Hærri raunvextir hér en í nágrannaríkjum hafa ekkert með gjaldmiðil okkar að gera

Í upplýsandi grein Mbl.is í gær* kveður Már Wolfgang Mixa niður klisjutal á borð við að upptaka evru myndi galdralausn við að lækka fjármagnskostnað.

"Gaman væri ef lífið væri svo einfalt," segir hann. "Vandamálið á Íslandi er að raunvextir eru miklu hærri en í nágrannaríkjum og það hefur ekkert með gjaldmiðil okkar að gera. Hér hefur lánakerfið verið um árabil slakt og bankakerfið kostnaðarsamt í samanburði við önnur lönd. Í landi þar sem að gæði lánveitinga hafa verið jafn slakar og á Íslandi þarf stöðugt að afskrifa allt of stóran hluta útlána. Slíkur kostnaður er dekkaður með því að hækka raunvexti fyrir alla hina. Með of dýru bankakerfi þarf að leggja enn hærri vaxtakostnað á lán. Til að bæta gráu oná svart var allt gefið í botn síðastliðinn áratug varðandi lánshlutföll af húsnæði og gylliboðum af hálfu bankanna með alkunna endalokum. Krónur eða evrur skipta einfaldlega engu máli í þessum efnum; svo lengi sem gæði útlána á Íslandi eru slök þá verða raunvextir hérlendis háir, allt of háir."

* Hér er greinin opin öllum að lesa: Stefnu(fjár)mál íslenskra stjórnmálaflokka. Á tenglinum hér fyrir neðan er hins vegar hægt að hlusta á Má ræða þessi mál á Mbl Sjónvarpi.


mbl.is Óvönduð útlán í íslensku bankakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Fyrir einhver tæknimistök hefur greinin birzt aftur og þá án Mbl.is-tengilsins, en pistillinn sjálfur í lengri mynd, sjá þar. Ennfremur voru komnar þar tvær athugasemdir við hana.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 4.5.2013 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband