Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
31.7.2015 | 13:28
Stórhættulegri tillögu í stjórnlagaóráði stefnt gegn fullveldi
Endurbirt grein af Vísisbloggi JVJ 18. júní 2011.
Esb. og útsendurum þess hentar það albezt sem stjórnlagaóráðsmenn ástunda nú í C-nefnd sinni, annaðhvort í óráði eða af fjandskap gegn fullveldi lands og þjóðar.
Það sést af þessu:
- Þau vilja setja í stjórnarskrána ákvæði sem opnar á fullveldisframsal HVENÆR SEM ER.
- Þau vilja sundurskilja þetta frá þeim framgangsmáta sem hefur fylgt stjórnarskránni, að henni verði ekki breytt án þess að þing sé rofið og efnt til nýrra kosninga.
- Þau vilja einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um FULLVELDISFRAMSAL!
- Þau gera enga kröfu um aukinn meirihluta.
- Þau ganga fram hjá ægivaldi peninga- og áróðursafls 1560 sinnum fjölmennara ríkjasambands sem vill komast yfir okkar 858.000 fkm yfirráðasvæði í N-Atlantshafi.
Eftir slíka stjórnarskrárbreytingu (og kannski þeirri núgildandi allri skóflað út um leið í heild) gætu Esb-innlimunarsinnar kallað fram slíkt fullveldisframsals-þjóðaratkvæði HVENÆR SEM ER, hvenær sem ÞEIM hentar, hvenær sem BRUSSEL-valdaapparatið telur bezt að láta höggið ríða af gegn sjálfstæði okkar, og ÁHÆTTAN fyrir sitjandi (rauðbleikan eða öðruvísi ruglaðan) þingmeirihluta eða ríkisstjórn væri ENGIN: þau þyrftu ekki að fara frá, þótt tillagan væri jafnvel kolfelld - þau þyrftu enga ábyrgð að taka á því og gætu einmitt þvert á móti setið áfram og lagt fram sömu tillögu undir þjóðaratkvæði hálfu ári eða 2 eða 3 árum seinna eða hvenær sem Esb. telur sig vera búið að spúa hér út nægum áróðri sínum og flækja fleiri í sinn vanþekkingar- og blekkingarvef.
Jafnframt hefði þá sama ólögmæta stjórnlagaóráð búið svo um hnútana þ.e.a.s. ef Esb.sinnum þar og á Alþingi tekst að narra þessu inn á þjóðina að viss, lítill hluti kjósenda (alveg eins og hluti Alþingis) gæti hvenær sem er kallað fram slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri þá vitaskuld gert einna helzt þegar Esb.innlimunarsinnar teldu sinn illa málstað á uppleið í skoðanakönnunum.
Þetta hentar einmitt þeim bezt, sem ganga með landráðin í maganum.
ÉG LÝSI ÁBYRGÐ Á HENDUR ÞEIM, sem leika sér þannig vísvitandi eða í óráði að fjöreggi fullveldis okkar!
Jón Valur Jensson.
Sú er aukaástæða endurbirtingar þessarar vefgreinar, að 365 miðlar Jóns Ásgeirs hafa lagt niður gervallt Vísisbloggið, þar sem hundruð eða þúsundir Íslendinga höfðu birt hugsanir sínar, greinar, viðbrögð við fréttum, ljóð o.fl., án fyrirvara og án þess að menn væru svo mikið sem spurðir hvort þeim væri sárt um að skrif þeirra hyrfu. Er þetta sennilega grófasta atlagan að höfundarrétti Íslendinga og málfrelsi á síðari tímum. Flestir Vísisbloggarar munu þar hafa glatað því höfundarverki sínu, en undirritaður hafði verið svo forsjáll að taka afrit af sínu, ekki löngu áður en þetta vildi til, þó ekki af umræðum sem fylgdu á eftir greinunum. (Hér fylgir með einkennismynd mín á Vísisblogginu.) Eitthvað a.m.k. af greinum mínum á Vísisbloggi hefur verið og verður endurbirt á vefsíðu minni jvj.blog.is, nú síðast greinin Allt í ökkla eða eyra um stjórnarskrána hjá Þorvaldi Gylfasyni. --JVJ.
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2015 | 02:50
Grein í The Times: "Í ljós kom að það tryggir litlum ríkjum ekki öryggi að vera hluti af stærri einingu"
"Ef reynsla Íslands er borin saman við reynslu annarra lítilla ríkja, sem leituðu skjóls í faðmi ESB, kemur í ljós að þau standa verr að vígi en Ísland. Grikkland, Kýpur og Írland eru öll enn á hinum ýmsu stigum afneitunar, veiklunar eða ánauðar." Svo ritar Matt Ridley, þekktur þingmaður, rithöfundur og blaðamaður, í nýrrri grein í The Times (of London): Standið teinrétt (og lítil) utan ESB: Það virkar. (Greinin er þýdd á Eyjunni og þegar byrjuð þar fyrirsjáanleg móðursýkisviðbrögð ýmissa Eyjubloggara.)
"Það sem Ísland hafði fram yfir Írland og Grikkland var að hægt var að gengisfella gjaldmiðilinn og verða þannig samkeppnisfær," ritar hann. -- Merkilegt:
"Saga Íslands talar sínu máli um hversu hagstætt það er að vera sjálfstætt ríki. ... Ísland minnir okkur hin á að stærð er ekki nærri því eins mikilvæg og stjórnmálamenn vilja vera láta. Lítil lönd þrífast oft vel, til dæmis Nýja-Sjáland, Singapore, Eistland og Kúveit. Þau geta verið miklu liprari í ákvarðanatöku sinni.
Ef ríki með 320.000 íbúa býr yfir sjálfstrausti til að þrífast og dafna aleitt í Norður-Atlantshafi, eiga í viðskiptum við ESB en þó ekki flækt í net þess, af hverju getur þá ekki fimmta stærsta hagkerfi heims gert það sama?"
Og þarna talar Ridley um Bretland, en einnig HÉR:
"Ef við [BRETAR!] fengjum sjálfstæði okkar aftur myndi það auka áhrif okkar á þessum vettvangi [yfirþjóðlegra heimsviðskipta]."
Já, jafnvel Bretar hafa orðið að lúffa með sitt fyrra sjálfstæði í ýmsum málum vegna ráðríkis Evrópuaambandsins. ESB-taglhnýtingar Íslands hafa verið í afneitun á þessar staðreyndir, en nú fengu þeir ærna meðalagjöf við innanmeinum sínum.
PS. Já, og ekki var þetta ónýtur partur af grein Ridleys:
"Dæmið um Ísland er mikilvægt fyrir Grikkland, Bretland, Evrópu og heiminn, það sýnir að sjálfstæði virkar. Ísland og Grikkland lentu í jafnslæmu hruni fyrir sjö árum en nú er góður vöxtur á Íslandi, útflutningsjöfnuðurinn er jákvæður, atvinnuleysi er í lágmarki og lífeyrissjóðirnir standa sterkir að vígi. Fljótlega verður gengið frá samningum við eigendur föllnu bankanna þriggja og fjármagnshöftum verður aflétt.
Grunnstoðir landsins (fiskur, ferðamannaiðnaðurinn, jarðhiti og vel menntað vinnuafl) varð ekki fyrir áhrifum af kreppunni. Með aðstoð 60 prósenta gengisfellingar var stefnan sett á að vinna sig út úr niðurskurði og yfir í velmegun. Dregið var úr ríkisútgjöldum, stýrivextir voru hækkaðir og að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru fjármagnshöft sett á til að halda aftur af verðbólgunni. Með aðstoð veikrar krónu hefur fjöldi ferðamanna tvöfaldast á fimm árum og fiskveiðar eru í hámarki enda loðnu og þorskstofnarnir sjálfbærir."
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2015 | 14:43
Frábær er grein Styrmis Gunnarssonar í dag
Hann svarar gagnrýni ESB-sinna verðuglega, segir m.a.:
"Grikkir eru ekki lengur sjálfs sín ráðandi. ESB hefur meira að segja skv. "samkomulaginu", sem gert var um helgina, neitunarvald gagnvart lögum sem samþykkt eru á gríska þinginu!
Írar voru ekki sjálfstæð þjóð, þegar þeir voru þvingaðir til að taka ábyrgð á öllum skuldum írskra einkabanka.
Ítalir voru ekki sjálfstæð þjóð, þegar forsætisráðherra Ítalíu var flæmdur frá völdum með skipulegum aðgerðum.
Grikkir voru ekki sjálfstæð þjóð haustið 2011, þegar Papandreou var skipað að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hann hafði tilkynnt að fara mundi fram.
Fleiri dæmi má nefna af sama tagi."
Fyrsti hluti þessarar greinar Styrmis, Hvers vegna ekki opin skoðanaskipti sjálfstæðismanna um Ísland og ESB?, tekur á öðrum hlutum, frábærlega vel, en óþarfi að endurtaka þá hér, því að menn geta og þurfa að lesa þetta allt hjá honum sjálfum, þar er sannarlega hægt að hrífast og samsinna rökfestu hans, m.a. um það, sem leiddi hann að þessum lokarökum. Alveg er ljóst, að fullveldi norrænu ESB-landanna þriggja hangir aðeins í lausu lofti, meðan Evrópusambandið hefur ekki neytt sinna valdheimilda, eins og það hefur hins vegar nú þegar gert gagnvart Grikklandi, Ítalíu og Írlandi -- og raunar einnig Ungverjalandi, sem Evrópusambandið þvingar til að afnema löggjöf um seðlabankann í Búdapest* og hefur unnið gegn stjórnarskrá Ungverja.
* http://www.spiegel.de/international/europe/unlawful-constitution-eu-takes-legal-action-against-hungary-a-809669.html
Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2015 | 22:19
Guðlaugur Þór: EFTA-aðild betri en að vera í ESB
Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrv. ráðherra, stendur sig vel í því að kynna Bretum (m.a. á BBC, þar sem þessi mynd var tekin í dag) kosti þess að standa utan Evrópusambandsins, og má telja hér upp marga þeirra, t.d. um tollamál: "EFTA-ríkin standi utan sameiginlegra tollastefnu Evrópusambandsins. Ríkin geti þar með ekki aðeins átt í fríverslun við sambandið heldur einnig samið um fríverslun við ríki utan þess. Það sé nokkuð sem Bretland geti ekki sem hluti af Evrópusambandinu. Bæði Sviss og Ísland hafi gert fríverslunarsamning við Kína á síðasta ári. Bretar hafi ekki heimild til þess."
Þetta er meðal þess sem Guðlaugur og félagar hans í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR) hafa verið að benda á, en Guðlaugur er varaformaður þeirra samtaka.
Fríverslun og sjálfstæð þjóðríki hefur reynst mjög góð samblanda. Tekjur miðað við íbúafjölda eru að meðaltali 56% hærri í EFTA-ríkjunum en innan Evrópusambandsins. Bæði heimalönd okkar flytja meira út til sambandsins en Bretland," og:
Mörg ár eru síðan skoðanakannanir hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í sambandið í löndum EFTA. Ísland hefur formlega dregið umsókn sína til baka og hreyfing stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið í Sviss hefur viðurkennt ósigur sinn og hætt störfum. Hvað Noreg varðar sýndi síðasta skoðanakönnun 17,8% hlynnt inngöngu og 70,5% á móti, segja Guðlaugur og aðrir talsmenn AECR.
Og athyglisverður þessi punktur, að ef Bretland væri nú utan ESB, þá gæti Evrópusambandið ekki sannfært Breta um að ganga þar inn í dag. Bretland var áður í EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, og hefði trúlega allan hag af því að ganga í þau aftur.
JVJ
Fríverslun og sjálfstæði góð blanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2015 | 15:06
ESB reynir að þvinga þjóðir - og Rúvarar passa upp á þöggunina!
Grikkir láta ekki auðveldlega kúga sig - ekki einu sinni rúml. 500 milljóna Evrópusambandið! Þó reynir ESB það, jafnvel þvert gegn TRÚ Grikkja, en Rúv passar að þagga það niður.
Þessi frétt birtist á Ruv.is 1. nóv. 2014:
Gríska rétttrúnaðarkirkjan á móti bálförum
Gríska rétttrúnaðarkirkjan lýsti því yfir í gær að líkbrennsla væri vanvirðing við bæði trúna og mannslíkamann sem væri hof Heilags Anda, kirkjan myndi því ekki annast útför þeirra sem kysu að láta brenna sig og hver sá sem lýsti því yfir að hann hygðist gera það segði sig þar með úr kirkjunni.
Líkbrennsla var lögleidd í Grikklandi árið 2006 en enn hafa yfirvöld þó ekki veitt leyfi fyrir starfsemi líkbrennsluþjónustu í landinu. Kirkjan fordæmdi lögin á sínum tíma og sagði þau lykta af níhilisma. Borgarstjórarnir í Aþenu og Þessalóníku hafa ítrekað kallað eftir því að gefið verði leyfi fyrir starfseminni þar sem pláss í kirkjugörðum borganna er af skornum skammti. Bálfarir voru þó algengar í Grikklandi á fyrri öldum [Rúv meinar: í fornöld!], áður en kristni breiddist út.
Kaþólska kirkjan lagðist lengi vel gegn líkbrennslu og um tíma voru bálfarir bannaðar. Á 7. áratug síðustu aldar aflétti páfi banni við því að jarðneskar leifar kaþólskra væru brenndar; enn er þó mælt með því að látnir séu jarðsettir.
http://www.ruv.is/frett/griska-retttrunadarkirkjan-a-moti-balforum
Það, sem hin ESB-hlynnta Fréttastofa Rúv sleppti að minnast á, var að það var Evrópusambandið sem reyndi að þvinga þessum lögum upp á Grikki, þvert gegn trúarsannfæringu þeirra. Af hverju mátti það ekki heyrast né sjást á Rúvinu? Er það kannski í því hlutverki að birta síður það sem kemur illa út fyrir þetta valdfreka stórveldabandalag?
Og menn skulu skoða hnútuköst fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, Guys Verhofstadt, í garð grísk-orþódoxu kirkjunnar í ræðu hans í ESB-þinginu í gær (þar sem hann talaði yfir hausamótunum á Tsipras, forsætisráðherra Grikkja) í ljósi þess, að kirkjan stendur gegn Evrópusambandinu í áðurgreindu máli.
Jón Valur Jensson.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sekt eða ábyrgð ESB liggur í því, að allir vissu þetta. Það voru pólitíkusar ESB sem settu kíkinn fyrir blinda augað, vitandi vits að Grikkir voru að svindla. Þess vegna liggur mikil ábyrgð á þeim. Það réttlætir kröfuna um að þeir taki hluta skuldanna á sig, segir Össur [Skarphéðinsson í Facebókar-færslu] og bætir við, að þegar Grikkir hafi komist í þrot 2009 hafi hik, tafir og ráðleysi einkennt viðbrögð Evrópusambandsins. (Mbl.is)
Össur hefur áttað sig á því, að það er ekki hægt að afneita altöluðum staðreyndum alþjóðlega um þetta Evrópusamband hans!
Hvað verður nú af þeirri meintu "röksemd" Evrópusambands-innlimunarsinna á Íslandi, að ESB sé frábær valkostur til að losna við spillingu og aðra galla á íslenzkri stjórnsýslu? Hvað um þá staðreynd, að þetta er ekkert síður til staðar í hinu oflofaða Evrópusambandi, bara í miklu gígantískari mynd?!
Látið nú af þessari einsýni ykkar og ofdýrkun á þessu átrúnaðargoði ykkar, gyllta kálfinum í Brussel, Evrópusambandssinnar!
Jón Valur Jensson.
Pólitíkusar sekir en ekki almenningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2015 | 05:51
Berum af ESB-ríkjum um mikla atvinnuþátttöku
"Atvinnuþátttaka var á síðasta ári sú mesta meðal fólks á Íslandi á aldrinum 15-74 ára af löndum Evrópska efnahagssvæðisins, EES [þ.m.t. Evrópusambandsins], samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat." Moggi þessa fimmtudags segir nánar frá þessu.*
* http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1559099
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)