Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Til hamingju með 17. júní, íslenzka þjóð ... en

... ótrúlega frakkur er Fréttablaðsleiðarinn á 70 ára afmæli lýðveldisins. Þar gildir sú "sjálfsblekking neikvæðninnar" sem forseti Íslands talar um í dag í frábæru viðtali við sagnfræðing í Mbl.* En allt er gert til að draga úr ágæti og frábærri frammistöðu og framþróun lýðveldisins í þessum leiðara hjá Óla Kristjáni Ármannssyni, helzt undir yfirskini þess, að honum mislíki EES-samningurinn, sem er einmitt eitt helzta uppáhald ESB-innlimunarsinna (þrátt fyrir að hann hafi leitt til "útrásarinnar" stórhættulegu) og óspart notaður sem "rök" fyrir því að "fara alla leið inn", enda "vanti svo lítið upp á", eins og þeir ljúga endalaust að almenningi í þessu Fréttablaði og víðar.

Það eiga innlimunarsinnar sammerkt, að þeir geta ómögulega fengið það af sér að vera sammála Jóni forseta Sigurðssyni, að við Íslendingar "eigum að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið," eins og hann ritaði um í Nýjum félagsritum, XVIII. árgangi (1858), s. 109.

ESB-innlimunarsinnar vilja láta flytja ekki aðeins æðsta, heldur og RÁÐANDI löggjafarvald yfir landinu út til Brussel og Strassborgar. Öll lög, sem þaðan kæmu, yrðu samstundis að lögum hér og yrðu aldrei lögð fyrir Alþingi, forsetann né þjóðina. ÞETTA vilja þeir og skammast sín ekki einu sinni á sjálfum afmælisdegi Jóns Sigurðssonar og 70 ára afmæli lýðveldisins Íslands!

* Urðum að treysta á okkur sjálf – trúa á eigin málstað, nefnist viðtalsgrein Stefáns Gunnars Sveinssonar sagnfræðings við herra Ólaf Ragnar Grímsson. Þrjár blaðsíður eru helgaðar þessu efni í Morgunblaðinu í dag. Á meðan halda Fréttablaðsþjónar ESB-sinnans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar áfram að þjóna stórveldinu á meginlandinu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Lýðveldið var ekki sjálfgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband