) Eftirlit með hlutleysi RÚV, en þar er fjöldi dæma um ESB-meðvirka hlutdrægni Fréttastofu Rúv o.fl. starfsmanna þar (og dæmin eru samt miklu fleiri, þetta er svo ung Facebókarsíða!). En í 2. lagi virðist sem þú þurfir að lesa það betur sem ég skrifaði hér:

"Það er á grundvelli þeirra útbreiddu áróðurslyga, að einstök eða ný ESB-ríki geti samið um, hvaða varanlegu kjörum og regluramma það muni sæta innan stórveldisins, sem ófyrirleitnir áróðursmenn eins og Þorsteinn og Ólafur geta gengið að því vísu, að margir leggi trúnað á það lyganet. Síðan eru búnar til blekkjandi skoðanakannanir sem halda að hinum aðspurðu þeirri upplognu forsendu, að um "samningsgerð" hafi verið að ræða, og þeir spurðir hvort þeir vilji (eins og Þorsteinn orðar það í ESB-Fréttablaðinu í dag) "ljúka samningsgerðinni"!

Á grundvelli lyganetsins, sem RÚV og 365 fjölmiðlar og alls konar málpípur ESB-stefnu hafa haldið að alþjóð, byggjast síðan ómarktækar niðurstöður nefndra skoðanakannana þess efnis að nokkur meirihluti svarenda "vilji ljúka samningsgerðinni" ..."

Og það er allsendis fráleitt, að þið innlimunarsinnarnir fáið tækifæri til að láta spandera gríðarlegu fé í ónauðsynlega þjóðaratkvæðagreiðslu til að spyrja þjóðina leiðandi spurningar sem byggir á falskri og blekkjandi forsendu, sem sé þeirri, að það sé "eitthvað mikið að semja um". Um það snúast "aðildarviðræðurnar" EKKI, heldur er þar fyrst og fremst verið að tékka á því, hvort ráðamenn hér séu reiðubúnir til að aðlaga lagaverk og stjórnskipan okkar að Evrópusambandinu. Um örfáar undanþágur, teljandi á fingrum annarrar handar, sem nánast engu skipta og eru trúlega engar þeirra varanlegar, geturðu lesið í eldri grein hér á vefsetrinu (s.l. sumar, minnir mig), þar sem fjallað er um viðtal við Stefán Jóhannesson. Það er mjög talandi grein um þetta meginatriði og alveg ljóst, að ekki snerust viðræðurnar þessi nær fjögur ár um þau aukaatriði (smávægilegar undanþágur).

Og farðu nú að taka mark á orðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem AFSEGIR það, að lagaverk ESB og upptaka landanna á því sé umsemjanleg (sjá hér ofarlega í grein minni, sbr. einnig hér: "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB).

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 01:36

22 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

"Og það er allsendis fráleitt, að þið innlimunarsinnarnir fáið tækifæri til að láta spandera gríðarlegu fé í ónauðsynlega þjóðaratkvæðagreiðslu"

Segir allt sem segja þarf um virðingu þína á lýðræði!

Jón Páll Haraldsson, 12.1.2014 kl. 01:42

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

NEI. Þjóðaratkvæðagreiðsla eftir ykkar höfði, með valkvæmri spurningu manna eins og Þorsteins og Óla Steph., væri einskær blekkingarleikur, eins og ég hef rökstutt vel hér ofar.

Hvað viltu hins vegar segja um hitt, að Samfylkingin beitti sér harðvítug gegn því, að þjóðin fengi að kjósa um umsókn hennar 2009? Lýsti það kannski lýðræðisást?!

Og það eru ekki of miklar varnir hér í stjórnarskrá okkar gegn innlimun ríkisins í stórríki. Norðmenn gera t.d. ekki kröfu um bara einfaldan meirihluta til þess í Stórþinginu, heldur stóraukinn meirihluta.

Vegna nauðsynjar aukinna varna okkar smáa ríkis gegn ásókninni úr Brusselgarði berjast menn eins og við félagarnir í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland í þessum málum öllum. Það er við ramman reip að draga, m.a. 365-veldið, fjölda Rúvara, hlutdræg hagsmunasamtök (ASÍ m.a.s. misnotað til þess af tækni- og evrókrötum) og svo 230 millj. kr. áróðursapparat Evrópusambandsins hér á landi auk lymskulegra aðferða þess á fleiri sviðum.

Hér er því ekki of mikið skrifað á vefsetrið, heldur of lítið. Góðir pistlar verða alltaf vel þegnir og birtir sérstaklega, athugið það, lesendur góðir.

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 01:59

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varðandi stjórnarskrárákvæði ...

Okkar ágæta stjórnarskrá hefur hins vegar meira en 10 ákvæði sem öll banna innlagningu landsins í erlent yfirríki, með fullveldishnekki og sjálfsstjórnarafsali. Strax í 2. grein hennar er þetta gert skýrt: að löggjafarvaldið er í höndum Alþingis og forsetans. Því er gersamlega óheimilt að leggja landið inn í erlent stórveldi, sem heimtar af okkur strax í inntökusáttmála að við viðurkennum æðsta lagalega vald í höndum þess stórríkis og að ef lög þaðan (frá Brussel og Strassborg) rekist á okkar lög, þá skuli ESB-lögin ríkja hér, ekki okkar lög um viðkomandi atriði -- að þau yrðu ógild þaðan í frá!

En þessu viltu kannski kyngja, Jón Páll Haraldsson? Illa stendurðu þá undir því að bera íslenzkt nafn.

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 02:07

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Valur. Það dugar ekkert annað en stór orð, til að lýsa stórum og ljótum stjórnsýslu-afbrota-staðreyndum.

Það þarf ekki háskólaða fræðimenn, til að sjá viðbygginguna sem er að rísa hjá lífeyris-byggingu Gildis, Eflingu, og ég man ekki hvað þessar glæpaklíkur heita allar saman. Sannanirnar eru fyrir augunum á til dæmis mér, þegar ég keyri meðfram sjónum, og sé gjörsamlaega siðlaust bruðl í nýbyggingar-framkvæmd við glæpastarfsemis-höllina sem fyrir er.

Í það "þarfa" viðbyggingar-verk er verið að nota lífeyris-sparnaðar-eignina, sem mér var sagt fyrir nokkrum árum síðan, að ekki væri hægt að greiða mér lengur út, vegna taps sjóðsins á mínum lögvarða smánarlífeyri. Ég endurtek, að um er að ræða minn lögvarðan eignar-sparnað.

Það er ekkert sem bendir til að Gildis-skrifstofubyggingar sem anga af ólöglegri jurtafæðu, séu að sleppa fjárhagslega létt frá því að greiða fyrir grasið. En það er alveg ljóst að yfirdómara-kerfið á Íslandi er með í þessum gróðurhúsa-okurviðskiptum, því að það sleppa allir nema varnarlausir og minnimáttar fátæklingar, við einhverja alvöru dómastóla-meðferð. Nóg er framboðið víst, við grunnskóla-hornin, þar sem fórnarlömbunum eru gefnir fyrstu skammtarnir, meðan þau eru að ánetjast vanabindandi jurta-"dýrðinni" eftirlitslausu og undirheimaföldu.

Það þýðir ekkert að þagga þessar staðreyndir niður, þó sumir reyni það ennþá.

Svo getur nú varla verið vandamál fyrir okkur lífeyrisrænda, að vera hluthafar í N1, svo við getum sloppið með minni eldsneytiskostnað? Eða hvað? Lífeyrir minn/annarra er semsagt líka notaður í verð-uppsprengdar eldsneytis-okurbúllur!

Það er ekki hægt að komast nær því að sanna skiplagða glæpastarfsemi opinberra stofnana/lögregluyfirvalda/dómsstóla, heldur en að segja frá augljósum staðreyndum, sem því miður fá að viðgangast í "réttar-ríkinu" Íslandi. Lögregluyfirvöld/dómsstólar gera ekki neitt í stjórnsýslu-lögbrotunum.

Ég er ekki að biðja þig, né neinn annan, að trúa því sem ég er að segja hér, því það er útilokað fá fólk til að trúa því, sem það vill alls ekki trúa. En þú baðst um sannanir. Lengra nær ekki mitt vald, til að sanna augljósar staðreyndir, frekar en vald fjölmargra annarra kaupmátt/lífeyris-bankarændra einstaklinga á Íslandi, upp í gegnum árin.

En, eftir bjartan daginn kemur nótt, og eftir lífið kemur dauðinn. Og vegna þess að ég trúi á betri heim eftir dauðann, þá kvíði ég honum ekki. Það er bara að þrauka áfram, þangað til. Réttindi margra valdalausra eru fótum troðin, og einskis virt.

Flestir vita þetta. Fæstir vilja viðurkenna þetta. Þess vegna breytist ekkert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2014 kl. 02:47

26 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón valur barátta þín er einstök og alltaf ferðu með rétt mál. Las Kögunarhól Þorsteins og enn er hann að blekkja fólk með þessu endalausu kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu,síðan bætir hann lymskulega við að ríkisstjórnin þori ekki að skila umsókninni endanlega,af hræðslu við að þá muni hún falla. Hræðsluáróður ESB er sýnu meiri þar sem leiðtogum þeirra stendur ógn af fjölda flokka í aðildarlöndunum,sem vilja takmarka völd framkvæmdastjórnar ESb. Nú hræða þeir kjósendur sína og brýna þá um að kjósa "Bandaríki Evrópu” nýastu ákvörðun elítunnar til að ráðskast með efnahag aðildarríkjanna sem hafa Evru. Með hverju,?? AÐ með því FYRIRBYGGJi þeir ÞRIÐJU HEIMSSTYRJÖLDINA!! .Eru þeir þess umkomnir að halda aftur af slíkum hörmungum,þeir sem hafa brytjað hverjir aðra á fárra tuga fresti,er það þá ekki i farvatninu að stofna her,?....... Hér í athugasemdakerfi hjá þessum eina bloggara eru 6 á móti ESB aðild,það segir okkur hvernig landið liggur. Jón Valur vona að kristilegir bjóði fram í Borgarstjórnakosningum,vinnum með þér sem við getum.

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2014 kl. 05:11

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, Helga, fyrir gott og einart innlegg þitt.

Óska þér gleðilegs árs og friðar, með þökk fyrir þau liðnu.

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband