Færsluflokkur: Evrópumál
16.11.2012 | 05:09
Brotlendir SAS?
Óróleikinn varðandi flugfélagið SAS vex. T.d. undirbýr danska ríkisstjórnin sig undir gjaldþrot félagsins, sem mundi hafa alvarleg áhrif á Kastrup flugvöllinn og atvinnulíf í Kaupmannahöfn, ef af yrði.
Forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt sósíaldemokrat, hvatti starfsmenn SAS að samþykkja sparnaðaráætlun SAS, þrátt fyrir að um uppsagnir og launalækkanir væri að ræða.
"Síðasta kallið" frá forstjóra SAS, Rickard Gustafson, þýðir að flugfélagið verður gjaldþrota, ef starfsmennirnir samþykki ekki uppsagnir og launalækkanir. Í Svíþjóð vex óróinn á flugvöllum landsins, þar sem SAS heldur uppi daglegum samgöngum. Margir eru alfarið háðir flugsamgöngum við Stockhólm. T.d. ferðast árlega um 200 000 farþegar milli Kiruna og Stockhólms og lest tekur meira en 15 tíma í stað klukkutíma flugs. Svipaða sögu er að segja um Östersund og aðra bæi í Norður-Svíþjóð. Í Suður-Svíþjóð er ástandið betra með fleiri flugfélög, sem veita þjónustu.
Verkalýðsfélögin í Svíþjóð gagnrýna hugmyndir SAS um launalækkun starfsmanna allt niður í 80 sek á tímann, sem yrði meðal lægstu launa í landinu, ef gengi eftir. Formaður sænska Alþýðusambandsins LO sagði
"að stundum væri betra að fyrirtæki færu á hausinn í stað þess að vera haldið lifandi á skilmálum, sem brjóta alfarið í bága við gerða kjarasamninga."
Forstjóri SAS segir enga aðra lausn vera en gjaldþrot, ef starfsmenn samþykki ekki launalækkun eða uppsagnir.
Þetta er okkar "finall call."
Vandræði SAS koma með fullum þunga á sama tíma og fjöldi sænskra stórfyrirtækja eins og Husqvarna, Erixsson, Volvo, Stora Emso, SCA og Telia hafa lagt viðvaranir um uppsagnir starfsmanna. Bara í októbermánuði með 10 000 manns og 7 500 í september í Svíþjóð . Þunginn í uppsögnunum vex jafnt og þétt, 45 000 manns hefur verið sagt upp það sem af er ársins í Svíþjóð. Starfsmaður vinnumálastofnunar Svíþjóðar segir, að þótt uppsagnirnar hafi enn ekki náð sama hraða og 2008, þá sé enginn atvinnuuppgangur sjáanlegur fljótlega eins og gerðist þá.
"Við megum því búast við mjög löngum og köldum vetri."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 09:39
Til hamingju með blaðið, Heimssýn! - og af hinum meðvirku (Samfylkingu og stjórnlagaráði) í yfirráðasókn ESB eftir íslenzkum fiskveiðiauðlindum
- "Evrópusambandið krefst þess að fjársterkum aðilum í ESB verði gert leyft að fjárfesta óhindrað í íslenzkum útgerðum. Íslenzk stjórnvöld mótmæla ekki kröfum ESB.
- Össur Skarphéðinsson og Samfylkingin ætla að fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu. Svo einfalt er það."
Þetta er meðal þess sem lesa má í nýútkomnu blaði, sem hefur væntanlega farið í aldreifingu, frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Myndarlegt er blaðið 16 bls., og ritstjóri þess Páll Vilhjálmssonblaðamaður, einn alvinsælasti Moggabloggarinn. Í blaðinu kennir fjölmargra grasa, og verður minnt á fleira í því hér á næstunni.
En augljós er sókn ESB-valdsins á hendur Íslandi, ekki einungis í makrílmálinu, þar sem óbilgirni þessa stórþjóðabandalags hefur verið deginum ljósari á síðari árum og umfram allt á þessu ári, með hreint ótrúlegum hætti gagnvart sjálfri "umsóknarþjóðinni" eins og þeir voga sér sumir ESB-sinnarnir að kalla okkur, sem aldrei höfum beðið um þá "aðild" (annað fagurmælið) að þessu stórveldabandalagi.
Grunnregla ESB, sem auðveldlega getur verið notuð til að feykja burt fallvaltri "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers ESB-ríkis, er jafn aðgangur að fiskimiðunum,* en þar til viðbótar er ekki hægt að komast fram hjá því, að við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008, bls. 9.)**
Þó er í gildi stjórnarskrárregla, sem stendur jafn-skýrt GEGN frelsi útlendinga til uppkaupa á íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og Samfylkingin er skýr á því að vilja láta undan kröfum ESB í þessa átt.
Hitt er öllu lakara, að fyrirbæri sem lætur eins og það sér að bjarga Íslandi, "stórnlagaráð" svo kallað, sýndi sinn rétta lit ekki aðeins með ósvífnu fullveldisframsals-heimildarákvæði í 111. grein tillögudraga sinna (þeirra sem nú hafa verið leiðrétt í 75 atriðum af ríkisskipuðum lögfræðihópi!), heldur og með því að fella niður þetta mikilvæga ákvæði í eignarréttargrein stjórnarskrárinnar (þeirrar raunverulegu!):
- Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignarréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.
Eins og þetta stjórnarskrárákvæði hefur verið helzta lagastoð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í vörnum hans í ásælni kínverskra fjárfesta í landsvæði á stærð við Möltu í uppsveitum Þingeyjarsýslu, þannig er það einnig grunnstoð varna okkar gegn ásælni erlendra útgerða í uppkaup á þeim íslenzku.
En þessu mikilvæga varnarákvæði vill fyrrnefnt, umboðslaust stjórnlagaráð*** feykja burt! Augljóst er það með öðru um skaðsemisáhrif hinna allt of mörgu ESB-innlimunarsinna í því ríkisskipaða ráði.
* Í tilvitnuðu riti: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildarríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndarráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
** Sbr. einnig fyrrgreint rit, bls. 7: "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja."
*** Það hefur að vísu umboð frá 30 alþingismönnum, sem með því voru reyndar að brjóta þágildandi lög um stjórnlagaþing! (sjá nýja vefsíðu undirritaðs).
Jón Valur Jensson.
14.11.2012 | 10:54
Mörg evruríkin stöðvast í dag
Verkalýðsfélög í ýmsum evruríkjum, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu boða til allsherjarverkfalla í dag.
Allir helstu fjölmiðlar heims greina frá þessu.
Hér eru slóðir á greinar hjá EurActiv, BBC, WSJ, Reuters
Hér er slóð á auglýsingamynd frá spænskum verkalýðssamtökum.
Þrátt fyrir að forsætisráðherra Spánar þykist tímabundið vera að reyna stöðva 500 daglegar afhýsingar spánskra fjölskyldna úr húsnæði sínu, þá eru fjármálaöflin og bankarnir með fallöxina á almenningi.
Nákvæmlega sama sagan og á Íslandi nema í mörgum sinnum stærri og hrikalegri stíl.
Tónninn við heimsókn Angelu Merkel til Portúgal 12. nóv. er mjög harður.
Eftir opið bréf 100 listamanna til Merkel, þar sem hún var útlýst persona non grata í Portúgal, þá birtir blaðið I Informacao forsíðumynd af Angelu í dag þar sem hún er að breytast í svín.
Ein kveðjan til hennar er:
"Hail Angela, þeir sem munu deyja hylla þig."
Þetta var kveðja þrælabardagamanna í Rómarríki áður en bardagar hófust á leikvanginum að viðstöddum keisaranum.
![]() |
Víðtækar vinnustöðvanir í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2012 | 09:23
Sjálfsmorð Amaia Egana stöðvar yfir 500 daglegar afhýsingar á Spáni
Að evrukreppan krefur líf í suður Evrópu þykir kannski ekki fréttnæmt lengur. En líf Amaia Egana í Bilbao á Spáni stöðvar alla vega tímabundið um 500 daglegar afhýsingar skuldara á Spáni, sem ekki geta borgað íbúðarlánin sín.
Á föstudaginn átti að reka Amaia Egana úr íbúð sinni en hún hafði ekki borgað af íbúðarláninu í einhvern tíma. Bankinn lýsti hana gjaldþrota og þegar fulltrúar yfirvalda komu til að láta fara fram nauðungaruppboð á íbúðinni valdi hin 53 ára gamla Amaia Egana að binda endi á líf sitt með því að hoppa út um gluggann á fjórðu hæð. Amaia skilur eftir sig 21 árs gamla dóttur. 26. október hoppaði jafngamall maður út um glugga íbúðar sinnar í Burjassot, þegar hann frétti, að bera ætti hann út úr íbúðinni. Hann lifði af fallið. Daginn áður fannst jafnaldri hans látinn á heimili sínu í Granade eftir að honum barst tilkynning um nauðungaruppboð á íbúðinni.
Spánn fylgir sama sjálfsmorðsmunstri og Ítalía og Grikkland í kjölfar evrukreppunnar með 22 % aukningu í tíðni sjálfsmorðstilrauna 2011. Í Grikklandi jukust sjálfsmorð með 40% fyrri árshluta 2010. Á Ítalíu hefur sjálfsmorðstíðnin aukist með 52% frá 2005 til 2010.
Öll sjálfsmorð fá þó ekki sömu afleiðingar og sjálfsmorð Amaia Egana á Spáni. Þúsundir manna hafa brugðist við harmleiknum og farið í mótmæli gegn aðgerðum banka og yfirvalda, sem neyða Spánverja að yfirgefa heimili sín. Bankaútibú voru máluð með orðunum "morðingjar" og "kapítalistar." Þessi mótmæli hafa borið árangur.
Forsætisráðherrann Mariano Rajoy segir að núverandi lög leiði til "ómanneskjulegra aðstæðna" og vill stöðva tímabundið nauðungaruppboð og afhýsingu fólks. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, er á sömu línu.
Frá upphafi kreppunnar fyrir fimm árum síðan hafa yfir 400 000 spánskar fjölskyldur misst heimili sín. Atvinnuleysið er yfir 25% á Spáni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2012 | 19:05
Evrópuþingmaðurinn Cecilia Wikström fær morðhótanir eftir að hafa gagnrýnt Tonio Borg sem nýjan heilsuráðherra ESB

Í greininni ásakar Wikström Borg fyrir að vera á móti hjónaskilnaði, vera opinn hómófób og fyrir að vilja stjórnarskrárbinda lög um bann við fóstureyðingum.
"2011 varð hjónaskilnaður löglegur á Möltu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Borg greiddi atkvæði gegn fólkinu. Konur sem gangast undir fóstureyðingar á Möltu geta fengið allt að þriggja ára fangelsi. Á sama tíma er daginn-eftir-pillan bönnuð, þar sem eggið getur hafa frjóvgast. Borg er á móti því, að samkynhneigðir fái að lifa saman eða hljóta sömu félagsréttindi og gagnkynhneigð pör."
Cecilia Wikström telur, að Tonio Borg geti ekki sinnt starfi sínu, sem heilsuráðherra framkvæmdastjórnarinnar með slíkar persónulegar skoðanir, sem óhjákvæmilega muni rekast á við starf hans.
Gagnrýni Wikström vakti þegar athygli bæði í Svíþjóð og á Möltu og hefur nú orsakað fjölda hótana í formi tölvubréfa og símhringinga til Vikström, sem áður gegndi embætti sem prestur.
"Þetta eru persónur, sem draga í efa, að ég sé prestur og kristin og finnst ég vera hóra, sem eigi að brenna í helvíti."
Cecilia Wikström hefur ekki kært hótanirnar til lögreglunnar en segir í viðtali við Sænska Dagblaðið, að henni finnist þetta "óhuggulegt, því þeir hafa komist yfir einkatölvuadressuna mína og einkasímanúmer."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 03:17
"Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB)
- Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður])
- Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar.
Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement The European Unions enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti á ensku:
- Accession negotiations
- Accession negotiations concern the candidates ability to take on the obligations of membership. The term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidates implementation of the rules.
Er þetta ekki nokkuð augljóst, góðir lesendur? Snúast "aðildarviðræður" um að búa til samning? Nei, þær gera það ekki, er það ekki dagljóst af þessu plaggi frá Evrópusambandinu? "Inntökuviðræður fókusera á skilyrðin og tímasetninguna á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim." Punktur og basta. Ísland hefði engan varanlegan sér-"samning", ef það gengi í gegnum allt þetta ferli, heldur sameiginlegar skuldbindingar með öðrum Evrópusambandsríkjum, bara með mismunandi tímasetningu á sumum þeirra og hvernig þær komist í effektífa framkvæmd.
Hér yrði því vitaskuld -- það leiðir af ofangreindu -- að innfæra reglur Evrópusambandsins um jafnan rétt annarra ESB-ríkja hér til fiskveiða, sbr. það, sem fram kom í hinu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), m.a. þetta (auðk. hér, jvj):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt ... Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
- "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
- Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.) ...
- "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)
Um allt þetta, sem er "ekki umsemjanlegt", má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá, en sjá um þetta einnig ýtarlegri umfjöllun í þessari grein undirritaðs: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
Jón Valur Jensson.
11.11.2012 | 20:39
Myrkri slær á Aþenu, þegar Gylltri Dögun vex ásmegin
Fáni Gylltrar Dögunar felur ekki tengsl sín við blóðugasta fána tuttugustu aldarinnar. "Við viljum kasta öllum ólöglegum innflytjendum út úr landi okkar, við viljum kasta burtu okrurum þríeykisins og AGS út að eilífu."
Í niðurskurðarsærðu Grikklandi vex nýnazistaflokknum Gylltri Dögun ásmegin. Þingmenn þeirra heilsast að sið fasista á meðan gengi svörtu skyrtanna lemur innflytjendur. Margir af fremstu stuðningsmönnum þeirra eru lögreglumenn.
Nokkrum kvarterum í burtu dynur hávaði uppáhaldshljómsveitar Gylltrar Dögunar, Pogrom, úr hátölurum bráðabirgðasenunnar. "Rokkum fyrir föðurlandið, þetta er músíkin okkar, við viljum hvorki afætur né útlendinga í landi okkar..." Í söngvasafni hljómsveitarinnar eru vinsæl lög eins og Auschwitz og Talaðu grísku eða þú munt deyja.
Þannig ritar blaðakonan María Margaronis í The Guardian. (Sjá má mynd um ástandið hér.) María lýsir, hvernig ungir vöðvastæltir menn í svörtum einkennisbolum Gylltrar Dögunar heilsast: "Sæll fasisti! Hvernig gengur?" Chrysi Avgi, gyllt dögun á grísku. Ég halla mér að konu í merktum bol þeirra en þá kemur fljótt maður í jakkafötum og spyr: "Hvað ertu að skrifa? Ert þú blaðakona? Rífðu síðuna úr minnisblokkinni. Nei, nei, þú getur ekki rætt við neinn."
Í kvöld er verið að opna skrifstofu Gylltrar Dögunar í Megara, gamalli sveitaborg milli Aþenu og Kórintu. Með stuðningi fjölmiðla og lýðræðis opnar Gyllt Dögun skrifstofur í borgum um gjörvallt Grikkland og er núna þriðji stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum. Gengi svörtu skyrtanna hafa lamið innflytjendur í meira en þrjú ár án þess að lögreglan skipti sér af því. Svörtu skyrturnar hafa nýlega byrjað með ásásir á Grikki, sem grunaðir eru um samkynhneigð eða vinstri stefnu. Þingmenn taka persónulega þátt í ofbeldinu með stolti. Í september leiddu þrír þeirra gengi svartskyrtna, sem slógu sundur verslunarborð innflytjenda í borgunum Rafina og Messolonghi.

Sjaldan er kært eða dæmt í slíkum árásarmálum. Hussain Ahuhlam 22 ára sagði mér frá því, hvernig fjórir menn með hunda og hnúajárn skildu hann eftir blæðandi og meðvitundarlausan við vegkantinn, þegar hann var á leiðinni heim til sín einn daginn. 21 ára grískur maður af egypskum ættum var laminn 12. október af þremur mönnum með keðju, þegar hann steig af sporvagninum og kannski getur hann aldrei séð framar.
Maria Margaroni finnst hún hafa lent í hliðarheimi, þegar hún upplifir, hvernig ýmsir íbúar Megara klappa og fagna ræðu stofnenda og leiðtoga Gylltrar Dögunar, Nikolaos Michaloliakos. Sem Grikki þekkir María marga af þeim, sem nú taka þátt í að flytja óratóríu fasismans.
"Við gætum því næst verið komin aftur í fimmta áratuginn á milli hernáms öxulveldanna og borgarastyrjaldarinnar, þegar fyrri samstarfsmenn reyttu upp hatur gegn vinstri andspyrnuhreyfingunni."
Fleiri myndir birtast í The Guardian með greininni m.a. ein sem sýnir þingmenn Gylltrar Dögunar heilsa með fasistakveðju.
Þetta er skelfilegur vitnisburður um ískyggilega þróun í vöggu lýðræðisins, sem orðin er að nýrri vöggu vaxandi helvítis í suður Evrópu.
Það er einmitt þessi þróun, sem er uppskeran af brjálsemi jafnaðarmanna, sem reyna að móta allt fólk í stjórmálaformúlur sínar um sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, á sama tíma og þeir vinna með féfléttum að tæma sjóði landsmanna og hneppa komandi kynslóðir í skuldafjötra. /gs
![]() |
Vill að Grikkir fái meiri tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 17:44
Anders Borg varar sænsku bankana við að greiða út arð til eigenda

"Ég skal vera skýr með þetta; byrja bankarnir að ræða um að greiða út arð, þá skerpum við áhættuvægið. Núna er ekki staða fyrir bankana að hefja útborgun arðs til hlutafjáreigenda eða að endurkaupa hlutabréf, "
sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar á fundi ESB-nefndar sænska þingsins 9. nóvember.
Orðið áhættuvægi, sem hljómar svolítið tæknilega, táknar kröfu um eiginfjárbindingu bankanna til að geta mætt og staðið undir hugsanlegum áföllum. Ef Borg gerir alvöru úr hótun sinni, þurfa bankarnir að binda meira eigið fé til að geta staðið undir áhættusömum húsnæðislánum.
Fyrrum sósíaldemókratíski fjármálaráðherrann Thomas Östros er í dag framkvæmdastjóri sænska bankasambandsins, hann segir að bankarnir í Svíþjóð séu langt yfir eiginfjárbindingarskyldu sinni, sem þar að auki er hærri í Svíþjóð en hjá öðrum bönkum.
"Í markaðsefnahagskerfi verða eigendur og stjórnir að fá að greiða út arð," segir kratinn Östros.
"Ég reikna með því, að ríkisstjórnin sé bæði stolt og ánægð með hversu vel sænsku bankarnir eru fjármagnaðir."
Í dag skellur efnahagskreppa evrulandanna með fullum þunga á Svíþjóð og er hraði boðaðra uppsagna sænskra fyrirtækja rúm 1000 manns á viku (leiðrétt 12.okt. frá degi hverjum). það eru fremst útflutningsfyrirtæki á sviði stál- og pappírsiðnaðar en einnig hátæknifyrirtæki eins og Ericsson sem segja upp starfsfólki. Byggingariðnaðurinn fylgir þétt á eftir.
Kratarnir eru sjálfum sér líkir, loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda áfram spilltu líferni með vinum sínum í fjármálaheiminum.
![]() |
Hollt að hafa góðar húsreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 12.11.2012 kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 10:47
Norðmenn vilja frekar fríverzlunarsamning við ESB en EES-samninginn
Það rétt merst hjá Norðmönnum, að rúmur helmingur, 53%, styður EES-samninginn. Hins vegar segjast 45% frekar vilja fríverslunarsamning en EES-samninginn á móti 29% sem kjósa fremur aðildina að EES (Mbl.is, norsk könnun). Þetta er mjög íhugunarvert fyrir okkur Íslendinga.
Hér er í 1. lagi lýst eftir meintum ávinningi þess að hafa þennan EES-samning! Endilega tilfærið einhver rök fyrir því, tölum studd, ef þið getið!
En í 2. lagi hefur þessi samningur verið notaður lymskulega sem gervirök fyrir þeirri fölsku fullyrðingu, að "full ESB-aðild" væri betri!!!
Í 3. lagi er svo uppi hættuleg viðleitni sumra, jafnvel með þátttöku Bjargar Thorarensen lagaprófessors, um að sumt af (yfirvofandi) innfærslum ESB-laga hér í gegnum EES-samninginn sé svo alvarlegs eðlis, þ.e. gangi svo nærri fullveldisréttindum okkar (t.d. með því valdi sem ESB fengi hér til að leggja sektir á Íslendinga skv. nýrri fjármálafyrirtækja-tilskipun), að nauðsynlegt sé að setja inn í stjórnarskrá okkar heimild til fullveldisframsals.
Þarna tekur Björg algerlega rangan pól í hæðina. Þessi nýjasta fjölþreifni ESB eftir valdíhlutun í Noregi og á Íslandi, auk Liechtensteins, er ekki í neinu samræmi við það meginprincíp sem heita átti að væri tekið í gagnið með EES-samningnum, þ.e. um tvíhliða ákvörðunarferli. Ísland og Noregur vilja ekkert hafa að gera með þessa nýju tilskipun, hún á hér ekki heima frekar en ýmislegt annað frá Brussel. Þegae fjölþreifni ESB er komin á þetta stig, er komin full ástæða til að segja skýrt NEI og alls ekki að breyta stjírnarskránni á fyrrnefndan veg, enda væri það hættulegt fordæmi fyrir því að ganga lengra. Nú hins vegar er algerlega komið í veg fyrir það með gildandi stjórnarskrá, að stjórnvöldum hér leyfist að draga þjóðina inn í Evrópusambandið, því að 2. gr. hennar og margar aðrar kveða allar á um, að allt æðsta löggjafarvald á Íslandi skuli fólgið í innlendum valdstofnunum: Alþingi, forsetaembættinu og hjá þjóðinni sjálfri. En í ESB hins vegar er æðsta löggjafarvald yfir öllum ríkjunum fólgið í valdstofnunum ESB: ESB-þinginu og ráðherraráðinu. Þetta stendur skýrt í öllum aðildarsáttmálum, þótt pólitískir analfabetar viti ekkert af því og aðrir, ESB-snatarnir, láti ávallt sem ekkert sé vitað um "aðildarsamninginn væntanlega"!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Flestir vilja frekar fríverslunarsamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2012 | 22:45
Angela Merkel ráðlagt að halda sér heima. Listamenn í Portúgal segja hana ekki velkomna í heimsókn 12. nóv.

Við hefjum máls á því að segja, að við köllum þig einungis fyrir kanslara Þýzkalands. Við kusum þig ekki og þekkjum ekki til kanslara Evrópu. Við, sem skrifum undir þetta opna bréf, skrifum þér sem frjálsir borgarar. Meðborgarar í landi, sem þú ætlar að heimsækja 12. nóvember n.k., sem og meðborgarar í samstöðu með öllum löndum, sem eru undir niðurskurðarárásum. Vegna eðlis boðaðrar heimsóknar geta þeir, sem berjast daglega við hræðilegt efnahagslegt og þjóðfélagslegt ástand í Portúgal, ekki annað en sagt, að þú sér óvelkomin. Þú verður meðhöndluð sem persona non grata á portúgölsku yfirráðasvæði, þar sem þú kemur augljóslega til að blanda þér í málefni portúgalska ríkisins án þess að vera lýðræðislega kjörin af þeim, sem hér lifa."
Þannig hefst mótmælabréf listamanna (laus þýðing) á netinu vegna fyrirhugaðrar heimsóknar Angelu Merkel ríkiskanslara Þýzkalands til Portúgal 12. nóvember n.k. Í bréfinu segir enn fremur, að ríkistjórn Portúgals sé "hætt að hlýða lögum landsins og stjórnarskrá lýðveldisins." Þá er harðlega gagnrýnt að í för með Merkel verði hópur viðskiptajöfra, sem "koma til að ræna því sem eftir er af efnahag Portúgals, sem eins og í Grikklandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni, hefur verið sett í kalda kol með stefnu þinni."
"Í landinu okkar, sem við búum í, hefur nafn þitt aldrei verið á neinum kosningaseðli. Við kusum þig ekki. Þess vegna ert þú á engan hátt fulltrúi okkar og þaðan af síður með rétt að taka stjórnmálaákvarðanir í okkar nafni."
Í bréfinu er því haldið fram, að höfundar bréfsins ásamt öðrum muni standa fyrir allsherjarverkfalli, sem einnig verði í mörgum öðrum löndum í Evrópu þann 14. nóvember eða tveimur dögum eftir heimsókn Merkel til Portúgals.
Bréfinu lýkur með orðunum:
"Við höfum vaknað frú Merkel. Þú ert ekki velkominn gestur."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)