Flott mótmæli Heimssýnar

Glæsilega heppnaðist mótmæla-átak Heimssýnar-fólks í dag, 1. maí, með þátttöku í göngu niður Laugaveg og útifundi á Ingólfstorgi. Hátt í 60 manns báru mótmælaspjöld og stóra borða, og margir aðrir fylgdu með, samherjar í baráttunni gegn inntöku Íslands í Evrópusambandið.

Á spjöldin var m.a. ritað: NEI við ESB og ESB – NEI TAKK, og meðal þeirra, sem báru borðana, voru þrír fyrrverandi þingmenn, Jón Bjarnason, Atli Gíslason og Bjarni Harðarson.

Samtökin Heimssýn stóðu fyrir fullveldisgöngu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu í dag, 1. maí. Yfir eitthundrað manns tóku þátt. <em>Heimssýn</em>

Það var gleðilegt að taka þátt í þessu, og margir eldri samherja sá maður á svæðinu (á myndinni má m.a. kenna Guðna Karl Harðarson, sem sat með undirrituðum í stjórn Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, Kristínu Snæfells Arnljótsdóttur og Árna Thoroddsen). Áhrifamenn í Heimssýn voru þarna vitaskuld, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Halldóra Hjaltadóttir, Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi, Ásgeir Geirsson úr Reykholti, formaður Ísafoldar, o.fl. Skoðið fleiri myndir, sem fylgja frétt Mbl.is (tengill neðar), einnig á Facebókarsíðu Nei við ESB.

En það var líka frábært að kynnast nýju baráttufólki á svæðinu og efla samstöðuna bæði á vettvangi og yfir góðum kaffisopa eftir á í rúmgóðri skrifstofu Heimssýnar að Hafnarstræti 18.

Meira af svo góðu, Heimssýnarfólk og fullveldissinnar allir! 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég sé að hann Kristbjörn Arnason Moggabloggari er að birta hér færslu með fullyrðingum um að útgerðarmenn hafi "sent börn á vettvang göngunnar," en þetta er fráleit vitleysa og svarað svarað af mér um kvöldið HÉR í aths. við það Moggablogg hans.

PPS. Ég greip reyndar í tómt, þegar ég ætlaði að skoða aftur aths. mína á Moggabloggi Kristbjörns &#150; hann hafði þá fjarlægt hana, og þegar ég reyndi að setja hana inn aftur, kom þetta svar: "Eftirfarandi villur komu upp:

  • Ekki er leyfilegt að skrifa athugasemdir úr þessari tölvu."
Það er þá bezt að setja hér inn AFRITIÐ sem ég á af þeirri athugasemd minni (og reyndu ekki að leika svona á mig aftur, Kristbjörn!):

"Þvílíkt rugl í þér, Kristbjörn. Þau fáu börn, sem voru þarna, voru að sjálfsögðu ekki á vegum neinna útgerðarmanna og voru vart merkjanleg, nær allir, sem báru skiltin og borðana, voru fullorðnir. Þetta veit ég vel, því að ég var með frá byrjun til enda. Ertu í alvöru farinn að kjósa skrök hér á vef þínum, þegar á móti blæs gegn þínum málstað, ef málstað skyldi kalla?

Kona ein, sem stóð framarlega í mótmælunum 2009 og barðist (ólíkt þér) gegn Icesave-óværunni og ESB-Össurarumsókninni á Austurvelli, sagði mér í dag, að hún hefði komið framarlega í gönguna, en þá hefði henni verið sagt, að verkalýðsfélögin hefðu fengið einkarétt á að vera með fána sína þar. Hún kvaðst hafa svarað því til, að hún tæki ekki mark á því "einkaleyfi", nema henni væri sýnt það á blaði, enda væri hún sjálf í verkalýðsfélagi og léti ekki segja sér fyrir verkum um hvað hún setti fram sem sínar kröfur á 1. maí.
Reyndu að læra af þessu, Kristbjörn."
Jón Valur Jensson, 1.5.2013 kl. 23:30

Og hér er svo viðaukaaths. sem ég setti á Vísisblogg hans áðan:
"Ég sé, Kristbjörn, að þú endurtekur hér sömu fullyrðingar og á Moggabloggi sínu, um að útgerðarmenn hafi "sent börn á vettvang göngunnar," en þetta er fráleit vitleysa og svarað af mér HÉR í aths. við Moggablogg þitt. [Horfið reyndar, ut supra!]

Hvað "grímuklædda" áhrærir, sá ég aðeins einn slíkan, með og án grímu, og þekki hann vel, og hann var að gera þetta að gamni sínu, heyrðist mér, og auðvitað var það hvorki á ábyrgð Heimssýnar né LÍÚ !!!

Og hættu nú að fantasera, Kristbjörn minn. Ég veit, að þér leizt ekki á blikuna, en það er óþarfi að láta þetta umsnúa bloggi þínu í leikhús fáránleikans. :)

Jón Valur Jensson, 2.5.2013 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband