Bloggfærslur mánaðarins, september 2019
15.9.2019 | 01:34
Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna sem formann, hallan fyrr og síðar undir evrópska stórveldið
Fylgishrun flokksins hefur blasað við og nokkuð ljóst að það tengist formanninum, sem tvívegis gekk þvert gegn stefnu landsfunda, fyrst í Icesave-máli, svo orkupakkans. Skoði menn áhuga BB á ESB-aðild 2008, rennur kannski upp ljós fyrir mörgum, að í raun slái hjarta hans með Brussel-elítunni og útópíum hennar fremur en kappsamri þjóð þessa harðbýla lands.
Í Vísisgreininni Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB kemur þessi mikli áhugi hans og samherjans Illuga Gunnarssonar næsta skýrt í ljós. 13. desember 2008 lýstu þeir í Fréttablaðinu yfir þeim vilja sínum "að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið [!!!] og að innganga í sambandið [!!!] verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Þetta er alls ekki stefna Sjálfstæðisflokksins og hefur aldrei verið! En Bjarna hefur tekizt að koma sér þar svo þægilega fyrir, að hann hefur þar greinilega öll tögl og hagldir og getur brotið niður mótstöðu með því augljóslega að kúga samflokksmenn sína á þingi til að beygja sig jafnan fyrir stefnu hans, hver sem hún er.
Sem betur fer tókst, með miklu grasrótarstarfi meðal almennings og með órofa samstöðu þáverandi forseta Íslands, að hrinda Icesave-atlögu vinstri stjórnar Jóhönnu og bandamanna hennar í leiðitömum fylgishópi Bjarna Ben. í Sjálfstæðisflokknum 2009-2011. En þegar komið var fram á árið 2019 var fylgispektin við Bjarna í þingflokknum orðin nær alger í orkupakkamálinu, og hafa margir flokksmenn greinlega kosið fremur að styðja Miðflokkinn.
En undir kraumar bullandi óánægja. Það eru aðeins örfáir dagar síðan Jón Gunnarsson alþm. undirstrikaði óánægju sína svo skýrt, að hann kvaðst jafnvel reiðubúinn að hætta að verja ríkisstjórnina vegna einhliða ofverndunar hins umboðslausa umhverfisráðherra á stórum hlutum landsins. En vitað er einnig, að Jón hefur verið meðal fleiri óánægðra þingmanna með áberandi forræðishyggju Bjarna Ben. í málefnum flokks og ríkisstjórnar.
Jón Valur Jensson.
Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2019 | 01:48
Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði virt -- RÚV ekki með á nótunum?
Í skoðanakönnun 6.-8. sept. kom fram að 54% eru hlynnt því að Brexit-niðurstaða þjóðaratkvæðisins sumarið 2016 sé virt, 25% voru því ósammála, en 21% tóku ekki afstöðu. Hér sést (í könnun fyrirtækisins ComRes fyrir breska dagblaðið Daily Telegraph) að drjúgur helmingur Breta telur með Boris Johnson, "að virða eigi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í Bretlandi, þar sem meirihluti kjósenda samþykkti að landið skyldi ganga úr Evrópusambandinu" (Mbl.is).
Þegar aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, voru 68,3% sammála því að virða Brexit-niðurstöðuna, en 31,7% ósammála.
Af þeim sem kusu með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu 2016 vilja 35% nú að Bretland gangi úr sambandinu. Tæpur helmingur, eða 49%, er andvígur því að útgöngunni verði frestað frekar en 29% eru hlynnt því. Þá vilja 43% að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings ef sambandið gefi ekki eftir en 32% eru því andvíg.
Hátt í helmingur Breta, eða 44%, vill frekar yfirgefa Evrópusambandið án samnings en að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Bretlands, en þriðjungur er á öndverðum meiði. Helmingur aðspurðra sagðist telja það ólýðræðislegt af hálfu þeirra þingmanna sem væru að reyna að koma í veg fyrir að Bretland gengi úr sambandinu í ljósi loforðs þingsins um að framkvæma niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Rúmur fjórðungur, eða 26%, sagðist því ósammála. (Mbl.is)
Þessi býsna eindregnu viðhorf brezks almennings virðast lítt fá að njóta sín í almennum fréttaburði Ríkisútvarpsins af Brexitmálum. Ítrekað er því einnig slegið upp að varpað sé skugga á Johnson og vaktar efasemdir um heilindi hans. Iðulega er neikvæður tónninn í fréttaritara Rúv í Lundúnum, Sigrúnu Davíðsdóttur, sem virðist hallari undir álit Brussel-manna en brezkra stjórnvalda. Væri fróðlegt að fá upplýst, hve margar boðsferðir hún hefur þegið til Brussel.
Jón Valur Jensson.
Vilja að þjóðaratkvæðið verði virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2019 | 00:21
Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helmingaskiptaflokkar sækja á!
Svo snemma sem 2016 var Bjarni Ben. ásamt frændum sínum Ben. Ein. og föður hans Einari Sveinssyni (föðurbr. BB) að styðja hvern til forsetaframboðs? Davíð Oddsson? Ekki aldeilis, heldur Guðna Th.! --- og voru þar í hópi annarra sem studdu Guðna, þ.á m. orkufyrirtækja!!* Hafa þeir þá skipulagt þennan orkupakka sjálfum sér í hag með svona löngum fyrirvara -- og útvalið Guðna sem þægan bandamann og dælt í hann styrkjum?!
Helmingaskiptaflokkar sækja fram
Listinn frá Ríkisendurskoðun er stórmerkilegur, og þar vaða uppi helztu menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en "Viðreisn" kemur einnig við sögu. Kannski engin furða að grunsamlega þögull og leiðitamur var Framsóknarflokkurinn með orkupakkamálinu í vor og sumar. Svo virðist sem gamla Halldórs Ásgrímssonar- og Finns Ingólfssonar-liðið hafi náð undirtökunum í því, sem eftir er af flokknum, ásamt Valgerði Sverrisdóttur (öll fyrrv. ráðherrar) og að með þeim sé líklega Ólafur Ólafsson úr Samskipum (einu stórfyrirtækjanna, sem ágengum, vopndjörfum mönnum tókst að losa út úr SÍS-samsteypunni og ná valdi yfir).
Ekki er Finnur Ingólfsson nefndur á nafn meðal þeirra sem studdu kosningasjóð Guðna Th. 2016, en Finnur er sagður standa fjárhagslega á bak við Ásmund Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokks í núverandi ríkisstjórn, og hans ótrúlega stórtæku áform um vindorkuver á jörðum í Dalasýslu. Svo fjárfrek eru þau áform (nú þegar í forvinnslu, m.a. hjá Vegagerð ríkisins, og ljósleiðari þegar kominn á framkvæmdasvæðið), að þau myndu aldrei borga sig að óbreyttu raforkuverði frá því sem nú er, en með sæstreng gæti verðið tvöfaldazt til þrefaldazt og gífurleg gróðavon í því fyrir nýjar virkjanir sem gamlar (þær sem gírugir munu einnig sækja í að ná undan Landsvirkjun eftir að hafa hlutað hana sundur). Meðal slíkra nýrra virkjana væru þá einnig vindorkuver.
Þvílík er áætlun Ásmundar Einars og félaga, að þeir hyggjast reisa á jörðum hans á Sólheimum í Laxárdal 27 vindmyllur með 68 metra löngum spöðum og með framleiðslugetu upp á 115MW, rúmlega á við tvær Hvalárvirkjanir. "Steypumagnið sem flytja þarf upp á Laxárdalsheiðina mun getað slagað hátt í 200.000 tonn" (Gunnar Heiðarsson, aðal-heimildarmaður minn um þetta). Tvær aðrar vindorkuvirkjanir eru svo fyrirhugaðar vestanlands, við Garpsdal og á Hróðnýjarstöðum við Búðardal, samtals þessar þrjár með afköst allt að 375MW (á borð við Búrfellsvirkjun).
Með þessu og öðrum slíkum í kjölfarið (t.d. á hinni víðfeðmu Grímsstaðajörð olíufurstans Jims Ratcliff) væri því boðið heim að gerbreyta ásýnd íslenzkrar náttúru og jafnvel sjálfum barnamálaráðherranum gefið tækifæri til að höggva skarð í arnastofninn eða útrýma honum með vindmyllum sem ná upp í 175 metra hæð!
Á þessu myndbandi --- deildu af Facebók frábærs greinahöfundar og verkfræðings, Sigurðar Oddssonar -- má sjá hvernig vindmyllur berja niður stærðar erni eins og ekkert sé.
Sjálfstæðisflokks-stuðningsmannagengið við Guðna Th. 2016 er úr sjálfum kjarna flokksins. Þar eru þessir áberandi:
Einar Sveinsson.................................................... 300.000 (föðurbróðir Bjarna Ben.)
Borgun hf (fyrirtæki sem náðist billega út úr Landsbankanum)................................................... 200.000 (Bjarni sjálfur Benediksson, Benedikt Einarsson og Einar Sveinsson áðurnefndur; Benedikt er sonur hans)
Arctic Green Energy Geothermal ehf......................... 400.000 (Haukur Harðarson og Illugi Gunnarsson, fyrrv. ráðherra; sá síðarnefndi var líklega helzti bandamaður Bjarna Ben. við Austurvöll, og saman áttu þeir fræga eða öllu heldur alræmda grein í Morgunblaðinu þar sem augljóslega var verið að agitera fyrir ESB-innlimum Íslands).
Becromal Ísland ehf................................................... 50.000 (Eyþór Arnalds, oddviti XD)
KOM ehf, kynning og markaður................................. 400.000 (Friðjón R Friðjónsson; hann er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Ben. og átti sæti í kosningastjórn Guðna Th. vegna forsetaframboðsins og vinnur nú sem erindreki fyrir Atlantic Superconnection, sem er með áform um að leggja raforku-sæstreng milli Íslands og Skotlands! -- já, einmitt slíkur studdi framboð Guðna Th. 2016!)
Ursus ehf................................................................ 400.000 (félag Heiðars Guðjónssonar, sæstrengs- og vindmyllumanns, fjárfestis sem stefnir einarður að sæstreng, en hann er tengdasonur Björns Bjarnasonar, fyrrv. dómsmálaráðherra, hins óþreytandi orkupakka-málsvara á Moggabloggi!); já, einnig þeim tengdafeðgum mun hafa litizt vel á að fá Guðna Th. í lið með sér 2016!
Og ekki er allt komið enn úr röðum "sjálfstæðismanna":
Bláa Lónið ehf........................................................ 200.000 (Guðlaugur Þór Þórðarsson og Helgi Magnússon)
En hver er Helgi? Þessi sami sem á hér líka prívat og persónulega þetta framlag í kosningasjóð Guðna Th. 2016:
Helgi Magnússon................................................... 400.000 (50% eigandi Fréttablaðsins, einn af stofnendum Viðreisnar). Já, um þetta -- að styðja Guðna Th. til forsetakjörs -- sameinaðist Valhallargengið og einn máttarstólpi ESB-flokksins Viðreisnar!
En eru framlög Framsóknarflokks-fylgjenda rýrari? Um það skal ekki fullyrt hér, það þarf að skoða betur allan listann í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármögnun kosningaskrifstofa framboðanna 2016. En þessa má þó tiltaka:
Askja hf................................................................ 100.000 (Ólafur Ólafsson)
Samskip hf............................................................. 400.000 (Ólafur Ólafsson, aftur sá eini sanni)
Vogabakki ehf........................................................ 400.000 (Ólafur Ólafsson, enn sá eini sanni, drjúg framlögin frá honum)
Svo er hér e.k. rúsína í pylsuendanum:
Wow air ehf........................................................... 400.000 (Skúli Mogensen)
Hvað var hann að gera hér? Vildi hann fá Guðna í lið mér sér að auglýsa Wow air? Einhver myndi kannski leyfa sér all-djarfa, en ósannaða samsæristilgátu: Að Engeyjar-gengið (sem svo mjög hamaðist við að styðja Guðna) hafi mögulega bent Skúla á, að ef hann yrði nú meðfærilegur og sletti góðri summu í framboð eins óskakandídats á Bessastaði, þá fengi hann kannski hagstæða meðferð síns fjármálaævintýris?
* Sjá hér (úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um styrki til forsetaframbjóðenda 2016): https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2238792/ --- já, takið eftir, að ítrekað koma Engeyingar þar við sögu!
Jón Valur Jensson.
Auðlindir og orkumál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2019 | 12:29
Röddum sem krefjast úrsagnar úr EES fjölgar
Umræðan um orkupakka ESB og ískyggileg niðurstaðan (ráðamenn jafnvel að spá í þann 4.) hefur aukið efasemdir um EES-samninginn.
Skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu virðist benda í þessa átt. Þar var spurt í gær og til hádegis í dag: "Á Ísland að ganga úr EES?"
Svörin voru mjög eindregin:
79,69% Já
18,32% Nei
1,99% Hlutlaus
Andinn meðal hlustenda stöðvarinnnar hefur mjög verið gegn 3.orkupakkanum, yfir 90% í nýlegri könnun.*
En að mati undirritaðs, sem hann er ekki einn um, hefur fátt á seinni árum aukið jafnmikið tortryggni gagnvart EES-samningnum eins og orkupakkamálið allt á þessu ári. Ekki hefur verið sýnt fram á neina gagnsemi innihalds þessa pakka fremur en þess fyrsta og annars fyrir okkur Íslendinga. Einþykkni aðstandenda þriðja pakkans og viljaleysið til að fresta málinu um nokkrar vikur, sem og fréttir um undirbúning sæstrengsmála og afar kostnaðarsamra vindmyllugarða, sem munu ekki borga sig nema til komi sala rafmagns úr landi, allt eykur þetta tortryggni varfærinna manna, sem eins og heiðursmaðurinn Ásmundur Friðriksson alþm. vilja ekki taka neina áhættu með fullveldi Íslands og fulla stjórn okkar á náttúruauðlindum okkar fagra lands.
En orkupakkamenn geta eignað sér drjúgan hlut í ástæðum þess, að menn skoða nú uppsögn EES-samningsins með vaxandi áhuga! Þau mál má einnig skoða í samhengi við aðra þróun heimsviðskipta, sem átt hefur sér stað og nánar verður fjallað um hér í nýrri grein.
* Sbr. HÉR
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt 4.9.2019 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)