Er Sjálf­stæðis­flokkurinn dæmdur til aðgerðarleysis þegar honum er rétt líflínan -- marar bara í kafi?

Ekki ætlar form. þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks að ganga 1 milli­metra til móts við flokks­menn vegna and­stöðu þeirra við OP3, Birg­ir seg­ir "ekki til­efni til að efna til at­kvæða­greiðslu meðal flokks­manna vegna þriðja orku­pakk­ans miðað við inn­tak máls­ins og eðli þess"!!!

Þó eru forsendur fyrir því, að þessi leið sé farin, í skipu­lags­regl­um flokks­ins, þótt nýlegar séu. Samt segir hann "brýnt að ræða við flokks­menn", en verður það gert á fjölda­fundi í Háskóla­bíói, eða ætlar hann að taka einn og einn á tal í einu, eða er þetta einbert orðagjálfur eða til þess eins að tefja málið fram yfir afgreiðslu málsins með jafnvel því, sem sumir kalla landráða­samþykkt, á Alþingi 2. eða 3. september nk.? (eftir 41 dag).

Birg­ir vís­ar til þess að þriðji orkupakk­inn feli ekki með nein­um hætti í sér þær stór­felldu breyt­ing­ar sem stund­um séu látn­ar í veðri vaka. (Mbl.is)

Heyr á endemi, hann ætlast til að við kokgleypum það! En það gera einmitt sízt allra hans eigin flokksmenn, hinn breiði fjöldi, bæði virk og óvirk grasrót. Og margir hafa tekið til fótanna, maður heyrir af æ fleiri tilkynningum um úrsögn úr flokknum, og í skoð­anakönnunum er greinilegur straumur úr flokknum.

Ætlar Birgir að hjálpa með þessu blaðri sínu Bjarna formanni að halda áfram að stýra flokknum lóðbeint niður?

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Matt­hild­ur Skúla­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Verði - full­trúaráði sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, and­stæðinga orkupakk­ans svekkta yfir því hvernig komið er og marg­ir séu óánægðir með rík­is­stjórn­ina. (Mbl.is)

En Birgir stendur vörð um sína fánýtu vegarhindrun:

„Þing­flokk­ur­inn hef­ur rætt það, vegna þess­ara skiptu skoðana inn­an flokks­ins, að það sé brýnt að nota sum­arið til að eiga sam­töl við flokks­menn með ein­um eða öðrum hætti og ræða þetta mál, koma sjón­ar­miðum á fram­færi og hlusta á at­huga­semd­ir,“ seg­ir Birg­ir.

En sjálfur formaðurinn hefur virzt bæði mállaus og heyrnarlaus um orkupakkamálið; fær hann nú málið, og verður hann ein eyru?

Viðmæl­end­ur Morgunblaðsins úr hópi and­stæðinga þriðja orkupakk­ans inn­an flokks­ins vilja sum­ir flýta flokks­ráðsfundi sem halda á í sept­em­ber nk. og halda hann áður en þing kem­ur sam­an og ræðir orkupakk­ann.

En þá kemur babb í bátinn:

Birg­ir seg­ir það ekki raun­hæf­an kost. „Flokks­ráðsfund­ur er hald­inn af öðru til­efni og til þess að fjalla al­mennt um stefnu­mörk­un flokks­ins, en ekki til að taka af­stöðu til ein­stakra mála. [Þetta er reyndar risamál, hann nefnir það ekki!] Það er nokkuð um­hend­is að færa jafn stór­an og viðamik­inn fund til,“ seg­ir hann og vís­ar til þess sem fyrr kom fram, að ann­ar vett­vang­ur verði notaður til þess að ræða mál­in.

Já, "nokkuð umhendis að færa fundinn til"! Þvílík vandræði! Eru þeir dæmdir til að geta engu breytt um örlög sín? Það er verið að rétta þeim líflínu til að koma þessum ákvörðunarmálum í lag með þeim hætti, sem getur leyst þetta farsællega, þannig að sem flestir kjósendur flokksins geti orðið sáttir og stoltir af sínum Sjálfstæðisflokki, en nei, þá vill flokksforystan alls ekki taka við þeirri líflínu, vill heldur síga í djúpið, að séð verður!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég veit ekki um aðra sem oftast hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn,en ég sakna ekki flokks sem hangið hefur á horriminni allan tímann frá "ráninu" mikla. Afhverju héngu þeir svo lengi,? Vegna vonar  um röggsemi þeirra sem tóku við eftir að Davíð Oddsson hvarf úr stjórnmálum.- Slíkir fæðast ekki nema e.t.v. einn á öld,svo verður að taka með í reikninginn að heimurinn tók einskonar jóðsótt og trúði á mátt sinn,svo megnan að þeir þóttust hafa breytt veðurfarinu; Já óvart   

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2019 kl. 15:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

SÆll Jón Valur,þetta letur kemur svo oft fyrir hjá mér og ég nenni ekki að fá neinn til að sýna mér hvernig ég lagfæri það,veit það er örugglega sára einfalt, en bestu kveðjur til þínog þinna.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2019 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband