Nú hafa náðst einstakir fríverzlunarsamningar EFTA-ríkjanna við s.k. Mercosur-ríki í S-Ameríku: Argentínu, Brasilíu, Úrúgúay og Paragúay. Þetta skapar ómetanleg viðskiptatækifæri fyrir sjávarútveg okkar og fleiri atvinnuvegi.
Samninganefndir EFTA og Mercosur í Buenos Aires sl. föstudag, 23. ág. 2019, þann merkisdag!
Árlegur innflutningur til Íslands frá þessum fjórum löndum nemur 24 milljörðum króna, en útflutningur héðan til þeirra aðeins einum og hálfum milljarði (sextán sinnum minna)! "Í innflutningi til Íslands vegur áloxíð langþyngst en það er þegar tollfrjálst" (Mbl.is). En nú fengum við tækifærið til að stórefla útflutning til þessara landa.
Nýi samningurinn felur í sér, að "nær allar sjávarafurðir sem Ísland flytur út munu njóta fulls tollfrelsis, sumar frá gildistöku samningsins, en aðrar að loknum mislöngum aðlögunartíma." (Mbl.is, leturbr. hér)
Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkar útflutningsgreinar, og EFTA-ríkin (Sviss, Noregur, Ísland og Liechtenstein) hafa náð hér betri samningum en Ísland fekk með EES-samningnum. Þá (1993) var okkur lofað tollfrelsi í ESB á sjávarafurðir, en það hefur enn ekki verið staðið við það! Hins vegar hafa Kanadamenn, sem ekki eiga aðild að EES-samningnum, náð betri fríverzlunarkjörum við ESB en við!
Jón Valur Jensson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.