Grein í The Times: "Í ljós kom að það tryggir litlum ríkjum ekki öryggi að vera hluti af stærri einingu"

"Ef reynsla Íslands er borin saman við reynslu annarra lítilla ríkja, sem leituðu skjóls í faðmi ESB, kemur í ljós að þau standa verr að vígi en Ísland. Grikkland, Kýpur og Írland eru öll enn á hinum ýmsu stigum afneitunar, veiklunar eða ánauðar." Svo ritar Matt Ridley, þekktur þingmaður, rithöfundur og blaðamaður, í nýrrri grein í The Times (of London): Standið teinrétt (og lítil) utan ESB: Það virkar. (Greinin er þýdd á Eyjunni og þegar byrjuð þar fyrirsjáanleg móður­sýkis­viðbrögð ýmissa Eyjubloggara.)

"Það sem Ísland hafði fram yfir Írland og Grikkland var að hægt var að gengisfella gjaldmiðilinn og verða þannig samkeppnisfær," ritar hann. -- Merkilegt:

"Saga Íslands talar sínu máli um hversu hagstætt það er að vera sjálfstætt ríki. ... Ísland minnir okkur hin á að stærð er ekki nærri því eins mikilvæg og stjórnmálamenn vilja vera láta. Lítil lönd þrífast oft vel, til dæmis Nýja-Sjáland, Singapore, Eistland og Kúveit. Þau geta verið miklu liprari í ákvarðanatöku sinni.

Ef ríki með 320.000 íbúa býr yfir sjálfstrausti til að þrífast og dafna aleitt í Norður-Atlantshafi, eiga í viðskiptum við ESB en þó ekki flækt í net þess, af hverju getur þá ekki fimmta stærsta hagkerfi heims gert það sama?"

Og þarna talar Ridley um Bretland, en einnig HÉR:

"Ef við [BRETAR!] fengjum sjálfstæði okkar aftur myndi það auka áhrif okkar á þessum vettvangi [yfirþjóðlegra heimsviðskipta]."

Já, jafnvel Bretar hafa orðið að lúffa með sitt fyrra sjálfstæði í ýmsum málum vegna ráðríkis Evrópuaambandsins. ESB-taglhnýtingar Íslands hafa verið í afneitun á þessar staðreyndir, en nú fengu þeir ærna meðalagjöf við innanmeinum sínum.

PS. Já, og ekki var þetta ónýtur partur af grein Ridleys:

"Dæmið um Ísland er mikilvægt fyrir Grikkland, Bretland, Evrópu og heiminn, það sýnir að sjálfstæði virkar. Ísland og Grikkland lentu í jafnslæmu hruni fyrir sjö árum en nú er góður vöxtur á Íslandi, útflutningsjöfnuðurinn er jákvæður, atvinnuleysi er í lágmarki og lífeyrissjóðirnir standa sterkir að vígi. Fljótlega verður gengið frá samningum við eigendur föllnu bankanna þriggja og fjármagnshöftum verður aflétt.

Grunnstoðir landsins (fiskur, ferðamannaiðnaðurinn, jarðhiti og vel menntað vinnuafl) varð ekki fyrir áhrifum af kreppunni. Með aðstoð 60 prósenta gengisfellingar var stefnan sett á að vinna sig út úr niðurskurði og yfir í velmegun. Dregið var úr ríkisútgjöldum, stýrivextir voru hækkaðir og að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru fjármagnshöft sett á til að halda aftur af verðbólgunni. Með aðstoð veikrar krónu hefur fjöldi ferðamanna tvöfaldast á fimm árum og fiskveiðar eru í hámarki enda loðnu og þorskstofnarnir sjálfbærir."

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband