Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra breiðir út, að Ísland vilji fara inn í ESB og taka upp evruna

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra Íslands segir í viðtali við Wall Street Journal, að Ísland vilji fara inn í ESB og hún telji að fara verði "alla leið", þ.e.a.s. að taka upp evruna líka.

Wall Street Journal túlkar orð hennar á þann veg, að Íslendingar séu ólmir að ganga í ESB og taka upp evruna, en virðist óvitandi um að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar vill leggja umsóknina til hliðar. 

Oddný Harðardóttir gefur í skyn, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar hafi bjargað Íslandi og að "ESB getur komist eins vel út úr kreppunni og Ísland".

Nýlega hafa fregnir borist af því, "að kreppunni sé lokið" á Íslandi og eru m.a. kaup Seðlabankans á láni á hærri vöxtum til að greiða niður lán á lægri vöxtum notuð því til rökstuðnings. Fréttir af "kreppulokunum" hefur verið dreift víða um heiminn að undanförnu og þjónar pólitískum tilgangi ríkisstjórnarinnar til að beina athyglinni að sér sem "bjargvætti" Íslands.

Ekkert er fjarri sannleikanum:

Ísland var nær skuldlaust land undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde, þegar kreppan skall á 2008.

Davíð Oddsson lagði fram þá skilgreiningu, sem var grundvöllur neyðarlaganna og sú íslenska leið, sem aðrir ættu að læra af: "við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna."

Þvert á móti þessarri efnahagsstefnu hefur ríkisstjórnin í tvígang reynt að þvinga þjóðina að greiða fyrir þrotabú fjármálasvindlara í Icesave. Forsetinn og þjóðin hafa afdráttarlaust hafnað leið krata og vinstrigrænna. 

Oddný Harðardóttir hefur nú bætt sjálfri sér á listann með Össuri Skarphéðinssyni og Steingrými Sigfússyni, sem vinna verk svartfættlinga að skilja eftir óhrein spor í fjölmiðlum erlendis.

Ísland á betra skilið, að frekar sé haft það sem sannara reynist.

gs 


mbl.is Oddný í viðtali við Wall Street Journal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband