Boris Johnson sýnir skýr dæmi um að "taking back control" nýtist þjóðinni ekki sízt utan höfuð­borgar­innar, með stefnu nýrrar ríkisstjórnar hans

Í Manchester í dag kvað hann "gríðarleg tæki­færi" fel­ast í Brex­it og lofaði aukn­um fjár­fest­ing­um í inn­viði utan Lund­úna og SA-hluta lands­ins.

Í ræðu hans í Man­ches­ter í dag hét hann því að auka fjár­fest­ing­ar á svæðum sem kusu með Brex­it og lofaði að setja full­an kraft í viðræður um fríversl­un­ar­samn­inga við ríki heims­ins sem myndu nýt­ast við út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. (Mbl.is)

Ennfremur:

„Að taka aft­ur völd­in [taking back control] nær ekki bara til þess að þingið end­ur­heimti full­veldi sitt frá Evr­ópu­sam­band­inu,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann og lofaði því að auka sjálfs­ákvörðun­ar­rétt á lægra stjórn­sýslu­stigi. Þá hét hann því einnig að auka fjár­fest­ingu í innviði. (Mbl.is)

Ennfremur kom fram í ræðunni þung áherzla á það sem við gætum kallað "jafnvægi í byggð landsins", með auknu sjálfræði byggða utan Lundúna-svæðisins og fullri virðingu fyrir arfleifð þeirra og réttindum og tækifærum til framfara og aukinnar atvinnu, en Manchester er gott dæmi um að þetta getur gerzt.

Hér er þessi skýra og snarpa ræða hans.

 
 
 (Þarna sést ræðan öll. Enn betra er að njóta hennar með því að stækka þetta (neðst t.h.) upp í fulla skjámynd.)
 
Og ræða hans í morgun var upplýsandi um fleira, m.a. um málefni Norður-Írlands (sjá tengilinn neðar) og um hugsanlegar kosningar:

Álits­gjaf­ar hafa velt því fyr­ir sér hvort John­son muni kalla til kosn­inga í þeim til­gangi að end­ur­heimta meiri­hluta Íhalds­flokks­ins á breska þing­inu. For­sæt­is­ráðherr­ann sagðist „al­gjör­lega“ úti­loka kosn­ing­ar áður en Bret­land seg­ir skilið við Evr­ópu­sam­band­ið. (mbl.is)

Hlustið á hinn mælska mann og áform hans um tækniframfarir á svæðum sem of lengi voru vanrækt af ráðandi stjórnmálastétt.

Jón Valur Jensson.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Manchester í dag og lofaði ...
Frá vettvangi í Manchester í dag.

mbl.is „Gríðarleg tækifæri felast í Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér! er drjúgur slatti af fjölskrúðugum ættum Borisar Johnson rakinn.

Jón Valur Jensson, 28.7.2019 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband