8.10.2013 | 04:34
Utanstefna Árna Páls Árnasonar
Samfylkingin er handbendi ríkjasambands með höfuðstöðvar í Brussel, en á sér formann, Árna Pál Árnason. Hann hélt í gær til Strassborgar á fund "með ráðamönnum Evrópusambandsins í boði þingflokks jafnaðarmanna á Evrópu[sambands]þinginu. Í þingflokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu sitja 194 þingmenn frá öllum 28 aðildarríkjum ESB." (Mbl.is.)
Greinilega hyggst Árni Páll fara ýtarlega í saumana á því, hvað fór úrskeiðis í Össurar-umsókninni hjá evrókrötum á Íslandi, með samherjum sínum austan hafs. Stendur til að reyna að kokka upp nýja sóknarstrategíu stórveldisins með eftirgreindum fundahöldum?
- Hann mun funda sérstaklega með Hannes Swoboda, formanni þingflokks jafnaðarmanna, og Christian Dan Preda, sem leitt hefur vinnu við aðildarumsókn Íslands. Þá mun hann eiga sérstakan fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Mariu Damanaki, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórninni. (Mbl.is.)
Verður nú reynt að finna út einhver klækjabrögð til að leggja beitu fyrir Ísland, t.d. með því að "bjóða" eitthvað nýtt í makrílmálinu í ljósi þess, að fyrra veiðigetumat ESB-manna reyndist húmbúkk eitt og vitleysa, en mat íslenzkra og norskra fiskifræðinga fara nær sanni?
Engu er þó treystandi frá þessu Evrópusambandi um sjávarútvegssamninga og sízt ástæða til að hvika frá óskoruðum yfirráðum okkar sjálfra yfir fiskveiðum innan 200 mílnanna, auk þess sem samningar um veiðar úr síbreytilegum flökkustofni geta einfaldlega orðið okkur snara um háls.
- Annað kvöld [þriðjudagskvöld] ávarpar formaður Samfylkingarinnar þingflokk jafnaðarmanna á sérstökum þingflokksfundi og fjallar um Evrópusamvinnuna frá sjónarhóli Samfylkingarinnar og stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. (Mbl.is.)
Hann mun þá væntanlega gera samherjum sínum grein fyrir því, hverjum íslenzkra evrókrata er helzt um að "kenna", að þeirra heittelskaða Össurarumsókn fór í handaskolum hvort aðalsökudólgurinn er Jóhanna Sigurðardóttir eða Össur Skarphéðinsson eða kannski Árni Páll sjálfur, sem hefði viljað vera verkstjóri yfir verkinu, en fekk það ekki fyrir Jóhönnu (var bara formaður að nafninu til) eða hvort Evrópusambandið verði sjálft að taka á sig sökina, því að þaðan hafi íslenzkir þjónar þess tekið við "línunni" um stefnu og strategíu, sem hér hafi verið fylgt. Svo má vel vera og að jafnan hafi Brusselmenn talið þvert NEI Íslendinga gegn ESB-inntöku svo augljóslega vofa yfir þeim, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að Evrópusambandið hafi vísvitandi stuðlað að því, að viðræðurnar stæðu yfir í meira en tvöfaldan þann tíma, sem látið var í veðri vaka í upphafi, og þó fjarri því að vera lokið, enda erfiðustu "kaflarnir" eftir!
En íslenzkir stjórnmálamenn eiga ekki að sækja sér línu austur um haf, það hefur ekki kunnað góðri lukku að stýra hingað til !
Jón Valur Jensson.
Hér skal ennfremur minnt á eftirfarandi grein hér á Fullveldisvaktinni: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!
Fundar með ráðamönnum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:40 | Facebook
Athugasemdir
flott hjá Árna að halda esb málinu opnu. fleiri koma svo á eftir.
Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 11:20
Þetta var vitaskuld órökstutt hjá þér, Rafn, að eitthvað væri "flott" við það hjá þessum Samfylkingarformanni að vinna gegn vilja 70% þjóðarinnar í þessu máli. 70% Íslendinga vilja EKKI inntöku landsins í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson, 8.10.2013 kl. 12:04
þessi 70% tala er úr lausu lofti - enginn veit hvað ísl. segja fyrr en í atkvæðagreiðslu. menn þora ekki einu sinni að spurja okkur hvort við viljum kíka í pakkann eða ekki.
Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 12:41
Rafn, ertu með skít á milli eyrnanna? Það er fyrir löngu viðurkennt að það er EKKI um neinn "samning" að ræða heldur innlimunarviðræður Á ÞANN HÁTT HVERSU "FLJÓTT" ÍSLENDINGAR UPPFYLLI ÖLL SKILYRÐI ESB. Og eitt enn þetta með að "kíkja í pakkann" er orðinn svolítið þreyttur og innihaldslítill frasi.....
Jóhann Elíasson, 8.10.2013 kl. 13:28
jóhann - þú getur bullað þar til þú verður blár í framan en athugasemd #3 stendur óhögguð og rétt
Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 15:02
Um bullið er það bara hægt að segja "MARGUR HELDUR MIG SIG"...........
Jóhann Elíasson, 8.10.2013 kl. 15:24
Rafn, þú ferð með fleipur hér, þegar þú segir hér: "þessi 70% tala er úr lausu lofti".
6. marz (fyrir sjö mánuðum) var spurt í Gallupkönnun, hvort menn vilji að við göngum í ESB, og þá svöruðu 25,1% já, en 58,5% nei, og 16,5 voru óvissir. Ef aðeins er taldir þeir, sem svöruðu ákveðið, sögðu 70% NEI, en 30% já.
Í sömu könnun var spurt: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram núna, hvernig myndirðu kjósa? Þá sögðu 70% NEI, en 30% já.
Í könnun Háskóla Íslands 23. apríl sl. reyndust 27,6% vilja ganga í Evrópuambandið, en 52,2% EKKI, og 20,2% voru óviss. Meðal vissra sögðu þá 34,6% já, en 65,4% sögðu NEI.
Í ÖLLUM skoðanakönnunum eftir Össurarumsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Evrópusambandið, hefur svarið verið eindregið NEI! og það með miklum meirihluta.
Svo verður ekki um neinn "pakka" að ræða til að "kíkja í" , Rafn! Lagasafn Evrópusambandsins og allt þess mikla reglugerðafargan, 100.000 blaðsíður, bíða hins vegar eftir því að þú farið að kynna þér það STRAX, því að ekki hefðirðu tíma til þess, eftir að "samninga"viðræðum lyki og til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Svo er reyndar búið að stoppa þessa vitleysu af, eins og þú munt hafa frétt af eins og aðrir.
Jón Valur Jensson, 8.10.2013 kl. 16:29
... eftir því að þú farir að kynna þér ...
Jón Valur Jensson, 8.10.2013 kl. 16:30
rétt jón valur - það eru til kannanir sem sýna ýmislegt. t.d. eins sem sýnir að flestir vilji klára samninginn. þar til að samningur er kláraður eru allar tölur úr lausu lofti gripnar
Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 17:44
Já einmitt flestir vilja klára samning. Það er bara ekki neinn samningur í boði, það er lygi. Það eru aðlögunarviðræður í gangi, stundum verður maður þreyttur á að vera sífellt að endurtaka sannleikann fyrir fólki sem heldur að "sannleikurinn " sé bara það sem þeir vilja sjálfir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2013 kl. 18:07
Rétt hjá þér, Ásthildur. Og skoðanakannanir, sem setja það inn í spurninguna, hvort menn vilji "klára samninginn", eru fyrst og fremst blekkjandi. Hitt er alveg vitað, að þjóðin vill ekki inn í Evrópusambandið, eins og Rafn viðurkennir jafnvel. Það er því flokknum með Málið Eina á dagskrá sinni til hneisu að vilja halda sinni Össurarumsókn á lofti -- og enn meiri skömm er að þessu í jósi þess, að umsóknin sjálf var borin fram með ólögmætum hætti. Rétt væri að mínu mati að höfða mál vegna þessa gegn fyrrv. utanríkisráðherra og sennilega fleiri ráðherrum fyrir Landsdómi.
Jón Valur Jensson, 8.10.2013 kl. 19:48
ESB , !!!!!!:(
rhansen, 8.10.2013 kl. 21:12
Á status Árna Páls (facebook) er mynd af honum með Stefáni Fule og báðir brosandi.Ég varð að minna einn viðmælanda þar á það sem Ásthildur áréttar hér,það er enginn samningur í boði.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2013 kl. 22:43
Því er ekki meir inn í umræðunni um lögsækja þá sem stóðu fyrir ESB aðlöguninni. Það er afar skýrt í Stjórnarskrá okkar hvað má og má ekki.
Eggert Guðmundsson, 9.10.2013 kl. 15:00
Tek undir þetta með þér, Eggert.
Jón Valur Jensson, 9.10.2013 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.