Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Umboðsleysi ESB-aðildarsinna

Það er ekki hefð fyrir því á meðal nágrannaþjóða okkar að kjósa um hvort fara eigi í aðildarviðræður við Evrópusambandið eða ekki," sagði Baldur Þórhallsson, ESB-maður mikill (og styrkþegi) í viðtali við Mbl.is. Ekki var honum annt um að fólkið fengi að kjósa, ekki frekar en Evrópusambandið vildi leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um Lissabon-sáttmálann, sem er endurvinnsluplagg á þeirri ESB-stjórnarskrá, sem franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu mjög eindregið þrátt fyrir alla "kynningarherferðina".

Þingheimur hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til Evrópusambandsins í dag,

sagði Baldur, en þetta voru ekki skilaboð þjóðarinnar til Brussel, heldur flokka sem virðast vera rúnir trausti, hafa í 1. lagi um 17,5% stuðning þjóðarinnar við það að ganga í Evrópusambandið og eru í 2. lagi með met-atkvæðaflótta á kjörtímabilinu: Samfylkingin með einungis 13,6% fylgi skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 (sjá blaðið, bls. 8 í gær), á sama tíma og Framsókn er með 15,8% og Sjálfstæðisflokkurinn 43,7% og Vinstri grænir 9,2%, en Dögun (með Hreyfinguna innanborðs, en einnig tilstyrk Borgarahreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins og stjórnlagaráðsmanna) með einungis 2,7%!

Jón Valur Jensson. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband