Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Þarna geta Brusselbossar séð sér færi til myndunar bæði sambandsríkis og ESB-hers!

Skoðanakönnun meðal íbúa Evrópusambandsins gefur enn frekari ástæður til tortryggni af okkar hálfu gagnvart framtíðarhorfum þess. Meirihluti þeirra, sem taka afstöðu, er hlynntur því að sambandið þróist yfir í að verða að sambandsríki (eins og Þýzkaland og Bandaríkin), 34% frekar hlynntir og 11% mjög hlynntir, en 22% frekar andvígir og 13% mjög andvígir. Samrunastefnan er þarna á fullu, en þetta var raunar vilji ESB-þingsins þegar fyrir síðustu aldamót.

  • Ennfremur eru samkvæmt könnuninni 63% hlynnt því að Evrópusambandið komi sér upp einni utanríkisstefnu en 27% eru því andvíg. 73% eru að sama skapi hlynnt því að sambandið fái sameiginlega öryggis- og varnarstefnu en 19% á móti því. (Mbl.is, leturbr. hér.)
Hins vegar er meirihluti íbúa Evrópusambandsins á móti frekari stækkun þess; 52% eru á móti fjölgun ríkja sambandsins og 37% hlynnt fjölgun þeirra. Það sýnir svo græskuleysi margra Íslendinga, að 48% íslenzkra manna, sem tóku þátt í könnun kostaðri af ESB um þetta, eru hlynnt frekari stækkun Evrópusambandsins á móti 40% sem eru henni andvíg. 
  • Um er að ræða svokallaða Eurobarometer-skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. (Mbl.is)

En hér skal hnykkt á því, að valdamenn í Brussel geta nú séð færi á því að efna til meiri samræmingar á herjum sínum og herstjórn. Það hefur lengi verið í pípunum, en lítil hrifning fyrir því t.d. í brezka sjóhernum. En vitað er, að ráðamenn ESB vilja þetta, ella væri ekki hinar auð-nýtilegu valdheimildir fyrir Evrópusambandið í þessum efnum að finna í Lissabonsáttmálanum. Og jafnvel þótt þetta fæli kannski aldrei í sér herskyldu, myndu engin ríki sambandsins sleppa við framlag af einhverju tagi – fjárhagslegu hið minnsta – til þess samhæfða hers.

Og nú geta Brussel-bossar borið það fyrir sig, að þessi miðstýringar-hervæðing sé það sem almenningur í ESB vilji! Almenningur á meginlandinu er hins vegar græskulítill eins og fólk hér, og það að tala þarna um "öryggisstefnu" nægir eflaust í skoðanakönnun til að taka góða sveiflu í átt til þess, sem Brusselmenn höfðu ætlað sér. En líklegt er raunar, að æ fleiri hugsi þetta sem viðnám gegn frekari fólksstraumi múslima, og andstaðan við fjölgun ESB-ríkjanna kann einkum að byggjast á andstöðu við inntöku Tyrklands. Einboðið er raunar, að tilraunir til innlimunar Úkraínu í ESB muni kosta hættulega árekstra við Rússland Pútíns og Brusselmönnum affarasælast að gleyma slíku, og samt er sú útþensluhyggja sjálfum Herman van Rampuy ofarlega í huga, síðast þegar af honum fréttist!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja að ESB verði sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu

Rétt er að minna á, að Evrópusambandið – stórveldi sem enn gerir sig breitt gagnvart Íslendingum (en leggur síður í Norðmenn!) – hafði upp á sitt eindæmi SAKFELLT Íslendinga í Icesave-málinu, þ.e. Seðlabanki Evrópu, ESB-dómstóllinn og Lúxemborg og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þ.e. fulltrúar þessara ESB-stofnana, sem settust í gerðardóm yfir Íslendingum haustið 2008. (Þakkir séu Árna Mathiesen, þá ráðherra, að neita að skipa fulltrúa Íslands í þann gerðardóm.)

Skeikulleiki þessara ósvífnu aðila var hlálega auglýstur fyrir augliti þjóða heims fyrir um einu ári, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn úrskurð um, að íslenzka ríkinu og almenningi hér bæri ekkert að borga vegna þessara Icesave-reikninga, jafnvel ekki málskostnaðinn!

Sjáið nú, hversu fráleitt það er fyrir Íslendinga að treysta þessum Seðlabanka Evrópu (ESB-fyrirbæri), en í höndum hans yrðu okkar gjaldeyrismál, ef Ísland léti innlimast í Evrópusambandið og yrði þá neytt til að taka upp evruna! Þessi sami Seðlabanki Evrópu hefur nú þegar reynzt okkur jafnvel enn verr í Icesave-málinu heldur en framkvæmdastjórn ESB og kommissararnir þar í makrílmálinu!

Á svo að bjóða okkur til þess óvinafagnaðar?!

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að "mikilvægt [er] að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki,“ en þarna svaraði hann spurður um 556 milljarða kr. kröfu Hollenska seðlabankans DNB og breska innistæðusjóðsins FSCS á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. „Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli,“ sagði hann, og rétt er það. En hann má líka öðrum fremur minnast þess, að það reyndi áður á það mál, fyrir EFTA-dómstólnum, og eingöngu vegna þess, að þjóðin vildi hvorki hlíta leiðsögn hans, Bjarna hins unga, né vinstri stjórnarinnar með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi. Hefði verið farið að vilja þeirra þriggja í málinu, værum við nú (1) að þræla við að borga þessar gervikröfur Breta og Hollendinga og búin að afleggja velferðarkerfi okkar að stórum hluta, (2) víða farin að trúa því, að við höfum verið SEK í þessu máli !

Hve þakklát við megum vera fyrir að hafa ekki hlustað á Bjarna, Steingrím J., Indriða Þorláksson, Össur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Helga Hjörvar og Jóhönnu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið lyftir refsivendinum enn einu sinni - Svisslendingar "vörpuðu sprengju inn í samstarfið"

Margir Svisslendingar telja fjölda innflytjenda allt of mikinn. Nú voru þeir að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema rétt ESB-borgara til að setjast að í Sviss. Þetta virðast vatnaskil í tengslunum við ESB, þótt naumur hafi meirihlutinn verið í kosningunni, 50,4%, og þjóðþingið á enn eftir að samþykkja þetta.

En það stendur ekki á hvössum viðbrögðunum frá Brussel. Þar er þessi niðurstaða ekki aðeins "hörmuð", heldur haft í hótunum: "hún kalli á endurskoðun á öllum samningum Sviss við Evrópusambandið," eins og segir í frétt Jóns Björgvinssonar í Sviss á Ruv.is.

Nú er að sjá, hvort svissneska þingið lúffi fyrir þeirri lítt dulbúnu hótun Evrópusambandsins. 

PS. Það eru mjög fróðlegir hlutir inni í þessari frétt hins hagvana Jóns Björgvinssonar í Sviss. Hann segir m.a.:

  • Andstæðingar tillögunnar vöruðu við að efnahag Sviss væri stefnt í voða ef hróflað yrði við viðkvæmum samningum við Brussel. En naumur meirihluti landsmanna, eða 50,3%, er greinilega hræddari við afleiðingar mikils straums vinnuafls til landsins.

Þetta leiðir hugann að því, að hér á Íslandi krefjast ýmsir þess, að bæði Schengen- og EES-samningunum verði sagt upp. En áfram segir Jón í Sviss:

  • Atvinnuleysi í Sviss, rúm þrjú prósent, er það lægsta í Evrópu og hefur virkað eins og segull á atvinnuleitendur. Að eitt minnsta ríkið í Evrópu sendi sínum helsta viðskiptavini þannig langt nef í dag að tillögu Þjóðarflokksins, sem er lengst á hægri vængnum á svissneska þinginu, sýnir töluverða kokhreysti og mikla trú á svissneska efnahagsundrinu og svissneska frankanum sem náð hefur að leiða hjá sér þau vandamál sem nágrannar Sviss hafa verið að glíma við á síðustu árum. 

Þetta myndu ýmsir ESB-trúmennirnir hér á Íslandi eflaust kalla "þjóðrembu" og "einangrunarhyggju", en þeir ganga fram hjá því, að Sviss, Noregur, Ísland og jafnvel Grænland spjara sig betur út úr kreppunni en hið langþjáða Evrópusamband ! -- Og lokatilvitnun (feitletrun hér):

  • Stuðningsmenn tillögunnar telja því að Evrópusambandinu sé allur hagur í því að virða vilja Svisslendinga í komandi samningum, sem með þjóðaratkvæðunum í dag ákváðu að loka sjálfvirku gáttinni að opna evrópska vinnumarkaðnum og taka innflytjendamálin í sínar eigin hendur. 

Þetta eru greinilega mikil tíðindi. Gangi Svisslendingum vel á sinni sjálfstæðu vegferð.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Naumur meirihluti í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan fyrir æsingnum að heimta þjóðaratkvæði sem fyrst

Komið er í ljós, af hverju þeir hamast svona ESB-taglhnýtingarnir, um meinta nauðsyn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vita sem er, að hún kostar meira en 200 milljónir sem slík, en vonast til að koma henni að með sveitarstjórnarkosningunum og gætu það þó aldrei nema með 3 mán. fyrirvara (og ekki yrði hún bindandi), og SÁ FYRIRVARI RENNUR SENN ÚT, ÞVÍ HAMAST ÞEIR SVONA!

Ennfremur fengju þeir miklu meiri kjörsókn í þetta vitlausa, óþarfa mál sitt með því að hafa þetta með sveitarstjórnarkosningunum.

En Bjarni Ben. átti ekkert með það að gefa neinn ádrátt um svona þjóðaratkvæði, enda hvrgi gert ráð fyrir því í fjárlögum, og hann vann þar beinlínis þvert gegn eigin landsfundi, gerði það líka á xd-vefnum í vor og enn nú nýlega.

Og hans orð í vor eða hvenær sem er geta ekki bundið þingmenn hans flokks til að vinna gegn vilja landsfundar -- hvað þá heldur vilja hins stjórnarflokksins!

Bjarni mætti gjarnan hugleiða það, hæfileikamaður eins og hann er, hvort hann eigi það í raun skilið að verða forsætisráðherra Íslands, nema hann hreinsi af sér með ótvíræðum hætti alla ESB-óværu.

Og svo var það hans "ískalda mat" -- það var nefnilega það -- hvílíkt vanvizkumat, alópraktískt -- hefði tekið af okkur réttinn í Icesave-málinu!
 

Því hefur Bjarni Ben. öðrum fremur ástæðu til að hugsa sig vel um og vanda sín orð og gjörðir.

PS. En ... hvar kemur þetta fram, sem um var rætt hér í fyrirsögninni? Jú, í leiðara Ólafs Stphensen í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar leggur hann þunga áherzlu á, að ástandsskýrslan til Alþingis um gang viðræðnanna verði lögð fram í tæka tíð til þess að hægt sé að ákveða með nauðsynlegum þriggja mánaða fyrirvara þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningunum. Þetta er síðasta hálmstráið hjá ESB-erindrekum að reyna að plata stjórnvöld hér til að liðka fyrir því, sem þau hafa í raun engan áhuga á -- ekki frekar en hin evrókratíska Kolbrún Bergþórsdóttir í föstudagspistli sínum í Mbl. þennan 6. febrúar.

Jón Valur Jensson.


Aðeins 19,1% Norðmanna vilja inn í Evrópusambandið, aðeins 26,2% Íslendinga og aðeins 58,2% samfylkingarmanna.

Takmarkað umboð Samfylkingarforystunnar er sláandi. Samfylkingarmaður, Hans Hafsteinn Þorvaldsson segir á Facebók: "Hvar eru furðuflokksbræður mínir sem vilja inní ESB og skilja ekki hvað sjálfstæði er mikilvægt, gera svo vel að lesa Frosta." Þar vísar hann þeim á grein Frosta Sigurjónssonar, Eru evruríkin fullvalda? ...

En íslenzka könnunin, sem um ræðir hér ofar, var framkvæmd af Fréttablaðinu og Stöð 2, þannig að augljóst er, að ekki er hún frá ESB-andstæðingum komin. Nauðugt viljugt varð ESB-Fréttablaðið að birta þessar niðurstöður!

Norðmenn hafa verið á þessu róli: um 71-75% andvíg því að fara inn í Evrópusambandið. Höldum okkur við þann sama sjálfstæðisanda, enda eru allar ytri náttúrlegar aðstæður hagstæðar okkur og líkur á enn meiri vexti hér en í Noregi, á sviði síaukinnar ferðaþjónustu og vonin góð um ágóða af olíuvinnslu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 71% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband