"Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum"

Ragnhildur Kolka

Ragnhildur Kolka skrifar í dag í Mbl.: "Það sem hér er stefnt að er nokkurs konar Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum. Án aðstoðar ESB hefði Grikkjum ekki tekist að koma sér í þessa holu sem þeir nú eru í. Ódýr lán flæddu inn í landið frá ESB-ríkjunum með sérsniðnum vöxtum þýska hagkerfisins. Til að viðhalda innstreyminu var bókhaldið barið til hlýðni og endalaus Vaðlaheiðargöng fengu forgang utan fjárhagsáætlana."

Tilefni skrifa hennar var fréttin á Stöð 2 um möguleika kræklingabænda til að afla sér lífsviðurværis, sem "vakti ekki beinlínis með manni vonir um að hér færi að birta til í atvinnumálum," eins og hún ritar þar. -- Grein hennar nefnist ... þar sem lífsþrekið er barið niður og er viðbragð við kyndugu máli, þar sem kræklingabóndi varð fyrir ótrúlegri meðferð býrókratískrar stofnunar, sem sektaði hann jafnvel fyrir að "fyrir að móttaka bréf [frá stofnuninni] sem aldrei átti að senda".

Hún horfir þar upp á þægðarfulla viðleitni ríkisstjórnarinnar til að framfylgja ESB-stefnu í stjórnkerfinu. "Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður seint vænd um að rýra hlut stofnananna sem bólgnað hafa úr öllu hófi, enda hlýðin tilskipununum að ofan," segir hún. Öðru máli gegni um ýmsar aðrar stofnanir hér, eins og hún ritar: 

  • Tiltekt og aðhald nær helst til stofnana sem almenningur stólar á þegar á bjátar, s.s. heilbrigðisþjónustu og löggæslu, sem enn eru aflögufærar að mati ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir tuga prósenta niðurskurð. Þar má skera inn að beini og beri einhver skaða af má úrvinda starfsfólk taka skellinn.
  • Í millitíðinni heldur stjórnin ótrauð áfram að sinna velferð stofnana sinna og starfsmanna þeirra. Og allt er það gert í nafni endurskipulags og sparnaðar. 

Og takið eftir þessu (leturbr. hér):

  • Breytingarnar á stjórnarráðinu sem nú eru til umræðu eru einmitt ein slík sparnaðaraðgerð. Þar er rösklega tekið til hendi og ráðuneytum sem við upphaf stjórnartíðar Jóhönnu voru 12 skal nú fækkað í 8. Og nú skyldi maður spyrja: er það ekki hið besta mál? Jú, vissulega, ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að um leið og nýju nafnplöturnar fara í slátt mun fjölföldunarvélin spýta út röð af nýjum ráðherrum. Tilkoma yfir- og undir- og undirundir-ráðherra munu kalla á sæg nýrra blýantsnagara svo friðþægja megi kröfum ESB um "enn öflugri" eftirlitsstofnanir. Ekki dugar að láta kræklingabændur eina lúta eftirliti. Nú þarf að sauma kerfið að kartöflubændum, berjabláum fjörulöllum og öllum þeim sem enn eru svo einfaldir að halda að auðlindir á eigin landi lúti einkaeignarrétti. Slík lausung skal ekki liðin.
  • Það sem hér er stefnt að er nokkurs konar Grikklandsvæðing samkvæmt bestu Evrópustöðlum.

Menn þurfa að fletta í blaðinu til að lesa lengra, mjög áhugaverðar upplýsingar þar um Grikklandsmálin (Mbl. í dag, bls. 23, eða HÉR).

Ragnhildur Kolka lífeindafræðingur er félagsmaður í Heimssýn og í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland og veitti góðfúslega leyfi til að vitna hér í grein sína.


mbl.is Ragnhildur Kolka: Stofnanavæðing stjórnarinnar er helstefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála Ragnhildi með þetta mál.  Megi ríkisstjórnin hafa skömm fyrir að drepa niður alla sjálfsbjargarviðleitni og setja allt í dróma að hætti ríkissafskipta sem er í raun og veru óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2012 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband