Ætli henni detti í hug að leggja sinn fjársjóð inn á evru-reikning?

Argentínuforseti ætlar að loka dollarareikningi sínum, en flytja 3M$ hvert? Nei, ekki á evrureikning, enda ekki illa upplýst, og það eru Pólverjar ekki heldur - "aðeins 12% þeirra vilja að evra verði tekin upp sem gjaldmiðill Póllands" og þeir "fyllast ógleði við tilhugsunina" að vera "skuldbund[nir] til að taka upp evru að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt aðildarsamningi við ESB."

  • "Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að samkvæmt þessari könnun séu 58% Pólverja andsnúnir upptöku evrunnar og þar af er þriðjungur sem telur að Pólland ætti aldrei að taka hana upp." - Nánar um þetta mál hér á Vinstrivaktinni.

Á Íslandi hefur evruáhugi sannarlega dalað; jafnvel í Samtökum iðnaðarins vildu einungis 36,5% að Ísland taki upp evru, sbr. hér. En þetta var í ofanverðum marzmánuði. Sennilega hefur enn reytzt mikið fyrgi af evrunni síðan þá. Og myglaða rúsínan í pylsuendanum er sú, að við yrðum skyldug til að taka upp evruna, ef stjórnmálaelítunni hér tækist að afvegaleiðina þjóðina inn í þetta stórveldaapparat, Evrópusambandið.

Cristina Kirchner, forseti Argentínu, ætlar að leggja sínar þrjár milljónir dollara inn á peso-reikningSmile Wink

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Lokar dollarareikningi sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband