Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
30.12.2016 | 18:12
Vonandi veit það ekki á illt á nýju ári, að Bjarni, studdur ESB-flokkum, er mættur á Bessastaði
Ótvíræðir ESB-hvolpar eru flokkarnir "Viðreisn" og "Björt framtíð". Aðeins á eftir að koma í ljós, hvort Bjarni Benediktsson reynist hafa bein í nefinu til að banda frá sér, í krafti landsfundarsamþykkta, öllu landsölugelti þessara tveggja sorglegu flokka. En kominn er hann nú með stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands.
Það er svolítil bót í máli, að hin óþjóðholla "Viðreisn" hrapar í fylgi í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallup, fær þar aðeins 7,4%, en Sjálfstæðisflokkurinn 29%. Ef eitthvað verður af stjórnarmyndun þessara þriggja flokka, þá er þess fyrst að geta, að hún nyti aðeins eins þingmanns meirihluta, en í 2. lagi hafa þessir flokkar einungis 45,1% fylgi.
Fullveldisvaktin og Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland þakka lesendum sínum samfylgdina það sem af er þessu ári og óska þjóðinni allri velfarnaðar á nýju ári.
Jón Valur Jensson.
Bjarni kominn aftur með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 31.12.2016 kl. 04:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2016 | 10:59
Víst er friðarhugur í Trump!
Hvers lags "frétt" er þetta á Mbl.is: "Enginn friðarhugur í Trump"?*
Víst er friðarhugur í honum! Hann vill að
- Bandaríkin hætti að hafa frumkvæði að stríðum úti um allan heim með innrásum og íhlutunum í innanríkismál ríkja,
- og hann vill draga úr kaupum á rándýrum vopnabúnaði til bandaríska hersins. Einmitt þess vegna hafa hlutabréf lækkað í bandaríska hergagnaiðnaðinum.
Gleymum svo ekki, að haukarnir í hermálum Bandaríkjanna sl. 8 ár hafa verið Barack Obama og Hillary Clinton, sem studdu loftárásir á Líbýu og ófarsælan stuðning við uppreisnaröfl gegn Assad-stjórninni í Sýrlandi, auk þess að skipta sér af rússneskum innanlandsmálum vegna Krímskagans, þar sem fólkið kaus að endurnýja langtíma rússnesk yfirráð allt frá frelsun hans undan Tyrkjasoldán á 18. öld.
Og í þessum freklega Obama-Clinton-Evrópusambands-yfirgangi taka íslenzk stjórnvöld þátt með viðskiptahöftum á Rússland!
Fréttamenn eiga ekki að snúa við staðreyndum.
* Þannig var frétt Mbl.is upphaflega. 20 mín. seinna hefur hún breytzt í: Enginn friðarhugur í Trump gagnvart Kína. Kannski sumir fréttamenn vilji, að Kína leggi ekki aðeins undir sig Suður-Kínahaf, heldur einnig eyríkið Formósu (Taíwan), en um það land hefur allt frá stríðslokum 1945 helzt verið ágreiningur milli stefnu kommúnista í Peking og Bandaríkjanna. Nú vilja sumir "friðarsinnar", að Bandaríkjastjórn hætti að ábyrgjast öryggi Taíwans!
Jón Valur Jensson.
Enginn friðarhugur í Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)