Góð grein með áliti framkvæmdastjóra LÍÚ, Friðriks J. Arngrímssonar. Það er náttúrulega alveg forkastanleg hegðun ráðamanna ESB að hlýða hvorki á niðurstöður Hafrannsóknarstofunnar né sameignlegs leiðangurs og mælinga Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna. Hér eru fremstu fiskveiðiþjóðir í heiminum að mæla fiskstofn á eigin miðum, með eigin mælitækjum á sama hátt og gert er með aðra fiskistofna. Niðurstöður vísindamanna okkar eru nákvæmar og leiðbeinandi.
Hvers vegna viðurkennir ESB ekki þessar niðurstöður? Hvers vegna viðurkennir ekki ESB vísindaaðferðir Hafró við mælingu stofna?
Í staðinn hlustar María Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB á útgerðarmenn í Skotlandi, Írlandi og Bretlandi.
Friðrik J. Arngrímsson segir: "Við vitum, að í Skotlandi, á Írlandi og jafnvel Noregi voru aflaupplýsingar gróflega falsaðar, sem hefur skekkt mat vísindamanna á stofnstærð makrílsins."
Þetta er mjög alvarlegt mál, sem villir um raunverulega stærð stofnsins og torveldar Íslandi að fá upp augu ráðamanna ESB. Einngi bendir Friðrik á, að ESB hafi ekki viljað taka þátt í sameiginlegum rannsóknarleiðöngrum Íslands, Færeyja og Noregs. Það sýnir áhuga og viljaleysi ráðamanna ESB til að leysa vandann.
"Ég vek líka athygli á því, að það tók yfir 10 ár að fá Evrópusambandið og Noreg til að viðurkenna strandríkisrétt Íslands. Það gerðist ekki fyrr en árið 2010 og þá höfðum við tvö ár í röð veitt meira en 100 þús. tonn af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni."
Nálgun ESB að málinu sýnir, að fyrir ESB vakir hvorki samvinna né fara eftir staðreyndum. Trúlega hefur aðildarumsókn Íslands að ESB opnað leiðina að viðurkenningu Íslands sem strandríkis. En þá einungis fyrir ESB til að nota stöðuna og þvinga Ísland til eftirgjafar á grundvelli krafna ESB um eigin makrílveiðar.
Allt þetta mál er hvimleitt, mest fyrir ESB, sem tekur áhættuna á að brjóta bæði hafréttarsáttmála og úthafsveiðisamning Sameinuðu Þjóðanna ásamt EES-samningnum um frjálst flæði varnings, þjónustu, peninga og fólks. Einnig er um brot á alþjóðlegum viðskiptasamningum World Trade Organisation að ræða.
En ESB varðar það engu. Þeir reiða sig á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún á að koma með lausnina.
Og sjáum til. Það verður ekki einn mánuður þar til Íslendingum verður gert gylliboð, sem þeir eiga að gleypa á meðan fiskveiðilögsagan og allt líf í henni verður afhent ESB skv. skilmálum aðlögunar. /gs
Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.