Guðni Ágústsson um furðuleiki Samfylkingar

"... Hvar fiskurinn liggur undir steini vita allir landsmenn. Samfylkingin ætlar inn í Evrópusambandið og leikur marga furðuleiki til þess að ná því fram. Nú er framundan nýtt inngrip, sérstök gleðivika ESB á Íslandi (auðvitað óháð allri aðildarumsókn) svona hátíð eins og ungmennafélögin stóðu fyrir hér áður fyrr. Öðruvísi mér áður brá þegar við vinstrimenn girtum Kanana af í Miðnesheiðinni og lokuðum Kanaútvarpinu. En í þá daga vildu menn ekki inngrip í sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Nú er öldin önnur og Össur "glaði" spyr Steingrím J. Sigfússon okkar gamla landvörslumann ekki leyfis í einu eða neinu þótt það sé nú blessaður Steingrímur einn sem ber ríkisstjórnina áfram."

Áskorun á forystu ASÍ  Þannig ritar Guðni Ágústsson, fyrrv. alþm. og ráðherra, í grein sinni í miðopnu Morgunblaðsins í gær, miðvikudag 9. maí: Útsmoginn er Össur Skarphéðinsson. Þið takið eftir sneiðinni í lok textans: þar er bent á, að Steingrímur ber í raun ábyrgð á, að þessi ríkisstjórn haldi áfram sinni ótæpilegu meðvirkni með Evrópusambandinu, jafnvel milljóna-áróðurspakka þess; Steingrímur virðist ekki hafa meiri sjálfsaga og stolt en svo, að hann leyfir utanríkisráðherranum komast upp með hvað sem er.

Guðni segir þarna meðal annars: "Nú er aðeins ein fyrirstaða í ríkisstjórninni eftir í ESB-ferlinu það er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra." -- Hvetja má menn til að lesa skrif Guðna um Evrópusambandsmál í Morgunblaðinu (sbr. yfirlit hér). Ofangreindar tilvitnanir eru birtar hér með góðfúslegu leyfi höfundar. –JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband