Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingar, hápólitískur prófessor, þó sí og æ álitsgjafi Rúv og 365 fjölmiðla, SKRÖKVAÐI á Alþingi í morgun að Íslandi hefði "alltaf gengið vel að semja við Evrópusambandið." Makrílmálið afsannar þá fullyrðingu hans gersamlega. Evrópusambandið hefur sýnt fádæma samningshörku gagnvart Íslendingum og ætlazt til þess, að við fáum (fyrst 3,1%, síðan:) einungis 4% hluta veiðinnar úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi, þrátt fyrir að hann er hér við land 40% af líftíma sínum á seinni árum og étur hér tvær milljónir tonna af átu!
Baldri þykir greinilega henta að fara með fleipur fyrir sitt heittelskaða Evrópusamband, en það er opinber staðreynd, að um leið og hann fekk titilinn Jean Monnet-prófessor hjá Evrópusambandinu, voru stofnun hans veittar 7,5 milljónir króna í styrk frá því sama sambandi. Baldur er þannig tengdur því fjárhagsböndum.
- Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokks, hvatti þingmenn til að kynna sér reglur ESB um stækkun sambandsins. Ísland ætti þess ekki kost að semja sig frá meginreglum ESB. (Mbl.is.)
Þetta er algerlega rétt hjá Gunnari Braga. Grunnreglur ESB gilda þar í öllum löndunum sem æðstu lög, æðri jafnvel en stjórnarskrár ríkjanna, þar sem í milli kann að bera. Jafnvel þótt hér yrði sett yrði inn í stjórnarskrá ákvæði um að sjávarauðlindir okkar væru ævarandi þjóðareign, þá hefðum við enga vörn í slíkri stjórnarskrárgrein gegn lögum Esb. sem fjalla m.a. um jafnan aðgang borgara allra ESB-ríkja að fiskimiðum landanna.
Nú fer fram á Alþingi (frá því fyrir kl. 11) umræða um stjórnarskrármálið og um tillögu Vigdísar Hauksdóttur alþm. um að þjóðin verði spurð í haust, hvort draga eigi til baka umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Kl. 12.34 var tilkynnt, að tillaga hennar hafi verið felld með 34 atkvæðum gegn 25, en fjórir voru fjarverandi. Það voru orð að sönnu hjá Einar K. Guðfinnssyni alþm., þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sinu, að tala um "ESB-flokkana á Alþingi" og tiltók þrjá flokka: Samfylkingu, Vinstri græna og Hreyfinguna. Því má spá hér, að þetta verði uppreisnarefni í grasrót Vinstri grænna og upphafið að endalokum Hreyfingarinnar.
Jón Valur Jensson.
Alltaf gengið vel að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hann er ekki að tala um markílinn. heldur EFTA og EES samninginn
"Baldur sagði að Ísland hefði náð fram nær öllum sínum kröfum þegar Ísland samdi um fríverslunarsamning við ESB árið 1972. Ísland hefði einnig náð fram nær öllum kröfum sínum þegar það samdi við ESB um EES-samninginn árið 1994 og sama hefði verið upp á teningnum í viðræðum um Schengen. Baldur sagði í raun stórmerkilegt hvað okkur hefði gengið vel að semja við ESB."
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 12:27
Já, er það ekki: "stórmerkilegt hvað okkur hefði gengið vel að semja við ESB" í makrílmálinu?!!! Það er sannarlega samningsmál líka, en óbilgirni Evrópusambandsins hrikaleg. Þeim mun hneykslanlegri er undirlægjuháttur þeirra þingmanna sem höfnuðu því nú í hádeginu, að þjóðin fengi að segja sitt álit á þessari umsókn. Og takið eftir þessu: ALLAN TÍMANN FRÁ UMSÓKNINNI HEFUR ÞJÓÐIN VERIÐ ANDVÍG ÞVÍ AÐ GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ, samkvæmt hverri einustu skoðanakönnun.
Það, að gengið hafi "vel" að semja um EES-samninginn, merkir ekki, 1) að hann hafi reynzt vera okkur í hag, 2) að Evrópusambandið hafi sýnt sanngirni í tengslum við þau alvarlegu lagasmíðamál, sem honum hafa fylgt. Talað var um "tveggja stoða kerfi" í upphafi, þetta átti aldrei að vera einhliða lagasmíð ESB án aðkomu Noregs og Íslands,* en nú er sú stjórnsemi ESB-herranna komin í ljós, að þeir taka ekki í mál neinar málamiðlanir um mál sem okkur og Norðmenn skipti miklu, að við fengjum að laga til fyrir innfærslu ESB-reglna hér.*
* Sjá hér greinina Stefán Már Stefánsson prófessor telur endurnýjaða áherzlu á "tveggjastoðakerfið" vera úrlausnarleið í stað hinna tveggja úrslitakosta Össurar! og hér: Þetta er stóra málið: við viljum ekki fullveldisframsal til Evrópusambandsins, þar sem fjallað er um hina nýju regluerð ESB um eftirlit með fjármálastofnunum, en hún fæli í sér óviðunandi framsal valds til stofnana á vegum Evrópusambandsins.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.5.2012 kl. 13:02
Ofangreint svar skrifaði greinarhöfundur, JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.5.2012 kl. 13:03
Noregur hefur verið harðastir við okkur í makríldeilunni þannig að tengja þetta við ESB er mjög langsótt
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 17:00
Ekki hafa Norðmenn hótað okkur viðskiptabanni, þannog að þessi athugasemd Sl. & H. er út í hött. Og ekki erum við að leita eftir innlimun í Noreg, ólíkt viðleitni Össurar & Co. gagnvart Evrópusambandinu (í nafni allra Íslendinga!!! ) -- þrátt fyrir þá umsókn kýs þetta Evrópusamband að trampa á rétti okkar yfir eigin fiskveiðilögsögu, og samt sjá menn eins og Sl. & H. ekki ljósið!
Jón Valur Jensson, 24.5.2012 kl. 18:26
... þannig að ...
Jón Valur Jensson, 24.5.2012 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.