Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Það er ekkert að marka Benedikt, rammhlutdrægan gegn íslenzku sjálfstæði, leiðitaman ESB og óvin meintra óvina þess

Bandaríkin hafa ekki "sagt pass" við Ísland, þótt Benedikt ESB-málpípa segi svo, grípandi línuna frá Merkel. Uncle Sam var ekki "vondi karlinn", heldur Evrópu­sambandið: dæmdi okkur til að borga Icesave, vildi ekki unna okkur makrílveiða, reyndist Færeyingum líka afleitlega með viðskiptabanni.

Við getum flest þakkað fyrir að hafa ekki lent inni í Evrópusambandinu, enda værum við þá nú að borga Icesave-reikninga, ættum sáralítinn makríl-veiðirétt, værum með ESB-sjómenn hér í fisk­veiði­lögsögunni eins og Bretar, hefðum ekki okkar sveigjan­legu krónu, heldur værum í líku fari og Írar sem bölva evrunni og njóta ekki okkar ferða­manna­sprengju, og þar að auki værum við svo með þessi Brussel-­tröll hangandi yfir okkur með ógnanir og hótanir um að við myndum hafa verra af, eins og Bretar, ef við skyldum voga okkur að reyna að verða sjálfstæð þjóð og fullvalda á ný með úrsögn úr Evrópusambandinu!

En Bandaríkin hafa hvorki brugizt okkur né Evrópu. Við fengum vel útilátna Marshall-aðstoð, sem fjármagnaði Áburðarverksmiðjuna, Sementsverksmiðjuna og tvær Sogsvirkjanir, auk þess sem "kanavinnan" við ýmsar framkvæmdir, aðallega á vellinum, átti um gott árabil drjúgan þátt í að við komumst þá bærilega af. Bandaríkin gáfu okkur sjálfan Keflavíkurflugvöll. Jafnvel löngu seinna borguðu þau lungann af byggingarkostnaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Til að kóróna viðskiptasögu okkar við Bandaríkin tókst við viðskilnaðinn að véla út úr þeim allar varnarliðseignirnar, fjöldann allan af herstövarhúsum, þjónustu­hús og mörg hundruð íbúða, á tombóluverði (og margt af þessu svo fengið billega í hendur einkavinum valdhafa hér).

Aldrei hafa Evrópríkin hjálpað okkur með neinum slíkum hætti, sízt Evrópu­sambandið, sem hirðir frekar af okkur framlög í þróunarhjálp fyrir slökustu ríkin í austurhluta þess ofurbákns, þótt þau komi okkur ekkert við.

Og það eru Bandaríkin sem hafa staðið, okkur að kostnaðarlausu, undir vörnum Íslands öllum öðrum fremur í meira en sjö áratugi. Varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn er enn í fullu gildi, hve mjög sem Benedikt Jóhannesson reynir að láta sem okkur sé meira traust í Evrópusambandinu!

Þrívegis hafa Bandaríkin bjargað Evrópu frá sjálfri sér:

  • í fyrri heimsstyrjöld,
  • í síðari heimsstyrjöld
  • og í Kalda stríðinu.

Þessu má Benedikt ekki gleyma í ásthrifni sinni af Evrópusambandinu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Freki karlinn ræður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram­fara­flokk­ur­inn í Nor­egi snýst alfarið gegn inngöngu í ESB

Evr­ópu­sam­bandið hefur fjar­lægzt upp­haf­legt mark­mið sitt að stuðla að friði, frelsi og sam­vinnu í Evr­ópu, en verður sí­fellt meira skriffinnsku­bákn, segir í álykt­un flokks­ins. Tillaga  ut­an­rík­is­mála­nefndar ­flokks­ins, að hann leggist form­lega gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, var samþykkt. Áður hefur Fram­fara­flokk­ur­inn haft þá stefnu (líkt og ýmsir tvístígandi flokkar hér á landi), að málið yrði út­kljáð í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Frá þessari nýju stefnu, sem samþykkt var á flokks­þingi um helg­ina, segir á frétta­vef norska rík­is­út­varps­ins, NRK.

947750 2

Fyr­ir lands­fund­inn, und­an­farna mánuði, höfðu Siv Jensen fjármálaráðherra og aðrir forystumenn flokksins talað á þessum nót­um, en vax­andi andstaða hefur verið inn­an hans við inn­göngu í Evrópusam­bandið, sbr. frétt mbl.is: „Í dag myndi ég kjósa nei“, og pistil hér: "Ég mundi segja nei!" - Hressandi andblær af ESB-höfnun norska fjármálaráðherrans.

Fram­fara­flokk­ur­inn mynd­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn Nor­egs ásamt Hægri­flokkn­um en þing­kosn­ing­ar verða í land­inu í haust.

Fram­fara­flokk­ur­inn vill einnig semja um end­ur­bæt­ur á samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Nor­eg­ur er aðili að ásamt Íslandi, Liechten­stein og öll­um ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Vill flokk­ur­inn að samn­ing­ur­inn verði túlkaður með þrengri hætti til þess að standa bet­ur vörð um full­veldi Nor­egs og þjóðar­hags­muni. (Mbl.is)

Fagna ber því, að línurnar verða hér skýrari eftir en áður og Noregur enn fjær því en fyrr að geta hugsað sér að ganga inn í Evrópusambandið.

Vegna hlið­stæðrar hagsmunastöðu Íslands gagnvart ESB má þetta verða okkur ágæt fyrirmynd.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hafnar inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandsmál geta haft mikil áhrif á frönsku forsetakosningarnar

Macron er ekki 100% öruggur með sigur í frönsku forseta­kosn­ing­un­um. Enn koma upp atvik sem geta breytt vígs­töðu þeirra Le Pen. 2/3 fylg­is­manna Melen­chons kjósa hann ekki.* Frekja Macrons í garð Pól­verja hjálp­ar ekki heldur.** Stjórn­vizka kemur ekki sízt fram í orð­um og yfir­lýsingum.

Mörgum er lítt að skapi að láta ESB stýra stór­streymi múslima inn í Evrópu, einkum ef til stendur að gera það varan­legt; tímabundin aðstoð er allt annað mál, bæði hér í álfu og þó enn frekar með hjálpar­starfi í heima­löndum músl­ima, ef mögulegt er, eða í nágranna­löndum stríðs­svæðanna, því að þannig fæst margföld nýting fjár­framlaga til flótta­manna­hjálpar miðað við allt þung­lama­lega batt­eríið í kringum slíkt hér í Evrópu.

Mjög svo ráðandi áhrif Angelu Merkel, kanzlara Þýzka­lands, á meðferð flótta­manna­mála eru greini­lega til óþurftar fyrir Evrópu­sambandið, eins og ráð hennar hafa gefizt illa í heimalandi hennar, þar sem t.d. tugir þúsunda flótta­manna og hælis­leitenda eru "týndir", finnast ekki, á sama tíma og lögreglan fæst við sífellt alvarlegri tilfelli af hryðjuverka­ógnunum.

* Melenchon er sósíalisti, og höfðu fylgis­menn Macrons reiknað með, að fylgis­menn þess fyrrnefnda myndu kjósa Macron, enda væru þeir miklir andstæð­ingar Le Pen og Þjóðfylk­ingar­innar. En tveir þriðju af stuðnings­mönnum Melenchons ætla nú óvænt annaðhvort að sitja heima eða skila auðu!

** Macron var að gefa út frekjulega framhleypna yfir­lýsingu sem beinist gegn sjálfræði og fullveldi einstakra ESB-meðlimaríkja. Þetta hjálpar honum ekki á síðustu 4-5 dögum fyrir kosn­ingarnar. Hann hefur nú 60% fylgi, gegn 40% hjá Marine Le Pen, og hefur ekki efni á að tapa því niður. Hið franska bann við skoðanakönnunum á kjördag og sólarhring fyrir kosningar getur svo aukið á spennuna. Og það er ekki nóg, að menn segist frekar standa með Macron en Le Pen, ef þeir nenna svo ekki að mæta á kjörstað eða skila jafnvel auðu! Tengsl hans við bankana þykja einnig mæla gegn honum, þótt talinn sé hann hafa staðið vel við bakið á Grikkjum í ESB-málum þeirra og ESB-seðlabankans.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Dræm kosningaþátttaka gæti skipt sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti bær við Brexit er Frexit. En þá verður ekki kátt í Berlaymont-höllinni!

Image result for berlaymont  Jafnvel for­setafram­bjóðand­inn, gervi-miðjumaður­inn Emm­anu­el Macron seg­ir í við­tali við BBC að gera þurfi breyt­ing­ar á Evr­ópu­sam­band­inu, ella standi ESB frammi fyr­ir Frex­it 

Það er ánægjulegt að menn séu einnig á megin­landinu farnir að átta sig á rangri stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, á ofurgræðgi þess í vald­heim­ildir sem skerða full­veldi þátt­töku­ríkjanna, og á margs konar afdrifa­ríkum stjórnunar­mistökum þess, fyrir utan allt bruðlið og spillinguna.

Fréttastofa RÚV hefur gert mikið með það, hvað Macron sé mikill ESB-maður, ólíkt frú Le Pen, sem vill þjóðar­atkvæða­greiðslu um úrsögn Frakka úr Evrópu­sambandinu.

En jafnvel þessi mótfram­bjóðandi hennar, "fyrrverandi" sósíalistinn (og þó Roth­schild-banka-vinurinn) monsjör Macron, vill ekki hrinda frá sér þeim kjósendum sem hafa sterkar efasemdir um þetta ofur­bandalag hátt í 30 ríkja. Já, hann úttalar sig skýrt:

„Ég er Evr­óp­us­inni. Ég varði gildi og hug­mynda­fræði sam­bands­ins ít­rekað í kosn­inga­bar­át­tunni vegna þess að ég tel hvort tveggja mik­il­vægt fyr­ir íbúa Frakk­lands og fyr­ir okk­ar stað í alþjóða­væðing­unni,“ seg­ir Macron. „En á sama tíma verðum við að taka á þessu ástandi. Hlusta á fólkið og þá staðreynd að það er reitt.

Macron seg­ir að það yrðu svik ef hann leyfði Evr­ópu­sam­band­inu að halda áfram á þeirri veg­ferð sem það væri á. „Og ég vil það ekki. Vegna þess að dag­inn eft­ir þá verður niðurstaðan Frex­it. Eða við fáum Þjóðfylk­ing­una [flokk Mar­ine Le Pen] aft­ur,“ seg­ir hann. (Mbl.is, leturbr. hér.)

Já, Frökkum o.fl. þátttökuþjóðum er alls ekki sama um, hvert Brussel­menn í skrifstofu- og funda­höllum sínum eru að leiða þjóðirnar, með ógætilegri efnahags- og peninga­málastjórn, með inngripum í jafnvel stjórnar­skrármál ríkjanna, með allt of opinni stefnu gagnvart því að fá milljónir múslima inn í álfuna og með undar­legum samn­ingum við einræðis­stjórnina í Tyrklandi sem fær mörg­hundruð milljarða króna afhentar í mútufé árlega fyrir að vísa ekki flótta­mönnum beinustu leið inn í Evrópu.

ESB-gjaldmiðillinn, evran, hefur þegar reynzt þónokkrum þátttöku­þjóðanna hinn versti fjár­hags­klafi um háls og seint fengin nein lausn á vanda Grikkja, Ítala, Portúgala, Íra o.fl. þjóða.

Og svo kemur í ljós, að þrátt fyrir fagur­mæli Lissabon-sáttmálans um rétt þjóð­anna til að segja sig úr Evrópu­samband­inu, þá eru menn í Berlaymont-höllinni og í Berlín og París á fullu við að valda Bretum sem mestum búsifj­um vegna ákvörðunar meirihluta þeirra um að segja skilið við sambandið. Þar er m.a. um stórar álögur á þá að ræða, sem ESB-menn vilja leggja á brezka ríkis­sjóðinn, eina risaálöguna eftir aðra; og svo eru Brussel-menn jafnvel farnir að reyna að kjlúfa brezka ríkjasambandið í herðar niður, nú síðast með því að leggja til, að Norður-Írland verði eftir í ESB eins og írska lýðveldið og í bandi með því! Þetta kemur þó ekki til af ást á írsku þjóðinni, sem mætti gjarnan sameinast, heldur er allt til marks um, að því fer fjarri, að Evrópu­sambandið sé neitt skárra en önnur stórveldi sem þjösnast áfram í vald­stefnu sinni og yfir­ráða­hneigð.

Íslendingar geta svo rétt ímyndað sér, hvernig þeim, um 240 sinnum minni þjóð en Bretar eru, hefði gengið að slíta sig lausa frá Evrópu­sambandinu, ef Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar, Árna Páli & Co., ásamt svikurum í öðrum flokkum, hefði tekizt að troða okkur í það stór­veldi, þegar við vorum sem veikust fyrir. Eitt er víst: að þá værum við nú að borga Icesave-reikninga, ættum sáralítinn makríl­veiðirétt, værum með ESB-menn hér í fisk­veiði­lögsögunni, hefðum ekki okkar sveigjan­legu krónu, heldur í líku fari og Írar sem bölva evrunni og njóta ekki okkar ferða­manna­sprengju, og þar að auki værum við svo með þessi Brussel­tröll hangandi yfir okkur með ógnanir og hótanir um að við höfum verra af, ef við vogum okkur að reyna að verða sjálfstæð þjóð og fullvalda á ný!

Til hamingju með sjálfstæðið, Íslendingar. Til hamingju með daginn, 1. maí. laughing

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frexit óumflýjanlegur án breytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband