Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands

Úr sameiginlegu áliti Katrínar Jakobsdóttur, Ragnars Arnalds, Björns Bjarnasonar og Einars K. Guðfinnssonar

"Engar líkur eru á að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna efnahagslögsagan umhverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnarkerfi undir stjórn Íslendinga enda samrýmist það ekki sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og á sér engin fordæmi nema hvað varðaði afmörkuð fiskverndarhólf. Veiðiheimildir kynnu að mestu að falla í hlut Íslendinga með hliðsjón af reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem byggist á sögulegri veiðireynslu. Sú regla á hins vegar eingöngu stoð í samþykktum ráðherraráðs ESB hverju sinni og ekkert er því til fyrirstöðu að henni verði breytt ef samstaða tekst um það." –– Og það hefur jafnvel verið rætt í fullri alvöru í Brussel að afnema hana! (innskot JVJ).

Og áfram þar segja þau:

"Íslenska efnahagslögsagan er 758.000 ferkílómetrar að stærð eða ríflega sjö sinnum stærri en landið sjálft. Íslendingar geta ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum. Engin trygging er fyrir því, að Íslendingar geti varið hagsmuni sína í þessu efni til frambúðar sem aðilar að Evrópusambandinu, þar sem ráðherraráðið tekur úrslitaákvarðanir um hámarksafla og hvaða tegundir er leyfilegt að veiða svo og um veiðiaðferðir og veiðarfæri. Í ráðherraráðinu myndu Íslendingar aðeins ráða yfir 3 atkvæðum af 348 miðað við núverandi stærð ESB." (Úr skýrslu Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem gefin var út undir titlinum Tengsl Íslands og Evrópusambandsins (http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf), Rvík 2007, bls.123-4.


Nýr, fullveldissinnaður vinstri flokkur í vændum?

Bjarni Harðarson bóksali, fv. alþm., ritar m.a. í sinni fjörlegu grein í Mbl. í gær:

"Með verkum sínum hefur ríkisstjórnin hleypt inn í landið nútímainnrásarher möppudýra. Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem áður var ankeri baráttunnar gegn ESB er í þessu máli orðið að umskiptingi. Einu stjórnmálaflokkarnir sem hafa ESB-andstöðu að baráttumáli eru vel hægra megin við miðju. Þrátt fyrir að framboð til komandi kosninga séu mörg er ljóst að það eru fáir valkostir þjóðlegra vinstrimanna sem hafna ásælni og heimsvaldastefnu hvort sem hún kemur frá NATÓ eða ESB.

 

Vinur minn Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Djúpi skrifaði nýlega grein á Smuguna og í Morgunblaðið sem var herhvöt til Jóns Bjarnasonar og allra þeirra sem áður tilheyrðu villikattadeild VG. Jóhanna Sigurðardóttir, nafngjafi villikattadeildar, kvartaði mjög undan því að erfitt væri að smala köttum og vel þekkt er að skepna sú fer sínar eigin leiðir. Vel má samt vera að Djúpbóndanum takist með hvatningu sinni að kveðja saman söfnuð þjóðlegra vinstrimanna og er þá vel."

Þetta eru athyglisverð skrif sem annað frá Bjarna í sömu grein (sbr. HÉR og HÉR).


Taugaveiklun Samfylkingar brýzt út vegna útilokunar ESB-inntöku

Greinilega álítur Magnús Orri Schram "frjálslyndi" í því fólgið að vera "líbó" gagnvart því að afsala æðsta fullveldi þjóðarinnar til stórveldis, gegn vilja hennar, og halda opnum dyrum fyrir stjórnarsamstarf við ESB-maníska Samfylkinguna eftir næstu kosningar.

Þetta er ný skilgreining á "frjálslyndi", og í líkum dúr hugsar ritstjóri ESB-Fréttablaðsins um víðsýni annars vegar og það sem hann hins vegar brennimerkir sem ofstæki og þröngsýni hjá Sjálfstæðisflokknum í ESB-málum (í leiðara í gær). Ólafi Stephensen finnst líka eðlilegt að hin rangnefnda "Evrópustofa" fái, eins og Þorvaldur Gylfason kallar það, að "miðla fróðleik" fyrir 230 milljónir króna til að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga.

En það er vitaskuld ekkert frjálslyntvíðsýnt við að fyrirgera sjálfstæði þjóðarinnar, yfirráðum hennar og stjórn yfir sjávarauðlindum sínum, sem og stjórn orkumála.

Þingmaðurinn Magnús Orri missti hér hlálega marks eftir að hafa upplifað sinn versta helgarbömmer hingað til, þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti, að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið. Samfylkingarmenn eru ekki öfundsverðir af sinni taugaveiklun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG gerir svik í ESB-málum að stefnu flokksins!

Það var athyglisvert að fylgjast með tveimur landsfundum um helgina, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti fyrra álit um að gera hlé og ákvað að hætta aðildarviðræðum við ESB og er þar með búinn að taka af allan vafa um að ekki skuli byrjað með það mál upp á nýtt, nema þjóðin fái þá fyrst á lýðræðislegan hátt möguleika á að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vinstri Grænir gerðu sér lítið fyrir og stefnufestu loforðasvik sín um að halda Íslandi utanvið ESB með því að samþykkja að aðildarviðræðum verði haldið áfram! Var nýkjörnum formanni flokksins Katrínu Jakobsdóttur sópað til hliðar, sem reyndi að bæta ásýnd flokksins með samþykkt um að þjóðin skyldi spurð álits áður en lengra yrði haldið í aðildarviðræðum. Þetta er einhver sú afbakaðasta yfirlýsing sem fyrirfinnst, að segja, að "Landsfundur VG telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB." Þetta er álíka gáfuleg skýring og alkahólisti gefur, sem segir að besta leiðin til að ljúka við drykkjuna sé að halda henni áfram!

Fylgið hefur hrunið af Vinstri Grænum, sem í dag mætti kalla "Vér Gefum" fullveldi og sjálfstæði Íslands til heimsvaldasinnanna í Brussel. VG er með þessarri landsfundarsamþykkt búin að samþykkja opinberlega hlutverk sitt sem Samfylkingarhækju, sem vonandi verður fargað af kjósendum í komandi kosningum sem og hækjuhafinn sjálfur, sem í skrifandi stund er að leysast upp í brot og brotabrot um allar jarðir. Vinstri Grænir og Samfylkingin eru hrægammaflokkar, sem í nafni fólksins véla ráðin af því og eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins komst svo vel að orði, hafa skapað "umsátur um heimilin."

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti endurheimt sjálfstraust og hlýðir kalli fólks um að hætta aðildarbröltinu og taka það dýra mál út af borðinu og þess í stað snúa sér að uppbyggingu atvinnumála og úrlausnarverkefna fyrir heimilin í landinu. Styrkur flokksins og endurheimt fyrri staðfestu felst einmitt í sterkari og skýrari áherslu, að aðildarviðræðum við ESB skuli hætt.

Það verður ekki erfitt fyrir fullveldissinna að velja milli þessarra tveggja markmiða í komandi alþingiskosningum. /gs 


mbl.is ESB-ályktanir hvor í sína áttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisvaktin hallar sér að Evrópusambandinu!

Í ljós er komið að Lýðræðisvaktin "stjórnlagaráðsmanna" (3ja eða fleiri af 25) er enn eitt framboðið sem hallt er undir Evrópusambandið, enda með Þorvald Gylfason ESB-mann o.fl. slíka innanborðs.*

"Íslands ógæfu / verður allt að vopni", ef þessi tilraun og Guðmundarframboð Steingrímssonar og Róberts Marshall (sem báðir eru eindregnir evrókratar) fá einhvern framgang í kosningunum.

Árásargjarnt ESB (sbr. makríl og Icesave og ásókn í landið) ætlar áfram að reynast hinn versti klofningsvaldur í samfélaginu, truflar okkur frá einbeittri lausn skuldavanda fólks og að bjóða upp á ný atvinnu- og framkvæmdaúrræði í stað athafnaleysis stjórnvalda í atvinnumálum.

* Sjá nánar hér: Enn eitt ESB-framboðið - "stjórnlagaráðsmanna"!

Jón Valur Jensson.

Dönum fullljóst að æðsta fullveldi yfir þeim er komið í hendur Brussel-herra

Sigurður Ragnarsson ritar:

ESB-sinnar hér og annars staðar hafa oft dálítið sérstakar hugmyndir um stjórnarskrármál, sem lýsir sér meðal annars í því, að hinn 20. febrúar dæmir Hæstiréttur Danmerkur, hvort í framhaldi af Lissabonsáttmálanum eigi að breyta stjórnarskránni á þessa leið: "Den lovgivende magt er hos Europakommissionen og Unionens ministerråd i forening eller hver for sig. Nogle gange er den hos EF-Domstolen. Den udøvende magt er hos Europakommissionen og EU-Domstolen i forening eller hver for sig. - Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten" (Heimild: Demokratisk Europa á Facebook).

Varla er einboðið, að Danir hefðu gengið í ESB árið 1973, ef þetta hefði verið stafað svona ofan í þá, en nú er erfitt að snúa til baka. Það er auðvitað, ef slík breyting verður ofan á, að gildi dönsku stjórnarskrárinnar rýrnar mjög mikið.

Það hafa ýmsir tjáð sig um málið hjá Demokratisk Europa, og væntanlega er hægt að finna fleiri heimildir, sem skýra málið ef til vill betur.

Viðauki JVJ: 

  • Sigurður upplýsti um þetta á Facebók JVJ og leyfir góðfúslega endurbirtingu þessara athyglisverðu upplýsinga. 
  • Greinilega eru stofnanir ESB gerðar þarna rétthærri dönsku löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi (þjóðþings, ríkisstjórnar og dómstóla): "Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten," og í lokin í þessari tilvitnun er tekið fram, að viðaukar við löggjöf, framkvæmdir eða dóma ESB af hálfu Dana í þeirra stofnunum mega EKKI stríða gegn rétti ESB! (unionsretten). Svo tala sumir hér um, að við myndum halda fullveldi okkar innan Evrópusambandsins!!! 

Heill forseta vorum sem tryggði að sakleysi lýðveldisins í Icesave-málinu sannaðist í augsýn allra þjóða

Fullur sigur er unninn í Icesave-málinu, þótt það hafi bæði kostað mikil útgjöld (þó ekki málskostnað í EFTA-réttinum) og illt umtal um tíma, en niðurstöðunni má áfram halda á lofti, þótt heimsblöðin sjái líka um það, en með því að minna á hina réttarfarslegu niðurstöðu á grundvelli laga verður haldið áfram að endurreisa og styrkja tiltrúnað á Lýðveldið Ísland meðal þjóðanna.

Að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hyggist ekki tjá sig um niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu, þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann lítur sjálfur svo á, "að hann hafi tjáð sig nóg um Icesave í aðdraganda dómsmálsins og hyggst láta þar við sitja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og að fréttastofan hafi fengið þær upplýsingar á skrifstofu forsetans að hann muni ekki koma í viðtal vegna Icesave." (Mbl.is.)

  • Einnig kom fram í frétt Stöðvar 2 að forsetinn telji enga ástæðu til að veita viðtöl um niðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu. 

En umfram allt má nota þetta tækifæri til að tjá forseta vorum innilegar þakkir fyrir hans fræknlegu, þjóðhollu framgöngu í málinu öllu, bæði með málskotum sínum tveimur og snarpri vörn fyrir Íslendinga í erlendum fjölmiðlum, þar sem sannarleg var eftir honum tekið.

Hefði hann brugðizt væntingum Icesave-samninga-andstæðinga, þ.e. meirihluta þjóðarinnar í reynd, og látið undan stjórnmálastéttinni, jafn-hvikul og hún hefur reynzt hér sem í fullveldismálunum, þá hefðu menn aldrei upplifað dómsorð réttlætisins í málinu og væru enn að borga hina ólögvörðu kröfu, eins og nær 70% alþingismanna vildu!

Svo halda sumir, að það sé bara hægt að gleyma þessu!

Nei, það er hvorki unnt að gleyma svikunum við þjóðarhagsmuni né þeim bjargvætti, sem forseti Íslands reyndist í þessu máli.

Fullveldið sjálft gerði hér líka gæfumuninn; innan Evrópusambandsins hefði þjóðin orðið að lúta forræði Brussel-pótintáta og axla að fullu hrun bankanna rétt eins og Írar!

Minnumst þess líka, að það var beinlínis í krafti ákvæða hinnar gömlu, góðu lýðveldisstjórnarskrár sem forsetinn beitti synjunarvaldi sínu, rétt nefndum málskotsrétti. Tökum enga áhættu á, að hann verði sviptur þeim rétti með vélabrögðum pólitísku flokkanna! Fyrr þyrfti forsetinn að beita málskotsrétti sínum enn á ný í því efni, að mati undirritaðs.

Þetta er ekki sagt hér ófyrirsynju, því að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, munu báðir vera á þeim buxunum að nota næsta tækifæri sem gefst til að afnema málskotsrétt forsetans. Það má aldrei verða. Og með ákvörðunum sínum hefur forsetinn þegar sparað ríkissjóði kostnað sem jafngilda myndi útgjöldum við þjóðaratkvæðagreiðslur næstu aldirnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólafur tjáir sig ekki um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurlandssvik: Umboðslaus aðlögun að ESB og upptaka evrunnar

ska_776_rmavbild_2013-02-04_kl_13_12_31.pngÁ fréttavef Evrópuvaktarinnar er vitnað í staðreyndablað 17.kafla um peninga- og efnahagsmál, þar sem samningsafstöðu Íslands er líkt á eftirfarandi hátt:

"Við aðild mun Ísland hafa lokið við innleiðingu á öllu regluverki ESB, fram til þess dags, sem ekki hefur verið innleitt, að teknu tilliti til niðurstöðu samningaviðræðna í þessum kafla.

Ísland mun taka þátt í Efnahags- og myntbandalaginu og hyggst uppfylla allar viðmiðanir varðandi samleitni og taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa."

Hérna kemur fram svart á hvítu, sem andstæðingar ESB-ferlisins hafa sagt allan tímann, að Samfylkingin/VG eru meðvitað að ljúga að þjóðinni, að samningaviðræður séu í gangi. Ríkisstjórnin – bæði VG og Samfylkingin – eru að INNLEIÐA ALLT REGLUVERK ESB á Íslandi. Þjóðinni er sagt að bíða og vonast eftir "samningum" og á meðan er komið aftan að fólki, stórnskipun breytt og fullveldið vélað af þjóðinni.

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin veitt ríkisstjórninni umboð til að innleiða hér allt regluverk ESB?

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin veitt ríkisstjórninni umboð til að ganga í Efnahags- og myntbandalagið?

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin heimilað ríkisstjórninni að sækja um að taka upp evruna?!

Hvenær hefur forsetinn verið spurður um þann samning, að Ísland innleiði allt regluverk ESB á Ísland, gangi með í myntbandalagið og taki upp evruna?

Ekki að undra að gáfvitarnir í Stjórnlagaráði leggja til að ríkisráð verði lagt niður. Þessi pappír sýnir svik ríkisstjórnarinnar við Ísland og Íslendinga. Ríkisstjórnin á engar föðurlandstilfinningar eftir og reynir að breyta landsmönnum og auðlindum Íslands í söluvöru fyrir eigin persónulegan ávinning./GS


Anna Kvaran: ESB er EKKI hugsað fyrir þjóðlega hagsmuni

Ég var að horfa á ZDF-fréttir rétt áðan og þar talaði hr. Westerwelle Außenminister (utanríkisráðherra Þýskalands) um "sérþarfir" Englands gagnvart ESB og hann sagði orðrétt: "EU ist NICHT für Nationale Interessen gedacht! Es ist eine Schicksals-gemeinschaft." !!!!!!! (Hann lagði áherslu á "NICHT")

Schicksal= Destiny= ÖRLÖG!!! Örlagabandalag!!!

Hahh! Hann er sko ekki til í að gefa "England oder andere Nationen" fleiri undanþágur á þeirra sérþörfum!!!!!!!!!!

Oder andere Nationen= Englandi og Íslandi!?! (erum við andere Nationen?)

Það var þungt í Westerwelle í kvöld.

Ekkert bros, þungar brúnir...

Anna Kvaran.

Við þökkum Önnu þessa ágætu sendingu, sem barst okkur í gær. 


mbl.is Hægt verði að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar athyglisverður, ýtarlegur þáttur um Ísland og sjálfstæðishugsun okkar, í þýzku sjónvarpi

Þetta (6,35 mín. afar áhugaverðan Íslandsþátt)  horfði ég á í þýska sjónvarpinu í gær.

http://www.zdf.de/ZDFmediathek/beitrag/video/1816630/aussendienst-Fischer-in-Island#/beitrag/video/1816630/aussendienst-Fischer-in-Island

Þarna talar þulurinn um 200 mílurnar og hvernig innganga í ESB væri óhagstæð fyrir okkur!
Síðasta setningin er góð. Þar segir hann að þjóðin berjist með öllu valdi gegn inngöngu í ESB :D

Meira af þessu!
Anna Kvaran.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband