Færsluflokkur: Stjórnlagaþing

Fullveldisframsal að vild evrókrata? Nei takk!

Með hjásetu við stjórn­laga­þings­kosn­ingar 27.11. 2010 færðu margir [hægri og miðju-] stjórnar­and­stæð­ing­ar Sam­fylk­ingu og fimmtu her­deild ESB þann áfanga­sigur á leið þeirra í Evrópu­stór­veld­ið að gefa þeim færi á lúmsk­um stjórn­ar­skrár­breyt­ingum. Afleið­ingin: [aðeins] 37% kjörsókn og áberandi stór hlutur ESB-sinna.

A.m.k. 10-11 af 25 efstu í kosningunni, sem reyndist ógild og að engu hafandi, eru eindregnir fylgis­menn inntöku Íslands í Evrópu­sambandið, þ. á m. klókur fyrrv. starfsmaður ESB, Eiríkur Bergmann Einarsson. Er hann nú á launum hjá Evrópu­fræðasetri á Bifröst, sem þiggur mikla styrki frá framkvæmdastjórn ESB! Svo tvöföldum í roðinu var falið að véla um stjórnarskrá og beita áhrifum sínum meðal græsku­lítilla „ráðsmanna“.

Aðrir helztu ESB-harðlínumenn í hópi hinna 25 eru Vilhjálmur Þor­steinsson í CCP, Gísli Tryggvason í Neytenda­stofu, sem leggst lágt við að afla „frumvarpinu“ (!) stuðnings­manna (sjá: lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1255535/), Guð­mundur Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu, Illugi Jökulsson, Pavel Bartozek og Þorvaldur Gylfason, iðinn áróðurs­meistari sem heldur uppi blekk­ingum af alvarlegasta toga (sjá: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263309/). Með fylgdu ESB-sinnar eins og Silja Bára Ómarsdóttir, Þórhildur Þorleifs­dóttir og Freyja Haraldsdóttir.

Að hvöt Illuga Jökulssonar sniðgengu 30 þingmenn úrskurð Hæsta­réttar um ógildingu kosn­ing­anna. Í trássi við stjórn­laga­þings­lögin, sem enn voru í gildi, var kosningin ekki endurtekin, en 25 manna hópnum boðið að setjast í nefnd í umboði 30 þingmanna, þ.e. „stjórn­lagaráð“. Þá var þeim gert óvænt tilboð, eins og til að liðka til fyrir þátt­tök­unni: að sitja í 4 mánuði á fullum alþingis­manns­launum í stað tveggja, eins og verða átti um stjórnlaga­þingið (sjá um það stór­alvar­lega mál og ólögmæta ferli: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263312/).

Í takt við evrókratíska ofhleðslu „ráðsins“ rættust verstu hrakspárnar: laumað inn grófri fullveldisframsalsgrein, nr. 111. Jafnvel gamlir íhaldsmenn í „ráðinu“, Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu (jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263311/) og Ari Teits­son, féllu sem skotnir fyrir ódýrum áróðurs­brellum Þorvaldar og Eiríks til að réttlæta þá lúsléttu heimild til fullveldis­framsals. Er Pétur sízt linari en þeir í áróðri með 111. greininni, segir hana gera fullveldisframsal „erfiðara“ en núverandi stjórnarskrá og fullyrðir að stjórnarskráin skipti engu máli, ef ákveðið verði að ganga í ESB, því að þá víki hún fyrir lögum ESB.

Þetta er fleipur, meðan við erum utan ESB. Margar greinar stjórnarskrárinnar fela í sér, að allt löggjafarvald yfir okkur sé í höndum Alþingis og forsetans (og í vissum tilfellum: þjóðarinnar). Ef stjórnvöld reyna að brjóta 2. gr. hennar, 16., 26. gr. o.fl. með því að undirrita aðildarsamning sem gefur ESB formlega beint og æðsta löggjafarvald yfir landinu, sem og, að landslög hér verði víkjandi fyrir ESB-löggjöf sem rekst á þau, þá verður sú gjörð yfirvalda samstundis kærð til Hæstaréttar af sjálfvöktum fjöldasamtökum sem augljóst stjórnarskrárbrot.

Að segja að „þjóðin“ fái þá „vörn“ í 111. gr. að geta kosið gegn fullveldisframsali lýsir blindni, því að 30-35% kosningabærra manna gætu þá verið að taka afdrifaríka ákvörðun um framsal ríkisvalds, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, til erlends stórríkis, sennilega fyrir fullt og allt, þ.e.a.s. ef atkvæði féllu nokkuð jafnt í 60-70% kjörsókn um málið. Geta 30% kallast „þjóðin“?

Útvarp Saga er í áróðursferð fyrir stjórnlaga­pakkann. Enginn laga­prófessor eða stjórn­skipunar­fræðingur kemst þar að hljóðnemanum, en „ráðsmönnum“ boðið nær daglega á rauða dregilinn, jafnvel ESB-innlimunar­sinnum eins og Þorvaldi, Eiríki Bergmann og Vilhjálmi Þorst. En þrír þáttagerðarmenn, sem dirfðust að gagnrýna stjórnlagaráð, voru látnir taka pokann sinn, ég, Baldur Ágústsson fv. forsetaframbj. og Jón Magnússon hrl. Ríkisstjórnarútvarpið stendur svo undir því nafni með hlutdrægu, ójöfnu vali manna í Silfur Egils o.fl. þætti í þágu stjórn­laga­ráðs – ítrekuð hlutleysisbrot, en stjórnar­skrá lýðveldisins liggur óbætt hjá garði og ekki minnzt á hana á atkvæða­seðlinum!

Í 82. tillögugr. er í raun búið til embætti varaforseta Íslands, í höndum eins manns, flokkspólitísks forseta Alþingis, fulltrúa stjórnar­meirihluta! Á að treysta honum fyrir málskotsvaldinu? Hví var forseta Hæstaréttar ekki fremur falið það valdahlutverk á hendur?

Í 113. gr. „ráðsins“ er 5/6 alþingismanna gefið vald til að breyta stjórnarskrá án þess að spyrja þjóðina! Fjórflokkurinn hefur yfirleitt haft fleiri en 5/6 þingsins. Þetta hentar honum vel.

Úr 74. gr. stjskr. vill „ráðið“ fella niður heimild til að láta banna viss félög. Gæti t.d. átt við kynþátta­haturs­félög, eins og Björg Thorarensen lagapróf. bendir á, alþjóðleg glæpasamtök, mafíur, hrottagengi.

Ráðið vill fella niður 2. tl. 72. gr. stjskr., en það ákvæði leyfir stjórnvöldum að takmarka eign útlendinga í fasteignum og er helzta vörn innan­ríkis­ráðherra gegn jarðeigna-ásælni Kínverja hér á landi.

Sama stjskr.ákvæði er traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegs­fyrirtækjum hér. Hefur Jón Bjarnason alþm. bent á, að ráðið vill þessa takmörkun á fasteigna­kaupum útlendinga feiga. Slík niðurfelling virðist þjónkun við óskir ESB-innlim­un­ar­sinna sem laumuðust inn í hið ólögmæta „ráð“.

Mestu varðar að menn afstýri því stórslysi að liðkað verði fyrir innlimun Íslands í ESB. Það er þeim mun mikil­vægara sem við eigum þar við að etja afl 1570 sinnum fólks­fleira veldis en íslenzku þjóðarinnar, afl sem notar sína fjárhags­yfirburði til að dæla hingað áróðursfé og hyggst gera það í vaxandi mæli.

Grein þessi birtist upphaflega í Morgunblaðinu 20. október 2012, höfundur er guðfræðingur, prófarkalesari og form. Samtaka um rannsóknir á Evrópu­sambandinu.


Fráleit uppgjöf stjórnar­flokk­anna fyrir fullveld­is­andstæðum flokkum birtist í eftir­gjöf á formennsku í stjórnsýslu- og eftir­litsnefnd

Formennskuna fær Sam­fylk­ing­in í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrstu tvö árin og Pírat­ar næstu tvö ár (þeir ætla að skipt­ast á nefnd­ar­for­mennsku á miðju kjör­tíma­bil­inu, þar og í velferðar­nefnd). Stjórnarskráin er eitt helzta málefni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar. 

Samfylkingin hefur margítrekað vegið að fullveldis­ákvæðum stjórn­ar­skrárinnar, bæði með ESB-umsókninni ógildu og með moldvörpu­starfsemi sinni með ólög­mætum tilbúningi "stjórnlagaráðs" og meðferð tillagna þess á Alþingi. Þar gegndi Samfylkingarkonan Valgerður Bjarna­dóttir einu lykilhlutverkinu sem formaður þessarar stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefndar, ekki hvað sízt með því að leggjast gegn því, að kjósendur yrðu spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, hvort þeir væru samþykkir ákvæðum 111. og 67. greina tillagnanna um full­veldisréttindi landsins og rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðar­atkvæða­greiðslu um uppsögn ESB-aðildar­samnings.

Allur er ferill þessara mála með eindæmum og var m.a. ástæða þess, að ein­ungis 48,4% kjósenda tóku þátt í nefndri þjóðaratkvæða­greiðslu 20. okt. 2012.

Aðkoma núverandi stjórnarflokka að þessu máli í dag, með því að gefa fullveld­is­andstæðum flokkum eftir for­mennskuna í stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefnd, verður að teljast í ljótasta lagi á Alþingi, og er þá allmikið sagt. Aðild að ríkisstjórninni eiga tveir flokkar, sem báðir segjast andstæðir aðild að Evrópu­sambandinu, auk Vinstri grænna, sem hafa svikið landsmenn herfilega í því máli og tala með tillögum "stjórnlagaráðs"[1] -- en með þessari linkind gagnvart Samfylk­ingunni og hinum engu skárri Pírötum birtist það ljóslega, að meirihluta­vilji í flokkunum þremur fær ekki að ráða í þessu máli, heldur hafa foringjar flokk­anna talið eft­ir­gjöfina í lagi, og beinir það einkum sjónum að áður svikulum Bjarna forsæt­is­ráðherra í þessu ESB-máli. Hann skrifaði fyrir þónokkrum árum Morgun­blaðs­grein með félaga sínum Illuga Gunnarssyni, þar sem næsta ljóslega var verið að mæla með inntöku landsins í Evrópu­sambandið. Ennfremur hefur Bjarni alls ekki staðið sig við það verkefni, sem fyrir liggur, að Alþingi þarf að gera ský­lausa samþykkt þar sem Össurarumsóknin ólögmæta um inngöngu í þetta trölla­bandalag er formlega dregin til baka. Umsóknina þá er ekki lengur að finna í sumum skúffum í gljáhöllunum í Brussel, en hins vegar í öðrum skúffum þar, og vitað er af þeim landráðahug Samfylkingar að ætla sér að ítreka formlegt gildi þeirrar umsóknar.

Og nú stendur Bjarni ekki á verðinum fyrir fullveldið -- enn einu sinni!

[1] Það var einmitt klaufinn Valgerður Bjarna­dóttir, sem viðurkenndi það í útvarps­viðtali, að "stjórn­lagaráð" var ekki með umboð frá þjóðinni -- gerði það ekki með svo berum orðum, heldur með því að nefna ráðið "nefnd Alþingis", eins og það raunar er; og hefði mátt fylgja sú athugasemd, að nefndarskipanin sú var ólögleg: gekk þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlaga­þing (sem hafa skyldi þjóðarumboð, ekki alþingis­umboð!) og það hlutverk þess fyrir­hugaða þings að endurskoða stjórnarskrána.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Taka að sér nefndaformennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti þings og þjóðar gegn ESB

Þrír vinstri flokkar (fyrrv. krata, kommún­ista, kvenna­lista og stjórn­leys­ingja) í slag­togi með Fram­sóknar­flokki hafa minni­hluta kjós­enda að baki sér, aðeins 31½ þingmann og vita sem er, að meiri hluti lands­manna vill EKKI Evrópu­sambandið, enda varð hrun í fylgi ESB-manna í kosningunum og engin vinstri bylgja þar, heldur straumur inn á miðjuna.

Engu að síður er fullrar varfærni þörf gagnvart hugsanlegri stjórn þessara flokka, hvort þeir t.d. ætla sér að fara að skera upp stjórnar­skrána, en þar eru Píratar róttækastir og Framsókn íhalds­sömust. Hér gæti legið undir, að þeir róttæku vilji m.a. kvitta upp á 111. og 67. gr. tillagna hins ólögmæta "stjórn­laga­ráðs", þar sem opnað var á snögga innlimun í Evrópusambandið, en lokað á frumkvæðis­vald þjóðarinnar að eðlilegri útleið úr því.

Já, höldum áfram að fylgjast með athöfnum þeirra sem með völdin fara.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fullveldisframsal ! Engin snögg og stórtæk umskipti æskileg á stjórnarskrá

Það verður að hafa auga með stjórnvöldum, að þau ani ekki út í ófarsælar stjórnarskrárbreytingar, sem gætu m.a. snúizt um fullveld­is­framsal. Óráðlegt er að gera margar breytingar í einu í stað þess að athyglin fái að beinast óskipt að einu eða fáum málum, sem fólk geti þá kosið um, hvert um sig.

Ef forsætisráðherra hefur "vænt­ing­ar um að þjóðar­at­kvæðagreiðsla um breyt­ing­ar­til­lög­ur þver­póli­tískr­ar stjórn­ar­skrár­nefnd­ar geti farið fram sam­hliða for­seta­kosn­ing­um á næsta ári, eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur áður nefnt," þá er augljóst, að vel er hægt að afgreiða slík mál á fjögurra til átta ára fresti, og það liggur ekkert á neinni heildarendurskoðun (hér er undirritaður sammála Sigurði Líndal lagaprófessor).

Hér er einnig ástæða til að vara enn við hugmyndum Bjarna Benediktssonar, sbr. nýlega grein hér: Bjarni Benediktsson mælir með vissu framsali full­veld­is­heimilda!. Þá er ennfremur ljóst, að ráðherrar munu ekki hafa þjóðina með sér í slíku skaðræðisverki, skv. skoðanakönnum MMR í næstliðnum mánuði, þar sem þetta kom í ljós: Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir! 

  • Hvað varðaði spurn­ingu Katrín­ar [Jakobsdóttur] um hvort ástæða væri til að gera tíma­bundið ákvæði um, að þjóðar­at­kvæðagreiðslu þurfi til að samþykkja breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá í stað þess að tvö þing þurfi þess, verði gert var­an­legt, sagði for­sæt­is­ráðherra það ekki sjálf­gefið. Hann gerði hins veg­ar ráð fyr­ir því að nefnd­in skoðaði hvernig staðið sé að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um til fram­búðar.

Hér má taka undir með fyrra atriðinu hjá forsætisráðherra. Ennfremur ættum við að gera skilyrði um aukinn meirihluta, bæði almennings og Alþingis (eins og Norðmenn gera um Stórþingið), í öllum þeim málum þar sem fullveldisréttindi ríkis og þjóðar yrðu lögð undir.

Menn verða að líta til reynslu annarra smárra þjóða af því, að auðvelt er með massífum fjölmiðlaáróðri fjársterkra aðila að hagga svo til og frá afstöðu þjóðfélagshópa, að úrslitum getur ráðið í þjóðaratkvæði. Hér erum við t.d. með fjölmiðlabatterí 365 fjölmiðla, sem nú þegar hafa verið misnotaðir mark­visst af sínum eigendum til að hafa strangt áhrifavald á skrif fréttamanna þar, og uppsögnum hefur einnig verið beitt. Með Evrópusambands-sinnann Jón Ásgeir Jóhannesson þar í stafni er augljós hættan af þvílíkri risa-fjölmiðlasamsteypu sem sendir t.d. "ókeypis" ESB-sinnað "Fréttablað" sitt á 90.000 heimili daglega.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kjósi um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldisframsal og auðveldur leikur við stjórnarskrárbreytingu er tabú ; og af VG-vandræðastefnu

Bjarni Ben. þarf bara að muna það eitt, þegar hann ræðir við fulltrúa hinna flokkanna um stjórnarskrármálið, að það er tabú gagnvart flokksmönnum hans og þjóðinni svo mikið sem að ræða það að heimila framsal fullveldis. Það sama á við um þá hugmynd að gera stjórnarskrárbreytingu fljótlega og sáraeinfalda með einföldum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að nýtt þing verði kallað saman. ALDREI á að heimila fullveldisframsal án stóraukins meirihluta.

Ef við horfum til hinna smáu FÆREYJA, getum við séð, hve varaamt slíkt einfalt ákvæði, án kröfu um aukinn meirihluta, getur orðið -- fullveldið getur flogið út um gluggann einn vondan veðurdag, þegar á hefur gefið í efnahagslífinu og eftir að stórveldi hefur ausið úr gullsekkjum sínum til áróðurs, mútugjafa og mýkingar kjósenda. En Íslendingar eru bara í nákvæmlega sömu stöðu og Færeyingar gagnvart slíku, við erum algert SMÁPEÐ miðað við afl Evrópusambandsins, 1580 sinnum fólksfleira risasamfélags.

Ólíkt Katrínu Jakobsdóttur, nýjum ESB-formanni Vinstri grænna, sem taldi fram "utanríkismál" meðal þeirra sérvöldu stjórnarskrármála, sem hún vildi einbeita sér að á næstu dögum, ef valin verður sú leið að gera takmarkaðar stjórnarskrárbreytingar, þá á það ekki að koma til greina fyrir Bjarna Benediktsson, ef hann vill, að sinn flokkur standi undir nafni sem Sjálfstæðisflokkur.

Og af hverju er þetta sagt hér? Jú, af því að Katrín á með orðum sínum ekki sízt við fullveldisframsal, enda er tillögugreinin (111.) frá stjórnlagaráði um það höfð í litlum kafla um utanríkismál

Vinstri græn hafa ekki lagazt hætishót í fullveldismálum með því setja ESB-Katrínu og ESB-Björn Val Gíslason yfir svikulu leifarnar af þessu flokksapparati, þessum fyrrverandi vinstri flokki nema í þeim atriðum, sem horfa til þjóðnýtingar og ríkisafskipta. Þetta leggja VG líka stund á (sbr. ný frumvörp um náttúruvernd og íhlutun um landnýtingu bænda), samhliða sinni forgangs-umhyggju og 'skjaldborg' fyrir stórfyrirtækin, sér í lagi hin nafnlausu fjármagnsöfl. Alþýðan liggur hins vegar ennþá óbætt hjá garði.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert framferði stjórnlagaráðs?

Að menn búi til fislétta stjórnarskrárheimild sem Evrópusambandið og áhangendur þess á Íslandi geta notað til að fá auðvelt tækifæri til að afsala æðsta fullveldi okkar í löggjafarmálum til Brussel, verðskuldar það virðingu mína eða þína? En þetta var partur af gjörðum stjórnlagaráðs, og ekki var við það komandi, að fólkið fengi að greiða atkvæði um þá tillögu sérstaklega. -- JVJ.

Ríkisstjórn í bjölluati hjá þjóðinni

Evrópuvaktin skýrir frá því 26. október, að komið hafi fram í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Atla Gíslasyni alþingismanni sem lagt var fram á þingi fimmtudaginn 25. október, fimm dögum eftir að ríkisstjórnin lagði fyrir þjóðina spurningar í skoðanakönnum um afstöðu til nýrrar stjórnarskrá að:

"Ekki liggur fyrir nein stefna hjá forsætisráðherra eða ríkisstjórninni um hvaða breytingar gera þurfi á stjórnarskránni fyrir eða í kjölfar hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið." 

Kom fram að ríkisstjórnin hefur sér til ráðgjafar og stuðnings sérstakan hóp um lagaleg málefni sem "vinni að samantekt varðandi álitamál um stjórnarskrárbreytingar." Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er formaður hópsins og jafnframt einn varaformanna viðræðunefndar Íslands við ESB. Hópurinn kom síðast saman 9. janúar í ár.

374775_4538811143850_127925502_n.jpgStóra spurningin eftir þessar upplýsingar er, hvers vegna það er Jóhönnu Sigurðardóttur og flokki hennar svo mikið kappsmál, að tillögur Stjórnlagaráðs, sem ekki má gera neinar efnislegar breytingar á, á að keyra með látum gegnum Alþingi og kasta framan í kjósendur í Alþingiskosningum næsta vor fyrst til er "alvöru" stjórnarskrárhópur, sem vinnur að "álitamálum" um stjórnarskrárbreytingar.

Á sama tíma og verið er að afnema stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja ESB-stjórnarskrá með hávaðalátum og stjórnarskrárbroti með ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings, skipun stjórnlagaráðs með sama fólkinu til að sniðganga niðurstöður Hæstaréttar kemur forsætisráðherrann fram og talar um sjálfa sig sem arftaka Jóns Sigurðssonar og vitnar í aðra nefnd, sem gera á breytingar á stjórnarskránni fyrir ESB.

Stjórnlagaráð hefur breytt þjóðfundi 2010 í betra bjölluat en bjölluat ríkisstjórnarinnar í Brussel með "kíkja í pakkann" umsóknina. Þjóðinni var þá sagt, að ekki væri verið að sækja um aðild Íslands að ESB, sem komið hefur skýrt í ljós að var og er haugalygin uppmáluð.

Nú er þjóðinni sagt, að tillaga stjórnlagaráðs, sem formaður Samfylkingarinnar vill ekki breyta efnislega, sé engin aðlögun að ESB. Hvers vegna þá í ósköpunum öll þessi læti og kostnaður fyrir ekki neitt?

Halló, Samfylkingin: af hverju þorið þið ekki að segja upphátt, hvað þið eruð að reyna að gera? Hvaða eilífi blekkingarleikur er þetta eiginlega.

Haldið þið virkilega að bjöllutrikkið virki eina ferðina enn???!

gs


ESB-Þorgerður Katrín gegn Þorkatli lýðræðis- og fullveldissinna

Án raka segir hún fráleitt að slíta aðildarviðræðum. Þó var umsóknin stjórnarskrárbrot, þjóðin ekki spurð, og við bættist: "Innlimunarferlið sem ESB hefur nú dregið okkur í með fulltingi [ríkisstjórnari]nnar er fyrir löngu komið langt út fyrir ramma þeirrar samþykktar sem Alþingi veitti fyrir "aðildarviðræðum" í upphafi. Og við, þjóðin, höfum aldrei verið spurð. Eða erum við kannski ekki þjóðin? A.m.k. virðist enn gæta nokkurs misskilnings þar um eins og hér um árið, því ekkert fáum við að tjá okkur um það fullveldisafsal sem þarna er í vændum og hinar nýju stjórnarskrártillögur galopna fyrir með 111. grein."

Þarna er Þorkell Á. Jóhannsson, flugmaður í Akureyri, í mjög fréttnæmri grein í Mbl. í dag að ræða um ESB í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna og þá fullveldisframsals-heimild sem ESB-sinnum tókst að troða í gegn í "stórnlagaráðinu" svokallaða. Eins og hann bendir á, fengu kjósendur ekkert að tjá sig um það fullveldisframsal, og er óhætt að fullyrða, að 66% Íslendinga voru ekki að greiða atkvæði með því. Það sést af þeirri staðreynd, að á báða bóga gerðist það, að menn svöruðu ýmist JÁ eða NEI við 1. spurningunni, þó að nei-menn væru ekki endilega andvígir ÖLLU innihaldi plaggsins og þó að já-menn væru með sama hætti ekki endilega sammála ÖLLU í því. Þar við bætist, að margir voru hreinlega illa upplýstir um þessa grein sérstaklega, m.a. af því að ekkert var fókuserað á hana í spurningunum.

Það er borðleggjandi staðreynd, að á tveimur krítískum stundum hafa Samfylkingar- og ESB-taglhnýtingar á Alþingi VILJANDI KOSIÐ AÐ HALDA ÞJÓÐINNI FRÁ ÁHRIFUM Á ÞEIRRA ILLA ESB-INNLIMUNARFERIL: þ.e.a.s. við umsóknina sjálfa, þegar breytingatillaga var borin fram af stjórnarandstöðu um að umsóknin yrði borin undir þjóðaratkvæði, en þá tillögu FELLDI stjórnarmeirihlutinn; og í 2. lagi var ekki við það komandi, að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tæki inn spurningu um 111. greinina um fullveldisframsal, og breytingatillaga sem stefndi í þá átt í þingumræðunni á eftir var einnig FELLD -- svo hræddur er þessi ESB-leiðitami lýður á Alþingi við að þjóðin fái að skoða það mál sérstaklega og greiða um það atkvæði. "Gott og vel," gæti þá einhver sagt; "þar með hafa þessir ESB-þjónar líka svipt sig tækifærinu til að geta sagt þessar ákvarðanir sínar njóta almenningshylli eða hafa á sér mark þjóðarumboðs." Svo er nefnilega ekki, og allan tímann frá umsókninni hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að fara inn í Evrópusambandið. Engin tilviljun þess vegna, að Samfylkingarstóðið vill ekki bera þessar áfanga-ákvarðanir sínar undir þjóðina!

Nefndur Þorkell hefur átt margar snjallar greinarnar í Morgunblaðinu, og með góðfúslegu leyfi hans birtast hér tilvitnanir í hans afar öflugu grein í Mbl. í dag, um stjórnlagaráðs-tillögurnar og hinar undarlegu kosningar sl. laugardag, þegar valfrelsi þjóðarinnar um innihaldið var margfalt minna en það sem þjóðinni var bannað að segja álit sitt á.

Hér er beint framhald textans frá Þorkatli (hér efst í færslunni):

Fráleitt verður séð að þetta framlag með stjórnarskrártillögunni sé í samræmi við vilja þjóðfundarins, sem lagði þó til það veganesti sem Stjórnlagaráði bar að vinna með. Fullveldisafsal var sannarlega ekki meðal áhersluatriða þar,* hvað þá að slíkt skyldi gert kleift án samþykkis aukins meirihluta þjóðarinnar. 

* Sbr. orð Ásmundar Einars Daðasonar (hér neðar á vefsíðunni):  Þjóðfundurinn 2010 var afdráttarlaus í afstöðu sinni til fullveldis Íslands og sagði bæði í upphafsorðum og niðurstöðum að stjórnarskráin ætti að vera sáttmáli sem tryggði fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson tók saman.


mbl.is Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldisframsal til Evrópusambandsins er tilgangurinn með 111. grein tillagna "stjórnlagaráðs"

ESB-innlimunarsinnar í s.k. stjórnlagaráði, sem störfuðu þar í umboði 30 lögbrota-þingmanna, voru nægilega öflugir til að koma þar í gegn fisléttu, áróðurshljómandi ákvæði um fullveldisframsal til Evrópusambandsins (það er það eina, sem þeir meina með 111. grein sinni*), ákvæði sem fer fram hjá flóknum, margvíslegum fyrirstöðum núverandi stjórnarskrár gegn fullveldisframsali. Tókst þeim að narra þar með sér alla aðra í "ráðinu"! Er það makalaus vísbending um vanhæfi þessa illa undirbúna hóps til stjórnarskrárgerðar.

Þetta eru lokaorðin í grein, sem nýbirt er hér og ástæða er til að minna á: Sannleikann segja Nigel Farage og félagar um fráleitt ofríki Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.

Hér má ennfemur minna á, að stjórnlagaráð var bæði umboðslaust frá þjóðinni og ólögmætt; skipan þess gekk jafnvel í berhögg við ákvæði stjórnarskrárinnar um aðgreiningu hinna þriggja sviða ríkisvaldsins, en þar fyrir utan braut hún í bága við almenn kosningalög og lögin um stjórnlagaþing, sem í fullu gildi voru, þegar alþingismennirnir 30 tóku sína ólöglegu ákvörðun.

* Tilgangurinn var ekki að ganga í neitt annað yfirríkjabandalag en ESB.

Jón Valur Jensson. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband