Færsluflokkur: Evrópumál

Lýðræðishjal ESB-sinnanna er innistæðulaust, sem og talið um "samninga við ESB"

"Þegar þeir sem komu í veg fyrir að þjóðin yrði spurð hvort stjórnvöld ættu að sækja um aðild að ESB láta eins og þeir séu sérstakir talsmenn lýðræðis beita þeir innihaldslausri orðræðu en ekki rökum," segir Sigm. Davíð Gunnlaugsson.*

Í Kryddsíld dagsins tóku bæði Jóhanna og Steingrímur afstöðu gegn því að leyfa þjóðinni að kjósa um það bráðlega að hætta viðræðunum um "ESB-aðild". Í bak og fyrir vilja þau ekki, að þjóðin hafi neitt um þetta mál að segja, fyrr en Evrópusambandið verður búið að dreifa hér áróðri fyrir hundruð milljóna króna og mútustyrkjum þar á ofan.

Svo er það nákvæmlega rétt, sem Sigmundur Davíð sagði um svokallaðar "samningaviðræður" við ESB í Kryddsíldinni. Í áramótahugleiðingu sinni orðar hann þetta harla skýrt:

  • Hér á landi hefur í nokkur ár staðið einstök og oft á tíðum furðuleg umræða um Evrópusambandið. Fáir hafa þó beitt sér fyrir aðild að ESB. Í stað þess er spurt: „Er ekki skynsamlegast að klára samningaviðræður og taka afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir, gefa þjóðinni lýðræðislegt tækifæri til að taka upplýsta afstöðu, á þjóðin ekki rétt á því?“ Þetta fellur allt vel að orðræðunni, hakað er við öll helstu stikkorðin; þjóðin, tækifæri, réttur, lýðræði, upplýst, viðræður, samningur.
  • Málflutningur þessi byggist hins vegar ekki á innhaldi eða rökum. Jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur reynt að útskýra málið. Leiðarvísir ESB varar við því að talað sé um samningaviðræður** enda gefi það til kynna að verið sé að semja um eitthvað. Raunin sé að viðræðurnar snúist um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að laga sig að reglum ESB. Þetta hefur síðan verið áréttað með bréfaskriftum.
  • Hver er raunveruleikinn? Stjórnvöld sem sækja um aðild að ESB lýsa með því yfir vilja til að ganga í sambandið. Viðræðurnar fjalla svo um það með hvaða hætti kröfur ESB um aðlögun verði uppfylltar. Umræða um könnunarviðræður til að sjá hvað er í boði svo hægt sé að taka „upplýsta afstöðu“ eru móðgun að mati ESB.*

* Í áramótahugleiðingu hans, Lýðræði taki við af „orðræði“, Mbl. 31. des. 2012.

** Sjá nánar hér, þar sem texti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þetta er birtur á íslenzku og ensku: "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB).

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland þakka lesendum sínum og bloggvinum árið sem er að líða og óska landsmönnum öllum farsældar og óskerts fullveldis á komandi árum.

JVJ. 


Helgispjöll í Safnahúsinu (Þjóðmenningarhúsi)

Utanríkisráðherra Eistlands er mættur í áróðursherferð fyrir Brusselbossa. Þetta eru ósvífnir tilburðir til að sannfæra Íslendinga um ágæti Evróputröllsins og sjálft Þjóðmenningarhúsið (Safnahúsið gamla) notað til þeirrar ósvinnu, til helgispjalla, vil ég segja, sem átti þar ófáa daga og ár við lestur og rannsóknir.

Nú er, eins og margir óttuðust, þegar stjórnvöld lögðu þetta hús undir sig, illa fyrir því komið margan daginn, með ýmissi misnotkun, en fáa hefði þó grunað það þá, að það yrði notað til að hýsa áróðursstarfsemi gegn Lýðveldinu Íslandi!

Safnahúsið er merkt að utan nöfnum ýmissa skörunga í mennta- og lærdómslífi Íslendinga, allt frá Ara fróða, Sæmundi fróða, Snorra Sturlusyni og Sturlu Þórðarsyni. Skyldi þá ekki bjóða við, því, ef þeir vissu, að nú er lærdómssetrið tekið undir áróðursfundi í þágu útþenslustefnu erlends stórveldis?

Litlu skárra en framangreint er hitt, að Sjónvarp þjóðarinnar var í kvöld notað til að koma þessum áróðursmanni á framfæri við allan almenning með blekkjandi "upplýsingum" sínum.

Lygimál fer þessi utanríkisráðherra með, þegar hann lætur sem afstaða Eistlendinga til Evrópusambandsins ætti að hafa áhrif á Íslendinga. Eistur, sem eru aðeins fjórum sinni fleiri en við, eru í gerólíkri stöðu. Það má segja, að þeir hafi fengið sjokk- og hryllingsmeðferð 20. aldar, meðan við fengum forréttinda- og framfara-meðferð. Við fengum hingað Breta og Bandaríkjamenn, sem virtu okkar stjórnskipan og stuðluðu að atvinnubyltingu, tækniframförum og lífskjarabyltingu. Eistlendingar fengu Sovétmenn, nazistíska Þjóðverja og svo aftur Sovétmenn, sem kúguðu þjóðina og fluttu ótalmarga í fangabúðir Gúlagsins.

Það er því vel hægt að skilja það, að Eistlendingar sóttust eftir aðild að NATO, eftir að þeir öðluðust aftur frelsi fyrir rúmum tveimur áratugum, og jafnvel að þeir sæktust eftir ESB-aðild í von um skjól frá sama volduga nágranna.

Að 80% Eista styðji nú "aðild" að ESB, verður að hluta til að skilja með hliðsjón af þessum myrka bakgrunni, sem og vegna bankakreppunnar, sem lék þá grátt, en að stórum hluta vita þeir þó ekki, við hverju þeir voru að taka í raun, því að Brusselbossar eiga eftir að draga ýmislegt ljótt upp úr sínum hatti, áður en yfir lýkur. Evrópusambandið á eftir að notfæra sér sínar margvíslegu valdheimildir í sáttmálunum og halda áfram, eins og ráðgert er, að fækka tilfellum neitunarvalds ríkjanna. Smáþjóð eins og Eistur mun ekkert hafa að segja til að stöðva Evrópusambandið í fyrirætlunum þess -- og þaðan af síður myndu Íslendingar fá tækifæri til slíks. Samrunaferlið mun halda áfram, það er lögmálið sem knýr ráðandi stórþjóðir sambandsins áfram.

Utanríkisráðherra Eistlands höfðar til landbúnaðarstyrkja ESB, en þegir kirfilega um þá staðreynd, að nú er rætt um að leggja þá af að verulegu leyti. Þótt Frakkar spyrni við fótum, breytir það því ekki, að styrkjakerfið, sem nýtzt hefur til að friða marga í Evrópusambandinu, er auðvelt að afleggja, þegar ESB-valdastéttin hyggur tíma til kominn að láta til skarar skríða. Það sama á við um sjávarútvegsstefnuna. Grunnstefna ESB er jafn aðgangur að fiskimiðunum, en "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hverrar þjóðar er TÍMABUNDIN ráðstöfun, jafn-auðhætt að nota hana eins og það var auðvelt fyrir ráðherraráð ESB að búa hana til.

Ísland hefur öllu að tapa í grundvallar-auðlindum sínum, en ekkert varanlegt að vinna, með því að "ganga í" Evrópusambandið, en hitt hentar Brusselbossum að senda hingað blekkingarmeistara (einn þegar innmúraðan í Brussel-elítuna, með tryggt ofurhálaunastarf þar eftir stjórnmálastarf í eigin landi) til að agitera fyrir afsali fullveldis Íslands í þágu hins sama Evrópusambands og áhrifaríkja þar, m.a. Bretlands og Spánar.

Réttast væri, að sett yrði á fót mótmæla-varðlið  sannra Íslendinga til að andmæla kröfuglega (á staðnum) þeirri misnotkun á þjóðargersemum eins og Safnahúsinu að gera það að ræðupalli ESB-útsendara í þágu útþenslustefnu stórveldisins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sáu kostina við aðildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta er tækifærið! ... Algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug"

"Það er ekki einu sinni farið að sjá í það hvenær landbúnaðar- og sjávarútvegskaflinn verði opnaður, þannig að þetta er komið út í þær ógöngur, að ég tel algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug. Og hún hefur það miklar upplýsingar og fylgist það vel með og er það innvikluð í þennan málaflokk að ég treysti henni fullkomlega til að geta tekið upplýsta afstöðu," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþm. í athyglisverðu viðtali við Mbl.is, eftir hina mjög svo fréttnæmu tillögu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um að stöðva beri viðræðurnar og taka þær ekki upp aftur nema þjóðin hafi kosið um það.

Þetta er sköruleg framganga, sem fagna ber. "Þetta er tækifærið," segir Ragnheiður með hliðsjón af stöðu málsins, þegar ljóst er, að VG eru að þrotum komnir í málinu, jafnvel Steingrímur jólasveinn, með yfirlýsingum síðustu daga,og afstaða utanríkismálanefndar ekki aðeins skýr, heldur kunn viðræðuforingjum Evrópusambandsins, Füle og fulltrúa ESB-þingsins, þannig að hér á ekkert að koma þeim á óvart, enda hafa þeir raunar vitað af andstöðu ísl. þjóðarinnar við ESB-"aðild" (innlimun) í öllum skoðanakönnunum allan tímann frá því að bjölluat Össurar hófst árið 2009.

JVJ.


mbl.is Þjóðin geti kosið um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Lundúnum ESB-málsvari?

Svo hefur undirritaðan grunað sterklega. Í kvöld blasir annaðhvort við megn vanþekking Sigrúnar Davíðsdóttur á málefnum Möltu (sem hún kaus þó að ræða og það sem e.k. hliðstæðu Íslands) ellegar gróf málsvörn hennar fyrir Evrópusambandið. Ber henni þó að fjalla um málefni af hlutlægni og sízt að stefna hagsmunum Lýðveldisins Íslands í tvísýnu, þ.m.t. með villandi áhrifum á hlustendur útvarpsins.

Sigrún talaði í Spegils-þætti Rúv. í kvöld m.a. um erfiðar viðræður um sjávarútvegsmál við Evrópusambandið, þótt síðar verði, en sagði Möltubúa og ESB hafa náð niðurstöðu um þau mál þannig, að báðir aðilar hefðu getað verið ánægðir. Hitt sleppti hún að nefna, að Möltubúar hafa mjög takmarkaðan einkaaðgang að landhelgi sinni, sem og að heildarafli þeirra sjálfra er ekkert til að tala um, eitthvað um 1800 tonn á ári (hálfur ársafli sumra togara við Ísland), þannig að þetta er ekki neins konar hliðstæða við Ísland og fordæmið heldur ekkert fagnaðarefni fyrir neinn, jafnvel ekki bullandi ruglaða ESB-taglhnýtinga á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


Ekki bjargar evran Spáni

Hrikalega er komið fyrir Spáni, eins og Elvira Pinedo lýsti í Silfri Egils. Almennt atvinnuleysi þar er nú 26,2%*. 6.480 milljarða kr. var Spánn að biðja um og fá samþykki fyrir hjá ESB (39,5 ma. evra), en allt fer það fé til nokkurra banka, ekki alþýðunnar.

* Í okt. sl. (Fréttabl. í dag, s. 4). Atvinnuleysi í Evrópusambandinu var þá 10,7%, þ.e. 26 milljónir manna, þar af 19 milljónir á evrusvæðinu margrómaða, þar sem er 11,7% atvinnuleysi. Yfir 50% ungs fólks á Spáni er atvinnulaust. Svo halda menn eins og t.d. Sighvatur Björgvinsson á Bylgjunni í dag) áfram að mæla með evrunni sem "stöðugleika"-björgunarúrræði fyrir Íslendinga!

JVJ.


mbl.is Spánn óskar eftir aðstoð frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mario Monti, rétt eins og Angela Merkel, talar í fullri alvöru um möguleikann á úrsögn Breta úr ESB

Monti sagði að það væri ... afar leiðigjarnt þegar Bretar færu fram á, "sem skilyrði fyrir því að vera áfram um borð í þessu mikla evrópska skipi, ákveðnar undanþágur, tiltekin frávik sem gætu orðið til þess að göt kæmu á skipið, það sigldi ekki eins vel eða hreinlega sykki." (Af fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph og hér á Mbl.is.)

Monto vill halda Bretum í Evrópusambandinu: "Það er vandamál varðandi Bretland. Ég er einn þeirra sem eru þeirrar skoðunar að við þurfum að halda Bretum áfram í Evrópusambandinu," segir hann.

Greinilega eru raddir um allt annað:

  • Monti sagði að sumir í ESB teldu að þeir hefðu minni áhyggjur ef Bretland segði skilið við sambandið. „Ég held að sumir í Frakklandi séu þeirrar skoðunar. Ég er sannfærður um að við verðum að komast að málamiðlun við Bretana." (Mbl.is).

Svo alvarleg er staðan, að "hann [sagðist] hafa sagt við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í þessum mánuði þegar þeir hefðu hitzt að hann yrði að koma afstöðu Breta til ESB á hreint. Spyrja yrði brezka kjósendur hreint út hvort þeir vildu vera áfram í ESB." Hér má minnast þess, að í nýbritri skoðanakönnun brezkri reyndust 65% vilja "slíta naflastrenginn við Brussel," eins og Hallur Hallsson blaðamaður, formaður nýstofnaðs Þjóðráðs, orðar það í góðri grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag: Samsæri gegn fullveldi Íslands.

Auk ummæla Montis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur Angela Merkel nýlega sagt að "Bretland gæti einangrazt ef það segði skilið við ESB," -- talar sem sé í fullri alvöru um þann möguleika og lætur kannski skína í vissa hótun um leið.

Ekki blæs nú byrlega fyrir allri "samvinnunni" og "samstarfinu", sem átti að einkenna þetta ríkjasamband. Samt halda íslenzkir innlimunarsinnar áfram eins og ekkert hafi í skorizt og bjóða til sín Göran Persson til ræðuhalda til að halda að okkur einföldum, kólnuðum lummum til stuðnings þessu bandalagi gamalla nýlenduríkja.

En þið tókuð eftir byrjuninni hér: Það er ekki vel séð í þessari meintu paradís, að ríki séu að óska eftir undanþágum frá lögum og reglum ESB. Þar eiga að gilda sömu lög um öll meðlimaríkin, enda eru undanþágurnar bara tímabundnar rétt eins og styrkirnir sem notaðir eru til að lokka heilu þjóðirnar inn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar kjósi um veruna í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járn í járn í VG

Ef Ögmundi Jónassyni verður misdægurt á næsta kjörtímabili, mun Rósa Björk Brynjólfsdóttir "alþjóðasinni" (les: ESB-sinni), kona Kristjáns Guys Burgess ESB-sinna, taka þingsæti hans. Svo naumt er bilið milli fullveldistryggðar og þeirra sem vilja afsal æðsta fullveldis í löggjafarmálum o.fl. málum í þeim flokki.

Jafnvel Ögmundur ber reyndar ekki alhreinan skjöld í þessum fullveldismálum. Hitt hefur hann gert: að verja landið gegn jarðeigna-ásælni Kínverja, studdur af þeim 2. tölulið 72. greinar stjórnarskrárinnar, sem Samfykingin vill feigan og viðhlæjendur hennar í "stjórnlagaráði" köstuðu á glæ, þegar þeir settu saman nýja og verri smíð.

  • Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjördæmi var það sama uppi á teningnum. Þar tóku 769 manns þátt í forvali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%. (Mbl.is)

Þó er þetta ekki eins mikil fækkun og hjá grasrótinni, því að fylgi VG hefur helmingazt frá kosningunum 2009. Svo fer þeim sem svíkja sína huldumey.

Jón Valur Jensson.


mbl.is VG lítur í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert framferði stjórnlagaráðs?

Að menn búi til fislétta stjórnarskrárheimild sem Evrópusambandið og áhangendur þess á Íslandi geta notað til að fá auðvelt tækifæri til að afsala æðsta fullveldi okkar í löggjafarmálum til Brussel, verðskuldar það virðingu mína eða þína? En þetta var partur af gjörðum stjórnlagaráðs, og ekki var við það komandi, að fólkið fengi að greiða atkvæði um þá tillögu sérstaklega. -- JVJ.

Vertu eins harður við ESB og Thatcher!

maggie_2353616b

Orðin eru borgarstjóra Lundúnarborgar, Boris Johnsson og hann beinir þeim til forsætisráðherra Bretlands, David Cameron.

Ástæðan eru kröfur hinna ómettandi í Brussel, sem sífellt vilja hækka fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins og heimta þar að auki aukið fé í ofanálag til ársins í ár og næsta ár, af því að þeir hafa farið fram úr fjárlögum.

"Forsætisráðherrann ætti að geta stöðvað allt samkomulag um meiri eyðslu Brussel jafnvel fram yfir dagsetningu samkomulags næsta árs" segir borgarstjóri London.

Orð Boris Johnson auka pressuna enn frekar á forsætisráðherra Breta við fjárlagaumræður ESB, sem hefjast í Brussel á fimmtudag.

Cameron er sagður vilja frysta upphæð fjárlaga ESB fyrir 2014-2020 en margir íhaldsmenn telja, að það dugi ekki heldur verði að skera niður fjárlög ESB, sem aftur á móti ýmsir ráðherrar segja að sé ómögulegt.

"Það er kominn tími fyrir David Cameron að setja á sig ljósa hárkollu og dúvubláa drekt, sveifla handtöskunni fyrir ofan höfuðið og skella henni á borðið með orðunum: 'No, non, nein'" sagði Boris Johnson.

Bretar eru orðnir afar þreyttir á ESB og búrókrötunum í Brussel. Meirihluti þeirra vill yfirgefa sökkvandi skútu Evrópusambandsins.

Virðist sem allt, sem frú Thatcher sá að mundi gerast, hafi gerst og gott betur.  

 


mbl.is Meirihluti Breta vill úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

59,6% hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, 40,4% á móti afturköllun

Þetta kom í ljós í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn í sept.-okt. sl., og eru hér einungis taldir þeir, sem afstöðu tóku í könnuninni. Hlutlausir voru 9,9%, hlynntir afturköllun 53,7%, en andvígir aðeins 36,4%. Í hliðstæðri könnun sumarið 2011 voru 51% hlynnt afturköllun, en 38,5% á móti. "Nýja könnunin sýnir að þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina." (Heimssýn, á forsíðu nýútkomins 16 síðna upplýsingablaðs.)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband