21.3.2013 | 11:39
Engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu nú um Esb-umsókn
Sú afstaða landsfunda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leggja fram skýra stefnu GEGN Esb-umsókn og hinni rangnefndu Evrópustofu (230 milljóna áróðursbatteríi sem Þorvaldur Gylfason og Pétur Gunnlaugsson í nýjum flokki verja sem sjálfsagt mál !) sú stefna flokkanna tveggja er einarðleg og heiðarleg. Þeir leggja hana fram til að láta kjósa um hana í næsta mánuði. Kjósi meirihlutinn þá flokka, hefur þeim verið veitt fullt umboð til að fylgja stefnunni eftir og engin þörf á að eyða 200 millj. kr. í þjóðaratkvæði um þau mál sérstaklega. Þar að auki bera þeir flokkar ekki ábyrgð á hinni hneykslanlegu Esb-umsókn Sf. og VG-taglhnýtinga 2009. Allan tímann frá þeirri umsókn hefur skýr meirihluti Íslendinga verið GEGN því, að Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Sá meirihluti er nú (Gallup 6. marz 2013) 70%, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union#Public_opinion
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Samtök um rannsóknir á ESB ...
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Eigum við að HÆTTA VIÐ ESB-inngöngu-umsóknina?
JÁ 61.1%
NEI 24.1%
Óákveðin(n) 14.8%
108 hafa svarað
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ESB málið í hnotskurn: " Ég veit að þú vilt ekki leyfa mér að káfa á þér elskan, en ég verð að fá það skriflega svo ég hætti því."
Hvernig væri að taka upp nauðgunarslagorðið " Nei þýðir Nei!" Í þessari baráttu?
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2013 kl. 20:47
Góð hugmynd en ég get ekki annað en étið eftir Kolbrúnu Hilmars;” Verst hvað það gengur illa að losna við ESB-trúboðana af dyramottunni”.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2013 kl. 00:44
Athyglisvert, Jón Steinar!
Sæl, Helga! En þegar við hugsum til þess, að margir eru með þessi orð á vörunum, að það þurfi að "koma þessu máli út úr heiminum og kjósa um það, annars verð(i) það alltaf hangandi yfir okkur," þá virðast þeir hvorki hugsa út í, að það hangir nú þegar mjög leiðinlega yfir okkur, með stórum peningaskaða (nær milljarði frá umsókn Esb-gengisins), né út í hitt, að þótt við segðum skýrt NEI við s.k. "samningi", þá værum við þar með samt ekki búin að losna við ásókn stórveldisins og handlangara þess, eins og sést af þessu dæmi:
Norðmenn höfnuðu því, að landið færi inn í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972 (með 53,5% NEI-atkvæðum, en já sögðu 46,5%; kjörsókn var 79%*), en SAMT héldu "aðildarsinnar"/innlimunarsinnar áfram að agitera áratugum saman fyrir því að koma landinu inn í Esb., flest voldugustu öflin þar raunar, en þegar aftur var kosið um málið árið 1994, var því á ný hafnað, þá með 52,2% NEI-atkvæðum (47,8% já). Kjörsókn var 88,6%.**
Þrátt fyrir að þessari inntöku í Evrópusambandið hafi verið hafnað tvisvar í Noregi, eru Esb-þráhyggjumenn ekki af baki dottnir, en raunar er andstaðan nú við inntökuna langtum meiri en hún var 1972 og 1994.
En þú sérð af þessu, að fölsk er sú fullyrðing, að þjóðaratkvæði um málið, þar sem meirihlutinn segir NEI, er engin trygging fyrir því, að Esb-taglhnýtingar hætti sínu þráláta áreiti við fullveldi lands og þjóðar.
* Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Norwegian_European_Communities_membership_referendum,_1972
** Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Norwegian_European_Union_membership_referendum,_1994
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 22.3.2013 kl. 19:51
Og innleggið var mitt.
Jón Valur Jensson.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 22.3.2013 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.