Röddum sem krefjast úrsagnar úr EES fjölgar

Umræðan um orkupakka ESB og ískyggileg niðurstaðan (ráðamenn jafnvel að spá í þann 4.) hefur auk­ið efasemdir um EES-samn­inginn.

Skoðana­könnun á vef Útvarps Sögu virðist benda í þessa átt. Þar var spurt í gær og til há­deg­is í dag: "Á Ísland að ganga úr EES?"

Svörin voru mjög ein­dregin:

79,69% Já   

18,32% Nei    

1,99%  Hlutlaus

Andinn meðal hlustenda stöðvarinnnar hefur mjög verið gegn 3.orkupakkanum, yfir 90% í nýlegri könnun.*

En að mati undirritaðs, sem hann er ekki einn um, hefur fátt á seinni árum aukið jafnmikið tortryggni gagnvart EES-samningnum eins og orkupakkamálið allt á þessu ári. Ekki hefur verið sýnt fram á neina gagnsemi innihalds þessa pakka fremur en þess fyrsta og annars fyrir okkur Íslendinga. Einþykkni aðstandenda þriðja pakkans og viljaleysið til að fresta málinu um nokkrar vikur, sem og fréttir um undirbúning sæstrengsmála og afar kostnaðar­samra vind­myllu­garða, sem munu ekki borga sig nema til komi sala rafmagns úr landi, allt eykur þetta tor­tryggni varfærinna manna, sem eins og heiðurs­maðurinn Ásmundur Friðriksson alþm. vilja ekki taka neina áhættu með fullveldi Íslands og fulla stjórn okkar á náttúruauðlindum okkar fagra lands.

En orkupakkamenn geta eignað sér drjúgan hlut í ástæðum þess, að menn skoða nú uppsögn EES-samningsins með vaxandi áhuga! Þau mál má einnig skoða í samhengi við aðra þróun heimsviðskipta, sem átt hefur sér stað og nánar verður fjallað um hér í nýrri grein.

* Sbr. HÉR 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Icexit hlýtur að vera næst á dagskrá.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.9.2019 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband