Evran á enga framtíð, segir Lars Wohlin fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar

Wohlin 655 947425c 1

Lars Wohlin, fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar og þingmaður Evrópuþingsins, segir í viðtali við Sænska Dagblaðið 1. júlí, að evran eigi enga framtíð. "Evran mun ekki lifa af sem sameiginleg mynt." Á sínum tíma stofnaði hann ESB-krítíska flokkinn Júnílistann með Nils Lundgren þjóðhagfræðingi. Flokkurinn fékk yfir 14% af atkvæðunum í kosningunum till Evrópuþingsins árið 2004.

Fyrir Lars Wohlin er stóra spurningin, hvernig hægt er að skapa virkt samstarf í Evrópu án evrunnar. Slíkt yrði að vaxa fram frá grasrótinni með stuðningi fólksins.

"Ég skil ekki, hvernig hægt er að trúa því, að Þýzkaland með sínu afkastamikla hagkerfi geti orðið sameiginlegur hluti efnahagskerfis með löndum eins og Grikklandi og Portúgal, það kemur ekki heim og saman. Þau lönd geta aldrei borgað skuldir sínar."

Lars Wohlin telur, að evran sé stærsti bófinn í gríska harmleiknum. "Land sem lifir á landbúnaði og ferðamönnum getur ekki keppt við t.d. þýzka iðnaðinn," segir hann.

"Enginn mun vilja setja fram spurninguna, hvort Svíar eigi að taka upp evruna í sænsku þingkosningunum 2014. Lokið verður lagt á og það verða engar umræður."

Eftir umræðurnar í vor um Grexit, þ.e. að Grikkland yfirgefi evruna, hefur nú hugtakið Fixit náð fótfestu, þ.e. að Finnar yfirgefi evruna. Lars Wohlin vill að Norðurlöndin vinni saman og taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. "Slíkt gæti gefið okkur sterka rödd bæði stjórnmálalega og efnahagslega."

"Að reyna að skapa Bandaríki Evrópu er dauðadæmt. Það er enginn stuðningur frá fólkinu fyrir því og þá gengur það ekki."

gs 


mbl.is Efasemdir um ESB-atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband