Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
28.11.2012 | 00:52
Mario Monti, rétt eins og Angela Merkel, talar í fullri alvöru um möguleikann á úrsögn Breta úr ESB
Monti sagði að það væri ... afar leiðigjarnt þegar Bretar færu fram á, "sem skilyrði fyrir því að vera áfram um borð í þessu mikla evrópska skipi, ákveðnar undanþágur, tiltekin frávik sem gætu orðið til þess að göt kæmu á skipið, það sigldi ekki eins vel eða hreinlega sykki." (Af fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph og hér á Mbl.is.)
Monto vill halda Bretum í Evrópusambandinu: "Það er vandamál varðandi Bretland. Ég er einn þeirra sem eru þeirrar skoðunar að við þurfum að halda Bretum áfram í Evrópusambandinu," segir hann.
Greinilega eru raddir um allt annað:
- Monti sagði að sumir í ESB teldu að þeir hefðu minni áhyggjur ef Bretland segði skilið við sambandið. Ég held að sumir í Frakklandi séu þeirrar skoðunar. Ég er sannfærður um að við verðum að komast að málamiðlun við Bretana." (Mbl.is).
Svo alvarleg er staðan, að "hann [sagðist] hafa sagt við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í þessum mánuði þegar þeir hefðu hitzt að hann yrði að koma afstöðu Breta til ESB á hreint. Spyrja yrði brezka kjósendur hreint út hvort þeir vildu vera áfram í ESB." Hér má minnast þess, að í nýbritri skoðanakönnun brezkri reyndust 65% vilja "slíta naflastrenginn við Brussel," eins og Hallur Hallsson blaðamaður, formaður nýstofnaðs Þjóðráðs, orðar það í góðri grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag: Samsæri gegn fullveldi Íslands.
Auk ummæla Montis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur Angela Merkel nýlega sagt að "Bretland gæti einangrazt ef það segði skilið við ESB," -- talar sem sé í fullri alvöru um þann möguleika og lætur kannski skína í vissa hótun um leið.
Ekki blæs nú byrlega fyrir allri "samvinnunni" og "samstarfinu", sem átti að einkenna þetta ríkjasamband. Samt halda íslenzkir innlimunarsinnar áfram eins og ekkert hafi í skorizt og bjóða til sín Göran Persson til ræðuhalda til að halda að okkur einföldum, kólnuðum lummum til stuðnings þessu bandalagi gamalla nýlenduríkja.
En þið tókuð eftir byrjuninni hér: Það er ekki vel séð í þessari meintu paradís, að ríki séu að óska eftir undanþágum frá lögum og reglum ESB. Þar eiga að gilda sömu lög um öll meðlimaríkin, enda eru undanþágurnar bara tímabundnar rétt eins og styrkirnir sem notaðir eru til að lokka heilu þjóðirnar inn.
Jón Valur Jensson.
Bretar kjósi um veruna í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2012 | 10:59
Járn í járn í VG
Ef Ögmundi Jónassyni verður misdægurt á næsta kjörtímabili, mun Rósa Björk Brynjólfsdóttir "alþjóðasinni" (les: ESB-sinni), kona Kristjáns Guys Burgess ESB-sinna, taka þingsæti hans. Svo naumt er bilið milli fullveldistryggðar og þeirra sem vilja afsal æðsta fullveldis í löggjafarmálum o.fl. málum í þeim flokki.
Jafnvel Ögmundur ber reyndar ekki alhreinan skjöld í þessum fullveldismálum. Hitt hefur hann gert: að verja landið gegn jarðeigna-ásælni Kínverja, studdur af þeim 2. tölulið 72. greinar stjórnarskrárinnar, sem Samfykingin vill feigan og viðhlæjendur hennar í "stjórnlagaráði" köstuðu á glæ, þegar þeir settu saman nýja og verri smíð.
- Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjördæmi var það sama uppi á teningnum. Þar tóku 769 manns þátt í forvali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%. (Mbl.is)
Þó er þetta ekki eins mikil fækkun og hjá grasrótinni, því að fylgi VG hefur helmingazt frá kosningunum 2009. Svo fer þeim sem svíkja sína huldumey.
Jón Valur Jensson.
VG lítur í eigin barm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2012 | 19:41
Virðingarvert framferði stjórnlagaráðs?
Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 05:57
Vertu eins harður við ESB og Thatcher!
Orðin eru borgarstjóra Lundúnarborgar, Boris Johnsson og hann beinir þeim til forsætisráðherra Bretlands, David Cameron.
Ástæðan eru kröfur hinna ómettandi í Brussel, sem sífellt vilja hækka fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins og heimta þar að auki aukið fé í ofanálag til ársins í ár og næsta ár, af því að þeir hafa farið fram úr fjárlögum.
"Forsætisráðherrann ætti að geta stöðvað allt samkomulag um meiri eyðslu Brussel jafnvel fram yfir dagsetningu samkomulags næsta árs" segir borgarstjóri London.
Orð Boris Johnson auka pressuna enn frekar á forsætisráðherra Breta við fjárlagaumræður ESB, sem hefjast í Brussel á fimmtudag.
Cameron er sagður vilja frysta upphæð fjárlaga ESB fyrir 2014-2020 en margir íhaldsmenn telja, að það dugi ekki heldur verði að skera niður fjárlög ESB, sem aftur á móti ýmsir ráðherrar segja að sé ómögulegt.
"Það er kominn tími fyrir David Cameron að setja á sig ljósa hárkollu og dúvubláa drekt, sveifla handtöskunni fyrir ofan höfuðið og skella henni á borðið með orðunum: 'No, non, nein'" sagði Boris Johnson.
Bretar eru orðnir afar þreyttir á ESB og búrókrötunum í Brussel. Meirihluti þeirra vill yfirgefa sökkvandi skútu Evrópusambandsins.
Virðist sem allt, sem frú Thatcher sá að mundi gerast, hafi gerst og gott betur.
Meirihluti Breta vill úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 20.11.2012 kl. 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2012 | 15:06
59,6% hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, 40,4% á móti afturköllun
16.11.2012 | 05:09
Brotlendir SAS?
Óróleikinn varðandi flugfélagið SAS vex. T.d. undirbýr danska ríkisstjórnin sig undir gjaldþrot félagsins, sem mundi hafa alvarleg áhrif á Kastrup flugvöllinn og atvinnulíf í Kaupmannahöfn, ef af yrði.
Forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt sósíaldemokrat, hvatti starfsmenn SAS að samþykkja sparnaðaráætlun SAS, þrátt fyrir að um uppsagnir og launalækkanir væri að ræða.
"Síðasta kallið" frá forstjóra SAS, Rickard Gustafson, þýðir að flugfélagið verður gjaldþrota, ef starfsmennirnir samþykki ekki uppsagnir og launalækkanir. Í Svíþjóð vex óróinn á flugvöllum landsins, þar sem SAS heldur uppi daglegum samgöngum. Margir eru alfarið háðir flugsamgöngum við Stockhólm. T.d. ferðast árlega um 200 000 farþegar milli Kiruna og Stockhólms og lest tekur meira en 15 tíma í stað klukkutíma flugs. Svipaða sögu er að segja um Östersund og aðra bæi í Norður-Svíþjóð. Í Suður-Svíþjóð er ástandið betra með fleiri flugfélög, sem veita þjónustu.
Verkalýðsfélögin í Svíþjóð gagnrýna hugmyndir SAS um launalækkun starfsmanna allt niður í 80 sek á tímann, sem yrði meðal lægstu launa í landinu, ef gengi eftir. Formaður sænska Alþýðusambandsins LO sagði
"að stundum væri betra að fyrirtæki færu á hausinn í stað þess að vera haldið lifandi á skilmálum, sem brjóta alfarið í bága við gerða kjarasamninga."
Forstjóri SAS segir enga aðra lausn vera en gjaldþrot, ef starfsmenn samþykki ekki launalækkun eða uppsagnir.
Þetta er okkar "finall call."
Vandræði SAS koma með fullum þunga á sama tíma og fjöldi sænskra stórfyrirtækja eins og Husqvarna, Erixsson, Volvo, Stora Emso, SCA og Telia hafa lagt viðvaranir um uppsagnir starfsmanna. Bara í októbermánuði með 10 000 manns og 7 500 í september í Svíþjóð . Þunginn í uppsögnunum vex jafnt og þétt, 45 000 manns hefur verið sagt upp það sem af er ársins í Svíþjóð. Starfsmaður vinnumálastofnunar Svíþjóðar segir, að þótt uppsagnirnar hafi enn ekki náð sama hraða og 2008, þá sé enginn atvinnuuppgangur sjáanlegur fljótlega eins og gerðist þá.
"Við megum því búast við mjög löngum og köldum vetri."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 09:39
Til hamingju með blaðið, Heimssýn! - og af hinum meðvirku (Samfylkingu og stjórnlagaráði) í yfirráðasókn ESB eftir íslenzkum fiskveiðiauðlindum
- "Evrópusambandið krefst þess að fjársterkum aðilum í ESB verði gert leyft að fjárfesta óhindrað í íslenzkum útgerðum. Íslenzk stjórnvöld mótmæla ekki kröfum ESB.
- Össur Skarphéðinsson og Samfylkingin ætla að fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu. Svo einfalt er það."
Þetta er meðal þess sem lesa má í nýútkomnu blaði, sem hefur væntanlega farið í aldreifingu, frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Myndarlegt er blaðið 16 bls., og ritstjóri þess Páll Vilhjálmssonblaðamaður, einn alvinsælasti Moggabloggarinn. Í blaðinu kennir fjölmargra grasa, og verður minnt á fleira í því hér á næstunni.
En augljós er sókn ESB-valdsins á hendur Íslandi, ekki einungis í makrílmálinu, þar sem óbilgirni þessa stórþjóðabandalags hefur verið deginum ljósari á síðari árum og umfram allt á þessu ári, með hreint ótrúlegum hætti gagnvart sjálfri "umsóknarþjóðinni" eins og þeir voga sér sumir ESB-sinnarnir að kalla okkur, sem aldrei höfum beðið um þá "aðild" (annað fagurmælið) að þessu stórveldabandalagi.
Grunnregla ESB, sem auðveldlega getur verið notuð til að feykja burt fallvaltri "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers ESB-ríkis, er jafn aðgangur að fiskimiðunum,* en þar til viðbótar er ekki hægt að komast fram hjá því, að við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008, bls. 9.)**
Þó er í gildi stjórnarskrárregla, sem stendur jafn-skýrt GEGN frelsi útlendinga til uppkaupa á íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og Samfylkingin er skýr á því að vilja láta undan kröfum ESB í þessa átt.
Hitt er öllu lakara, að fyrirbæri sem lætur eins og það sér að bjarga Íslandi, "stórnlagaráð" svo kallað, sýndi sinn rétta lit ekki aðeins með ósvífnu fullveldisframsals-heimildarákvæði í 111. grein tillögudraga sinna (þeirra sem nú hafa verið leiðrétt í 75 atriðum af ríkisskipuðum lögfræðihópi!), heldur og með því að fella niður þetta mikilvæga ákvæði í eignarréttargrein stjórnarskrárinnar (þeirrar raunverulegu!):
- Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignarréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.
Eins og þetta stjórnarskrárákvæði hefur verið helzta lagastoð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í vörnum hans í ásælni kínverskra fjárfesta í landsvæði á stærð við Möltu í uppsveitum Þingeyjarsýslu, þannig er það einnig grunnstoð varna okkar gegn ásælni erlendra útgerða í uppkaup á þeim íslenzku.
En þessu mikilvæga varnarákvæði vill fyrrnefnt, umboðslaust stjórnlagaráð*** feykja burt! Augljóst er það með öðru um skaðsemisáhrif hinna allt of mörgu ESB-innlimunarsinna í því ríkisskipaða ráði.
* Í tilvitnuðu riti: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildarríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndarráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
** Sbr. einnig fyrrgreint rit, bls. 7: "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja."
*** Það hefur að vísu umboð frá 30 alþingismönnum, sem með því voru reyndar að brjóta þágildandi lög um stjórnlagaþing! (sjá nýja vefsíðu undirritaðs).
Jón Valur Jensson.
14.11.2012 | 10:54
Mörg evruríkin stöðvast í dag
Verkalýðsfélög í ýmsum evruríkjum, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu boða til allsherjarverkfalla í dag.
Allir helstu fjölmiðlar heims greina frá þessu.
Hér eru slóðir á greinar hjá EurActiv, BBC, WSJ, Reuters
Hér er slóð á auglýsingamynd frá spænskum verkalýðssamtökum.
Þrátt fyrir að forsætisráðherra Spánar þykist tímabundið vera að reyna stöðva 500 daglegar afhýsingar spánskra fjölskyldna úr húsnæði sínu, þá eru fjármálaöflin og bankarnir með fallöxina á almenningi.
Nákvæmlega sama sagan og á Íslandi nema í mörgum sinnum stærri og hrikalegri stíl.
Tónninn við heimsókn Angelu Merkel til Portúgal 12. nóv. er mjög harður.
Eftir opið bréf 100 listamanna til Merkel, þar sem hún var útlýst persona non grata í Portúgal, þá birtir blaðið I Informacao forsíðumynd af Angelu í dag þar sem hún er að breytast í svín.
Ein kveðjan til hennar er:
"Hail Angela, þeir sem munu deyja hylla þig."
Þetta var kveðja þrælabardagamanna í Rómarríki áður en bardagar hófust á leikvanginum að viðstöddum keisaranum.
Víðtækar vinnustöðvanir í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2012 | 09:23
Sjálfsmorð Amaia Egana stöðvar yfir 500 daglegar afhýsingar á Spáni
Að evrukreppan krefur líf í suður Evrópu þykir kannski ekki fréttnæmt lengur. En líf Amaia Egana í Bilbao á Spáni stöðvar alla vega tímabundið um 500 daglegar afhýsingar skuldara á Spáni, sem ekki geta borgað íbúðarlánin sín.
Á föstudaginn átti að reka Amaia Egana úr íbúð sinni en hún hafði ekki borgað af íbúðarláninu í einhvern tíma. Bankinn lýsti hana gjaldþrota og þegar fulltrúar yfirvalda komu til að láta fara fram nauðungaruppboð á íbúðinni valdi hin 53 ára gamla Amaia Egana að binda endi á líf sitt með því að hoppa út um gluggann á fjórðu hæð. Amaia skilur eftir sig 21 árs gamla dóttur. 26. október hoppaði jafngamall maður út um glugga íbúðar sinnar í Burjassot, þegar hann frétti, að bera ætti hann út úr íbúðinni. Hann lifði af fallið. Daginn áður fannst jafnaldri hans látinn á heimili sínu í Granade eftir að honum barst tilkynning um nauðungaruppboð á íbúðinni.
Spánn fylgir sama sjálfsmorðsmunstri og Ítalía og Grikkland í kjölfar evrukreppunnar með 22 % aukningu í tíðni sjálfsmorðstilrauna 2011. Í Grikklandi jukust sjálfsmorð með 40% fyrri árshluta 2010. Á Ítalíu hefur sjálfsmorðstíðnin aukist með 52% frá 2005 til 2010.
Öll sjálfsmorð fá þó ekki sömu afleiðingar og sjálfsmorð Amaia Egana á Spáni. Þúsundir manna hafa brugðist við harmleiknum og farið í mótmæli gegn aðgerðum banka og yfirvalda, sem neyða Spánverja að yfirgefa heimili sín. Bankaútibú voru máluð með orðunum "morðingjar" og "kapítalistar." Þessi mótmæli hafa borið árangur.
Forsætisráðherrann Mariano Rajoy segir að núverandi lög leiði til "ómanneskjulegra aðstæðna" og vill stöðva tímabundið nauðungaruppboð og afhýsingu fólks. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, er á sömu línu.
Frá upphafi kreppunnar fyrir fimm árum síðan hafa yfir 400 000 spánskar fjölskyldur misst heimili sín. Atvinnuleysið er yfir 25% á Spáni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2012 | 19:05
Evrópuþingmaðurinn Cecilia Wikström fær morðhótanir eftir að hafa gagnrýnt Tonio Borg sem nýjan heilsuráðherra ESB
Í greininni ásakar Wikström Borg fyrir að vera á móti hjónaskilnaði, vera opinn hómófób og fyrir að vilja stjórnarskrárbinda lög um bann við fóstureyðingum.
"2011 varð hjónaskilnaður löglegur á Möltu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Borg greiddi atkvæði gegn fólkinu. Konur sem gangast undir fóstureyðingar á Möltu geta fengið allt að þriggja ára fangelsi. Á sama tíma er daginn-eftir-pillan bönnuð, þar sem eggið getur hafa frjóvgast. Borg er á móti því, að samkynhneigðir fái að lifa saman eða hljóta sömu félagsréttindi og gagnkynhneigð pör."
Cecilia Wikström telur, að Tonio Borg geti ekki sinnt starfi sínu, sem heilsuráðherra framkvæmdastjórnarinnar með slíkar persónulegar skoðanir, sem óhjákvæmilega muni rekast á við starf hans.
Gagnrýni Wikström vakti þegar athygli bæði í Svíþjóð og á Möltu og hefur nú orsakað fjölda hótana í formi tölvubréfa og símhringinga til Vikström, sem áður gegndi embætti sem prestur.
"Þetta eru persónur, sem draga í efa, að ég sé prestur og kristin og finnst ég vera hóra, sem eigi að brenna í helvíti."
Cecilia Wikström hefur ekki kært hótanirnar til lögreglunnar en segir í viðtali við Sænska Dagblaðið, að henni finnist þetta "óhuggulegt, því þeir hafa komist yfir einkatölvuadressuna mína og einkasímanúmer."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)