10.2.2013 | 03:00
Evrópusambands-inntaka kemur ekki til greina fyrir sanna lýðveldis- og fullveldissinna
Framsóknarflokkurinn er sennilega skástur flokka á Alþingi í ESB-andstöðu, en hefur áður brugðizt í málinu (2008-9) og gæti vel talað enn skýrar en hann gerði á nýafstöðnu flokksþingi sínu, a.m.k. ef miðað er við meðfylgjandi viðtal.
- Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu, sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.
Halda áfram hvaða ferli, sem kasta ber og kastað verður fyrir róða?
- Þar segir og: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ágæt fyrri setningin hér, en er Framsókn með þeirri seinni að láta í ljós þá hugmynd, að hún myndi fást til stjórnarþátttöku upp á þau býti að gefa grænt ljós á slíka þjóðaratkvæðagreiðslu að vilja samstarfsflokks í ríkisstjórn? Getur flokkurinn ekki einfaldlega sagt, að hann taki ekki í mál neinar umræður um stefnu inn í hið valdfreka, evrópska stórveldi, sem þegar hefur beitt sér frekjulega gegn þjóðarhagsmunum hér í tveimur stórum málum?
- Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild, segir Frosti.
Hreinskiptnara væri að segja, að Framsóknarflokkurinn hafi þá stefnu -- ef sú er stefna hans -- að inntaka/innlimun í risaveldið, þar sem 10 gömul nýlenduveldi hafa yfirburða-atkvæðavægi til ákvarðana, KOMI ALDREI TIL GREINA og að flokkurinn ljái aldrei máls á því að gera neitt sem fært geti Ísland nær slíkri "aðild", inntöku (accession) eða innlimun.
Af flokkum, sem tilkynnt hafa framboð, eru Hægri grænir harðastir gegn því, að Ísland verði tekið inn í Evrópusambandið.
Jón Valur Jensson.
Íslandi best borgið utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:03 | Facebook
Athugasemdir
Frosti Sigurjónsson hefur alltaf verið vægur, hálf-semjandi, líka í ICEsave-málinu. Hann hafði fyrir að skrifa löngu máli um að semja um ICEsave. Og ég treysti honum ekki. Hann eyðileggur að mínum dómi fyrir flokki sem var að reisa sig við.
Elle_, 11.2.2013 kl. 00:32
Hann er ekki bara vægur, hann er máttlaus, of vægur.
Elle_, 11.2.2013 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.