Utanríkisráðherra Finna: Búið ykkur undir það að evrusvæðið liðist í sundur!

Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, talar nú fullum fetum um "að Finnar verði að vera því viðbúnir að evran líði undir lok sem gjaldmiðill" og að "allir leiðtogar ríkja Evrópusambandsins þyrftu að búa sig undir það að evrusvæðið liðaðist í sundur," en s.k. ráðherra ESB í Finnlandi "segir aftur á móti að það standi ekki til." (Mbl.is segir frá).

Alexander Stubb, ráðherra ESB, bregzt þannig við viðtali við utanríkisráðherrann í Daily Telegraph að segja, að orð hans "endurspegl[i] ekki afstöðu finnsku ríkisstjórnarinnar. „Finnland stendur 100% á bak við evruna,“ segir hann í samtali við danska dagblaðið Politiken.

Þarna er því hvor höndin upp á móti annarri innan finnsku ríkisstjórnarinnar. Tuomioja utanríkisráðherra segir að vísu, að "færi svo að evran yrði aflögð, þá þyrfti það ekki að hafa neikvæð áhrif á ESB. „Það gæti þvert á móti styrkt ESB,“ segir hann" (Mbl.is). En þá á hann sennilega við öðruvísi Evrópusamband en það valdþjöppunarsamband, sem ýmsir kommissararnir í framkvæmdastjórn hafa mælt eindregið með, auk valdhafa stærstu ríkjanna. Með þeirri valdþjöppun yrði gengið enn lengra í verki í fullveldisframsali en þegar hefur verið gert. Bretar, Finnar o.fl., hafa hins vegar viljað aðskilja sig frá þeim aukna samruna og valdsviptingu frá einstökum ríkjum í þágu miðstýrðs Evrópusambands.

Evrópusambandið er á krossgötum og veit varla sitt rjúkandi ráð. En valdsöfnunarmenn halda áfram að höggva í það litla lýðræðisumboð sem þar er enn að finna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Finnar ósammála um evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband