ESB hefur ekkert með það að gera, hvað Íslendingar veiða í eigin lögsögu

571165Það skiptir engu, hvað útgerðamenn í aðildaríkjum ESB kalla okkur. Þeirra mein er, að þeir geta ekki samið sjálfir um hagsmuni sína. Aðildin að ESB hefur slegið úr höndum þeirra eðlilegustu skilyrði til sjálfstæðs atvinnurekstrar. Við höfum áður verið kölluð þjóð hryðjuverkamanna af ríkjum ESB og núna erum við ræningjaþjóð. Hvort tveggja slæmt og ósatt. En óp vina okkar, sem stunda sjávarútveg í aðildaríkjum ESB er í raun neyðaróp til búrókratanna í Brussel, sem eru á góðri leið með að eyðileggja höfin vegna fáranlegrar fiskveiðistefnu, þar sem sjómenn þurfa að henda allt að fjórum sinnum þeim afla, sem þeir taka í land, vegna reglugerðarverks ESB.

Sósíalísk fiskveiðistjórnun ESB setur öll markaðslögmál úr leik eins og síðustu fréttir um uppkaup ESB á fisk á fiskimörkuðum til að halda uppi gerviverði til sjómanna og síðan er fisknum fleygt á haugana. Maria Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB fær við ekkert ráðið, þegar stórþjóðir eins og Frakkland og Spánn neita að breyta gegnumrotnu sjávarútvegsstyrktarkerfi ESB, þar sem einstakar útgerðir fá fyrst styrk til að endurbæta skip og síðan annan styrk til að farga því og svo loks þann þriðja til að kaupa nýtt. Íbúar ESB geta alveg verið án sambandsrekinna fyrirtækja eins og þessum ónýtu útgerðum, sem hanga bara til að taka á móti peningum frá ESB. 

Það eru engar smásummur af peningum skattgreiðenda, sem ESB sólundar í þetta kerfi, sem er að ganga af fiskveiðum dauðum í landhelgi ESB. Útgerðarmenn kunna ekkert annað ráð en ráðast á fiskveiðiþjóðir utanvið ESB eins og Ísland og Færeyjar. Vopn þeirra eru heimsvaldahótanir, viðskiptaþvinganir, löndunarbönn og hafnbönn skipa undir íslenskum og færeyskum fána.

Íslendingar þurfa að fara að senda frá sér opinberar yfirlýsingar um ósvífni þessarra árása hins lífríkiseyðileggjandi ESB. 

Íslendingar eiga að gera þá kröfu, að ESB breyti fiskveiðistefnu sinni áður en grundvöllur geti skapast um samstarf á sviði sjávarútvegsmála. Sannleikurinn er því miður sá, að það er ESB sem er fiskveiðiræninginn, sem ætlar að komast yfir gjöful íslensk fiskimið með viðskiptahótunum eða að Íslendingar gangi með í ESB.

Það versta er, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er meðhlaupari ESB gegn hagsmunum Íslands. Íslandi má farga til að ráðherrar ríkisstjórnarinnar komist á launaskrá ESB og fái pláss í betliröðinni til Brussel. Stjórnarskrártillagan er, verði hún samþykkt óbreytt, afhending fiskimiða okkar til ESB þar sem búrókratarnir skipta kvótunum á milli aðildarríkjanna.

Landsmenn berjast á tveimur vígstöðvum: Annars vegar við ofveiðibandalagið ESB og hins vegar við svikula ríkisstjórn landsins.

Vaknið Íslendingar! Það þarf að henda út ríkisstjórninni og velja nýja, svo hægt sé að byrja að byggja upp atvinnulífið aftur og skapa samstöðu gegn heimsveldisyfirgangi ESB./gs 

 


mbl.is Kallar Íslendinga ræningjaþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband