21.7.2019 | 08:36
Elliði Vignisson tekur af skarið með uppreisn í Sjálfstæðisflokknum gegn 3.orkupakkanum
Honum blæðir fylgistap flokksins vegna máls sem Samfylking og Viðreisn stefna að, en er í andstöðu við landsfund flokks hans og afstöðu grasrótarinnar, sem fremur en að elta Bjarna í þvílíku grundvallarmáli gegn sjálfstæði okkar fer þá heldur yfir á Miðflokkinn meðan þessir gerningar standa yfir í Valhöll.
Hann ber því vitni að átök hafa geisað innan Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakka Evrópusambandsins (þótt reynt hafi verið að þagga það niður), en þetta "þurfi ekki að vera ógnvekjandi," því að "í átökum geti falist tækifæri til þess að leiðrétta kúrsinn þar sem þess væri þörf." Og það er greinilegt að nú sér hann fulla þörf á að leiðrétta kúrsinn í Valhöll, eins og meiri hluti fylgismanna flokksins hefur einmitt talið! Yfirgnæfandi andstaða sjálfstæðismanna gegn orkupakkanum hefur blasað við í hverri skoðanakönnun eftir aðra um málið til þessa.
En fleira er í vopnabúri Elliða, bæjarstjóra Ölfuss og áður í Vestmannaeyjum:
Mér hefur enda fundist það vera nánast áskorun á sjálfstæðismenn að kjósa eitthvað annað þegar fullyrt hefur verið: Þetta mál (Orkupakki 3) hefur ekki haft áhrif á fylgið [!!]
Þá hefur Elliði einnig lýst áhyggjum af eðli EES-samningsins sem feli í sér aðlögun að Evrópusambandinu og velt því upp hvort ekki sé ástæða fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins að vera hugsi yfir því að stuðningur við þriðja orkupakkann komi aðallega úr röðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samkvæmt könnunum. (Mbl.is)
Með sínu hugrakka og skelegga frumkvæði er Elliði vís með að kalla fram fagnaðarbylgju meðal flokksmanna, sem knýi forystu flokksins til að endurskoða allt málið frá grunni, vonandi með farsælli niðurstöðu fyrir land og þjóð, og þá verður um leið flokki hans bjargað frá smánarlegu hruni.
Jón Valur Jensson.
Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Auðlindir og orkumál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
Elliði og fleiri á hans kalíber taki við forustu flokksins á næsta landsfundi, að öðrum kosti er flokkurinn dauður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.7.2019 kl. 17:34
Hann er eflaust á leið úr flokknum eftir tapið í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Og þetta er aðferðin. Flóknara er það nú ekki held ég.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2019 kl. 00:06
Já, ég er ekki fjarri því, að þetta geti verið spádómsorð, ágæti Tómas. Flokkurinn heldur áfram að stefna lóðrétt niður, en raunhæft að ætla, að með opinskárri mótstöðu margra þekktra flokksmanna verpi hægt að þrýsta Bjarna frá völdum, kalla saman landsfund eða neyða forystuna til að fresta fyrirætlunum sínum eða fara millileið í málinu.
Jón Valur Jensson, 22.7.2019 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.