Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Í upplýsandi grein Mbl.is í gær* kveður Már Wolfgang Mixa niður klisjutal á borð við að upptaka evru myndi galdralausn við að lækka fjármagnskostnað.
"Gaman væri ef lífið væri svo einfalt," segir hann. "Vandamálið á Íslandi er að raunvextir eru miklu hærri en í nágrannaríkjum og það hefur ekkert með gjaldmiðil okkar að gera. Hér hefur lánakerfið verið um árabil slakt og bankakerfið kostnaðarsamt í samanburði við önnur lönd. Í landi þar sem að gæði lánveitinga hafa verið jafn slakar og á Íslandi þarf stöðugt að afskrifa allt of stóran hluta útlána. Slíkur kostnaður er dekkaður með því að hækka raunvexti fyrir alla hina. Með of dýru bankakerfi þarf að leggja enn hærri vaxtakostnað á lán. Til að bæta gráu oná svart var allt gefið í botn síðastliðinn áratug varðandi lánshlutföll af húsnæði og gylliboðum af hálfu bankanna með alkunna endalokum. Krónur eða evrur skipta einfaldlega engu máli í þessum efnum; svo lengi sem gæði útlána á Íslandi eru slök þá verða raunvextir hérlendis háir, allt of háir."
* Hér er greinin opin öllum að lesa: Stefnu(fjár)mál íslenskra stjórnmálaflokka. Á tenglinum hér fyrir neðan er hins vegar hægt að hlusta á Má ræða þessi mál á Mbl Sjónvarpi.
Óvönduð útlán í íslensku bankakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2013 | 23:44
Flott mótmæli Heimssýnar
Glæsilega heppnaðist mótmæla-átak Heimssýnar-fólks í dag, 1. maí, með þátttöku í göngu niður Laugaveg og útifundi á Ingólfstorgi. Hátt í 60 manns báru mótmælaspjöld og stóra borða, og margir aðrir fylgdu með, samherjar í baráttunni gegn inntöku Íslands í Evrópusambandið.
Á spjöldin var m.a. ritað: NEI við ESB og ESB NEI TAKK, og meðal þeirra, sem báru borðana, voru þrír fyrrverandi þingmenn, Jón Bjarnason, Atli Gíslason og Bjarni Harðarson.
Það var gleðilegt að taka þátt í þessu, og margir eldri samherja sá maður á svæðinu (á myndinni má m.a. kenna Guðna Karl Harðarson, sem sat með undirrituðum í stjórn Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, Kristínu Snæfells Arnljótsdóttur og Árna Thoroddsen). Áhrifamenn í Heimssýn voru þarna vitaskuld, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Halldóra Hjaltadóttir, Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi, Ásgeir Geirsson úr Reykholti, formaður Ísafoldar, o.fl. Skoðið fleiri myndir, sem fylgja frétt Mbl.is (tengill neðar), einnig á Facebókarsíðu Nei við ESB.
En það var líka frábært að kynnast nýju baráttufólki á svæðinu og efla samstöðuna bæði á vettvangi og yfir góðum kaffisopa eftir á í rúmgóðri skrifstofu Heimssýnar að Hafnarstræti 18.
Meira af svo góðu, Heimssýnarfólk og fullveldissinnar allir!
Jón Valur Jensson.
Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 2.5.2013 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)