William Hague: sýna megi ESB rauða spjaldið!

Þessi utanríkisráðherra Breta segir yfirþjóðlegt vald innan Evrópusambandsins ekki hafa gefið nógu góða raun og traust á stofnunum þess sé "í sögulegu lágmarki". Hann vill að ESB-lönd fái að "hafna þeirri löggjöf sem þær telja koma illa við sig," og meðal Breta er þetta kallað "rauða spjaldið", sem margir þar vilja, að sýna megi Evrópusambandinu.

Íhaldsflokkurinn er í erfiðri aðstöðu vegna útbreiddrar, vaxandi andstöðu við ESB í landinu, andstöðu sem m.a. sýnir sig í beinu vantrausti 69% Breta á Brusselvaldinu og í stórauknu fylgi UKIP (brezka sjálfstæðisflokksins) sem einkum tekur atkvæði frá íhaldsmönnum.

Frekar en að tapa næstu kosningum vilja leiðtogar Íhaldsflokksins láta undan kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í ESB. Hún verður ekki seinna en í árslok 2017, en með því fyrirheiti sínu er formaðurinn, forsætisráðherrann David Cameron, annaðhvort að lengja gálgafrestinn eða reyna að gefa sér tíma til að vinna úr málinu, því að sjálfur vill hann áframhald á ESB-aðild Breta. Það yrði hægara sagt en gert fyrir þá að losa sig frá Evrópusambandinu, svo mjög eru hagsmunir þar orðnir samantvinnaðir.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðir ESB fái „rauða spjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband