Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

Hafa þarf auga með því að stjórnarskrárvinna fari ekki á villugötur vinstri manna

Nú vill ríkisstjórnin endurskoða stjórnar­skrána í heild á þessu og næsta kjör­tímabili. Í 1. lagi er engin þörf á heildar­endur­skoðun. Í 2. lagi er vísað í fyrri vinnu, sem sum hver var ófarsæl. Í 3. lagi verður ekki séð, að gætt verði þess umfram allt að tryggja mikil­vægustu stoðir lýðveldisins með því að setja þetta fram sem markmiðið:

"Mark­miðið er að þegar yf­ir­ferðinni verði lokið end­ur­spegli ís­lenska stjórn­ar­skrá­in sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóðar­inn­ar og renni traust­um stoðum und­ir lýðræðis­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands."

Þessi mannréttindi eru þegar tryggð í gildandi stjórnarskrá! Hitt mætti raunar lagfæra: skekkjuna í lýðræðis­legum réttindum hreyfinga og flokka til að fá menn kjörna á Alþingi og að afnema forrétt­indi stóru flokkanna til að fá ómælt fé frá skatt­greiðendum til flokks­skrifstofa sinna.

Stærsta mál stjórnarskrárinnar (eins og jafnvel Þjóðfundurinn viðurkenndi) er að tryggja fullveldi og sjálfstæði lýðveldisins, en í hinu ólöglega skipaða "stjórn­laga­ráði" var unnið að því af undirferli að koma því svo fyrir að afnema ýmis trygg­inga­ákvæði núgildandi stjórnarskrár, en setja í staðinn inn nýtt ákvæði, 111. gr., sem bauð upp á snögga og billega aðferð til að afsala fullveldis­réttindum ríkisins í hendur erlends stórveldis (Evrópu­sambandsins); og þar að auki var í nýrri 67. gr. komið í veg fyrir, að þjóðin fengi að krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um að segja upp því ósjálfstæða sambandi við stórveldið!

Snakk um, að unnið verði með opnum, gagnsæjum hætti verður ekki til bjargar nú fremur en fyrri daginn.

Í 22-fréttum Sjónvarpsins í kvöld var rætt um málið við Katrínu Jakobsdóttur. Skv. henni sé það fyrst og fremst auðlinda­ákvæði og annað um þjóðaratkvæða­greiðslur, sem flokkur hennar, Vinstri græn, leggi áherzlu á. Ekki er þó vitað til þess, að flokkur hennar hafi sett sig á móti hinni ófyrir­leitnu tillögu "stjórnlaga­ráðs" um að eftir innlimun landsins í Evrópusambandið fái þjóðin alls ekki að krefjast þjóðar­atkvæðagreiðslu til að fá færi á því að losa sig úr þessu stórveldi!

Eins og fyrr er full ástæða til að menn fylgist gjörla með því, hvað stjórnmála­flokkar landsins, sem lítt hefur verið treystandi, eru að bralla með þessi fullveldis­mál Íslands. Áróðrinum er ennfremur haldið sleitulaust áfram fyrir "nýrri stjórn­ar­skrá", ESB-vænni og landsölu-miðaðri, í greinum í Fréttablaðinu, manna eins og Þorvaldar Gylfasonar, Ole Bildvedt og sérlegra vina Þorvaldar í Vesturheimi, sem eiga að ljá þessari hreyfingu þeirra trúverðugleika!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnarskráin verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband