Björn S. Stefánsson: Næst förum við öðru vísi að

Jóhannes Snorrason (1917-2006), yfirflugstjóri, beitti sér mjög gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem tekist var á um fyrir einum tveimur áratugum. Ég kynntist honum í þeirri baráttu. Hann sagði mér þá, af hverju hann væri knúinn í baráttunni. Það var þannig, að hann lærði að fljúga í Kanada í stríðinu, og fyrst eftir stríð flaug hann milli Kanada og Evrópu. Eitt sinn varð hann í vélinni áheyrandi að tali þýskra farþega, Þeir hafa væntanlega ekki gert ráð fyrir, að flugmaður á kanadískri vél skildi þýsku, eins og Jóhannes gerði eftir menntaskólanám á Akureyri. Þeir þóttust eiga dálítið undir sér, heyrðist honum. Stríðslokin voru rædd, og þeir sögðu: Næst förum við öðru vísi að. Jóhannes kvaðst líta á myndun Evrópska efnahagssvæðisins í þessu ljósi -- með því sæktu þjóðverjar fram -- og orð þeirra sóttu á hann.

Í vetur hitti ég í fyrsta sinn eftir tuttugu ár son Jóhannesar, Snorra bónda á Augastöðum í Hálsasveit og refaskyttu. Það var í Snorrastofu (Sturlusonar) í Reykholti. Hann flutti þar erindi um refinn. Á eftir ræddi ég við Snorra um sögu Jóhannesar af samtali þýsku farþeganna og hvers vegna hann hafði hana ekki með um árið í skrifum sínum. Mér hafði dottið í hug, að sem flugmaður hafi hann almennt verið bundinn trúnaði um það, sem hann yrði vitni að í starfi, þótt hann segði mér þetta að vísu. Snorri taldi, að trúnaðinum hlyti nú að vera aflétt.

Í Morgunblaðinu 11. f.m. er grein eftir Atla Harðarson, sem lýsir því, hvernig nú er farið að því að taka Ísland. Það var öðru vísi farið að fyrir stríð, þegar þjóðverjar voru hér undir ýmsu yfirskini. Síðar mátti átta sig betur á því. Grein Atla heitir Hvernig er hægt að komast í Evrópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það?

Morgunblaðinu, 1. maí 2013; endurbirt hér með leyfi höfundar, sem er dr. scient.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Grein Atla er líka að finna á bloggsíðu hans: http://atlih.blogg.is/.  Hægt er að lesa greinina með því að smella hér

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.5.2013 kl. 07:16

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Frábært að hafa þetta þarna, Erlingur.

Mælum eindregið með lestri greinarinnar. Smellið!

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 5.5.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband