Dómsdagsspámaðurinn varar við fullkomnu hruni

Marc-Faber-1

Fjárfestirinn og skilgreinandinn Marc Faber, einn þeirra sem kallast "Dr. Doom", sér ekkert ljós í nálægustu framtíð. Í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC spáir hann "allsherjar upplausn" innan fárra ára.

Marc Faber er þekktur sem rithöfundurinn á bak við fréttabréfið "Gloom, Boom and Doom" og hann varar oft við fjármálakreppu á heimsvísu. 

Faber telur að valdahafar í Evrópu og USA leyfa skuldunum að hækka enn meira. Hann telur, að ríkin byggi upp það háar skuldir að lokum, að allt kerfið hrynji. 

"Annað hvort verða stórar breytingar gerðar með friðsamlegum endurbætum eða með byltingum", segir Marc Faber við CNBC.

"USA nálgast æ hraðar þvílíka byltingu eins og Evrópa."

"Ég held, að við sjáum innan næstu fimm eða tíu árin, algjört hrun í öllum hinum vestræna heimi. Ég tel, að fjárlagahallinn í USA burtséð frá því, hver gegnir embætti í Hvíta húsinu, verði að lokum yfir 1.000 miljarði dollara árlega eins langt og augað sér", segir Marc Faber. /gs


mbl.is Skuldir ESB-ríkja jukust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband