Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helminga­skipta­flokkar sækja á!

Svo snemma sem 2016 var Bjarni Ben. ásamt frændum sínum Ben. Ein. og föður hans Einari Sveins­syni (föður­br. BB) að styðja hvern til for­seta­framboðs? Davíð Odds­son? Ekki aldeilis, heldur Guðna Th.! --- og voru þar í hópi annarra sem studdu Guðna, þ.á m. orku­fyrir­tækja!!* Hafa þeir þá skipu­lagt þennan orku­pakka sjálfum sér í hag með svona löngum fyrirvara -- og útvalið Guðna sem þægan bandamann og dælt í hann styrkjum?! 

Helminga­skipta­flokkar sækja fram

Listinn frá Ríkisendurskoðun er stórmerkilegur, og þar vaða uppi helztu menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en "Viðreisn" kemur einnig við sögu. Kannski engin furða að grun­samlega þögull og leiðitamur var Fram­sóknar­flokkurinn með orkupakka­málinu í vor og sumar. Svo virðist sem gamla Halldórs Ásgrímssonar- og Finns Ingólfssonar-liðið hafi náð undir­tökunum í því, sem eftir er af flokknum, ásamt Valgerði Sverrisdóttur (öll fyrrv. ráðherrar) og að með þeim sé líklega Ólafur Ólafsson úr Samskipum (einu stórfyrir­tækjanna, sem ágengum, vopn­djörf­um mönnum tókst að losa út úr SÍS-samsteypunni og ná valdi yfir).

Ekki er Finnur Ingólfsson nefndur á nafn meðal þeirra sem studdu kosningasjóð Guðna Th. 2016, en Finnur er sagður standa fjár­hagslega á bak við Ásmund Einar Daðason, ráðherra Framsóknar­flokks í núverandi ríkisstjórn, og hans ótrúlega stórtæku áform um vind­orkuver á jörðum í Dalasýslu. Svo fjárfrek eru þau áform (nú þegar í forvinnslu, m.a. hjá Vegagerð ríkisins, og ljósleiðari þegar kominn á framkvæmdasvæðið), að þau myndu aldrei borga sig að óbreyttu raforkuverði frá því sem nú er, en með sæstreng gæti verðið tvöfaldazt til þrefaldazt og gífurleg gróðavon í því fyrir nýjar virkjanir sem gamlar (þær sem gírugir munu einnig sækja í að ná undan Lands­virkjun eftir að hafa hlutað hana sundur). Meðal slíkra nýrra virkjana væru þá einnig vindorkuver.

Þvílík er áætlun Ásmundar Einars og félaga, að þeir hyggjast reisa á jörðum hans á Sólheimum í Laxárdal 27 vindmyllur með 68 metra löngum spöðum og með framleiðslu­getu upp á 115MW, rúmlega á við tvær Hvalárvirkjanir. "Steypumagnið sem flytja þarf upp á Laxárdals­heiðina mun getað slagað hátt í 200.000 tonn" (Gunnar Heiðarsson, aðal-heimildarmaður minn um þetta). Tvær aðrar vindorkuvirkjanir eru svo fyrirhugaðar vestanlands, við Garpsdal og á Hróðnýjar­stöðum við Búðardal, samtals þessar þrjár með afköst allt að 375MW (á borð við Búrfellsvirkjun).

Með þessu og öðrum slíkum í kjölfarið (t.d. á hinni víðfeðmu Grímsstaðajörð olíu­furstans Jims Ratcliff) væri því boðið heim að gerbreyta ásýnd íslenzkrar náttúru og jafnvel sjálfum barna­mála­ráðherranum gefið tækifæri til að höggva skarð í arna­stofninn eða útrýma honum með vindmyllum sem ná upp í 175 metra hæð! 

Á þessu myndbandi --- deildu af Facebók frábærs greina­höfundar og verkfræðings, Sigurðar Oddssonar -- má sjá hvernig vind­myllur berja niður stærðar erni eins og ekkert sé. 


 Myndbandið hefur verið skoðað 377.166 sinnum.
Sjón er sögu ríkari, smellið á bláu línuna!
 

Sjálfstæðisflokks-stuðningsmannagengið við Guðna Th. 2016 er úr sjálfum kjarna flokksins. Þar eru þessir áberandi:

Einar Sveinsson.................................................... 300.000 (föðurbróðir Bjarna Ben.)

Borgun hf (fyrirtæki sem náðist billega út úr Landsbankanum)................................................... 200.000 (Bjarni sjálfur Benediksson, Benedikt Einarsson og Einar Sveinsson áðurnefndur; Benedikt er sonur hans)

Arctic Green Energy Geothermal ehf......................... 400.000 (Haukur Harðarson og Illugi Gunnarsson, fyrrv. ráðherra; sá síðarnefndi var líklega helzti bandamaður Bjarna Ben. við Austurvöll, og saman áttu þeir fræga eða öllu heldur alræmda grein í Morgunblaðinu þar sem augljóslega var verið að agitera fyrir ESB-innlimum Íslands).

Becromal Ísland ehf................................................... 50.000 (Eyþór Arnalds, oddviti XD)

KOM ehf, kynning og markaður................................. 400.000 (Friðjón R Friðjónsson; hann er fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Ben. og átti sæti í kosningastjórn Guðna Th. vegna forsetaframboðsins og vinnur nú sem erindreki fyrir Atlantic Superconnection, sem er með áform um að leggja raforku-sæstreng milli Íslands og Skotlands! -- já, einmitt slíkur studdi framboð Guðna Th. 2016!)

Ursus ehf................................................................ 400.000 (félag Heiðars Guðjónssonar, sæstrengs- og vindmyllumanns, fjárfestis sem stefnir einarður að sæstreng, en hann er tengdasonur Björns Bjarnasonar, fyrrv. dómsmálaráðherra, hins óþreytandi orkupakka-málsvara á Moggabloggi!); já, einnig þeim tengdafeðgum mun hafa litizt vel á að fá Guðna Th. í lið með sér 2016! 

Og ekki er allt komið enn úr röðum "sjálfstæðismanna":

Bláa Lónið ehf........................................................ 200.000 (Guðlaugur Þór Þórðarsson og Helgi Magnússon)

En hver er Helgi? Þessi sami sem á hér líka prívat og persónulega þetta framlag í kosningasjóð Guðna Th. 2016:

Helgi Magnússon................................................... 400.000 (50% eigandi Fréttablaðsins, einn af stofnendum Viðreisnar). Já, um þetta -- að styðja Guðna Th. til forsetakjörs -- sameinaðist Valhallargengið og einn máttarstólpi ESB-flokksins Viðreisnar!

En eru framlög Framsóknarflokks-fylgjenda rýrari? Um það skal ekki fullyrt hér, það þarf að skoða betur allan listann í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármögnun kosningaskrifstofa framboðanna 2016. En þessa má þó tiltaka:

Askja hf................................................................ 100.000 (Ólafur Ólafsson)

Samskip hf............................................................. 400.000 (Ólafur Ólafsson, aftur sá eini sanni)

Vogabakki ehf........................................................ 400.000 (Ólafur Ólafsson, enn sá eini sanni, drjúg framlögin frá honum)

Svo er hér e.k. rúsína í pylsuendanum: 

Wow air ehf........................................................... 400.000 (Skúli Mogensen)

Hvað var hann að gera hér? Vildi hann fá Guðna í lið mér sér að auglýsa Wow air? Einhver myndi kannski leyfa sér all-djarfa, en ósannaða samsæristilgátu: Að Engeyjar-gengið (sem svo mjög hamaðist við að styðja Guðna) hafi mögulega bent Skúla á, að ef hann yrði nú meðfærilegur og sletti góðri summu í framboð eins óskakandídats á Bessastaði, þá fengi hann kannski hagstæða meðferð síns fjármálaævintýris? 

  

* Sjá hér (úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um styrki til forseta­frambjóð­enda 2016): https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2238792/ --- já, takið eftir, að ítrekað koma Engeyingar þar við sögu!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Sæll Jón Valur og þakka þér fyrir mjög góðan pistil.

Ríkisstjórnin og forsetinn brugðust í orkupakkamálinu. Kann ég þeim engar þakkir fyrir svikin við land okkar og þjóð

Samþykkt OP3 staðfestir hugleysi, svik og undirlægjuhátt viðkomandi þingmanna. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins sem flestir kusu vegna stefnu hans gegn innlimun í ESB sveik kjósendur sína.

Fyrir síðustu alþingiskosningar var þriðji orkupakkinn ekki kosningamál enda fæstir meðvitaðir og upplýstir um hugsanlegar afleiðingar þess sem orkupakkaregluverkið býður upp á en það eru fjárfestingar ríkra fjárfesta (virkjanavíkinga) í orkugeiranum. Kjósendum var aldrei sagt frá innleiðingu númeruðu pakkana sem þeir vissu vel að ESB nýtti við rányrkju á auðlindum okkar. En nú er stór hluti þjóðarinnar vaknaður og á eflaust eftir að krefjast þess að Ísland leysi upp orkupakkaregluverkið.

Þegar fjórði orkupakkinn kemur til meðferðar hjá sameiginlegu EES-nefndinni ættum við Íslendingar að krefjast þess að Ísland verði undanþegið öllum gerðum hans og að Ísland standa utan alls orkupakkaregluverksins enda mun OP4 fella eldri orkupakka úr gildi.

Með því að hamra strax á kröfunni um að hafna OP4 getur þjóðin gefið þau skilaboð til orkufjárfesta að orkupakkaregluverkið er ekki komið til að vera og eingöngu tímaspursmál hvenær íslenska þjóðin leysir það upp og sviptir þá öllum þeim rétti og gróðavonum sem það veitir þeim. Í því fælist fælingarmáttur að þjóðin hóti að endurheimta raforkusjálfstæði sitt þannig að framleiðsla, dreifing og sala á raforku verði alfarið á forsendum almenningshagsmuna.

M.B.kv.

Steindór Sigursteinsson, 10.9.2019 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband