Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017
23.7.2017 | 10:19
Vilja að Pólverjum verði ekki refsað af ESB
Ungversk yfirvöld ætla ekki að líða það að Evrópusambandið beiti Pólverja þvingunum vegna breytingar á lögum þar í dómsmálum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, heitir því að koma Pólverjum til varnar gegn íhlutun Evrópusambandsins. Pólverjar telja sig vera að vinna gegn spillingu sem verið hafi í dómskerfinu, og öldungadeild þingsins þar hefur samþykkt lagafrumvarpið sem felur í sér að allir núverandi dómarar verði settir af og að dómsmálaráðherra velji dómara í þeirra stað. Vitaskuld er málið umdeilt, en Ungverjar vilja þó ekki, að Pólverjum verði refsað með því að svipta þá atkvæðisrétti í ESB.
Það er í hag Evrópu og í anda vinabanda Póllands og Ungverjalands að herferðin gegn Póllandi gangi ekki eftir [...] Ungverjar munu beita öllum mögulegum lagaúrræðum til þess að sýna samstöðu með Pólverjum. (Mbl.is, úr ræðu Orbans sem hann flutti við háskóla í Transsylvaníu.)
Nánar má lesa um þetta í frétt Mbl.is hér fyrir neðan.
JVJ.
Orban kemur Pólverjum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2017 | 12:24
Fylgi ESB-sinna er mjög veikt
62,3% eru andvíg inngöngu í ESB og 37,7% hlynnt, í nýjustu könnun MMR, þegar taldir eru þeir sem afstöðu tóku. Enn hærra er hlutfall þeirra sem eru mjög andvígir inngöngu (31,7%) miðað við hina sem eru mjög hlynntir henni (11,3%). Sem sé: Rúmlega helmingur þeirra, sem eru andvígir inngöngu landsins í stórveldið, eru MJÖG andvígir henni, en langt innan við þriðjung þeirra, sem eru hlynntir, eru MJÖG hlynntir inngöngu.
Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009, hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum [...] Þá vekur athygli að þrisvar sinnum á undanförnum mánuðum hefur MMR mælt þá sem hlynntir hafa verið því að ganga í sambandið færri en þá sem ekki tekið afstöðu með eða á móti. (Hjörtur J. Guðmundsson á Mbl.is.)
Þrátt fyrir þennan mikla mun er engin ástæða til að láta deigan síga í baráttu fyrir því, að Alþingi lýsi formlega yfir, að Össurarumsóknin svokallaða, frá 2009, verði afturkölluð, enda gekk hún gegn sjálfri stjórnarskránni. Að hafa hana enn í skúffu hjá býrókrötunum í Brussel er okkur til hneisu, og þótt Gunnar Bragi Sveinsson hafi stærilátur sent bréf þangað, veit hann að það er ekkert mark tekið á því. Það gefur honum ekki ástæðu til stærilætis, að í því máli var hann af hræðslugæðum eða í meðvirkni að láta undan sameinaðri áróðurssókn ESB-Fréttablaðsins, fréttastofu Rúv, sem vinnur í málinu gegn hagsmunum þjóðarinnar, og ýmissa stjórnarandstöðumanna, þegar þetta mál var í umræðu og fundað um það á Austurvelli fyrir fáeinum árum.
Jón Valur Jensson.
Fleiri á móti inngöngu í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2017 | 15:03
Fréttablaðið með Evrópusambands-áróður, vísar til meintra mistaka með Brexit, á sama tíma og Trump væntir stórkostlegs samnings USA við UK!
Í 2. sinn á stuttum tíma er aðalritstjóri Fréttablaðsins, Kristín Þorsteinsdóttir, með eindreginn áróður fyrir Evrópusambandið og aðild Íslands að því; öðruvísi verða orð hennar undir lok leiðara í dag naumast skilin.
Út frá einni skoðanakönnun: "að 60% kjósenda vilji endurskoða afstöðuna sem birtist í atkvæðagreiðslunni í fyrrasumar" (nokkuð sem felur þó ekki sjálfkrafa í sér eindreginn vilja til að verða áfram í ESB) leyfir hún sér að fullyrða, að "langflestir" séu "sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag." Þetta er of djörf staðhæfing, og skoðanakannanir eiga það líka til að breytast skjótt eftir ríkjandi vindum hverju sinni, í fjölmiðlum og stjórnmálum
Ekki ber Kristín það við að líta neitt til umræðunnar um þann jákvæða ávinning sem blasir við Bretum að endurheimta að fullu sína fiskveiðilögsögu eftir úrsögnina. Hefði ritstjórinn þó vitaskuld átt að minnast á það, úr því að hún er að nota þarna tækifærið til að predika yfir Íslendingum að tímabært sé að athuga meinta kosti ESB-aðildar. En sú aðild myndi rústa fullveldisréttindum okkar á hafinu og gera okkur skylt að meðtaka ALLA Evrópusambandslöggjöf hér eftir sem bindandi. Vill Kristín það í alvöru?
Þar að auki er þunnur hljómur í evru-meðmælum hennar vegna sterkrar krónu. Fróðari menn mæla eindregið gegn upptöku evru hér.
Svo hefur ritstjórinn naumast heyrt nýjustu fréttir þegar hún skilaði af sér leiðaranum, því að þar, á hennar eigin Vísi.is, er þessi frétt í dag: Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð. (Sjá einnig Mbl.is-tengil hér fyrir neðan.) Varla hefur þetta þau áhrif að veikja stöðu Bretlands í efnahagslífi heimsins!
Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag.
* Sjá einnig blogg Heimssýnar: ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum
Jón Valur Jensson.
Trump á von á mjög öflugum samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretland (UK) | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)