Nigel Farage brosir gleitt yfir stórsigri síns nýja flokks, The Brexit Party, í ESB-kosningum (og Marine Le Pen lagði ESB-sinnaða forsetann Macron!)

Nigel Farage at Southampton for the South East count, where he became one of four Brexit Party MEPs. Overall his party seemed to have won the most seats
Hér er Farage í Southampton að fagna sigri, en flokkur hans fekk 28 eða 29 ESB-þingsæti og 32% atkvæða.

Íhalds­flokkurinn fekk aðeins þrjú þingsæti (tapaði 15), með  og Verka­manna­flokk­urinn 10 (tapaði 8), er með  en Frjálslyndir demó­kratar (styðja ESB) fá 15 sæti, vinna 14, með 20,4% atkvæða.

Eins og The Times sagði um kosningaúrslitin:

Britain’s two main parties suffered a collapse in support last night as Nigel Farage’s Brexit Party headed towards a sweeping victory in the European parliament elections.

Þetta sýnir hug Breta, svo að ekki verður um villzt. 

  • Green 5 sæti, vinnur 3, með 
  • SNP 2 sæti, áður 0, með 
  • Aðrir fá 2 þingsæti, áður ekkert, með 
  • Sinn Féin 1 sæti, bætir á sig einu, með 
  • Change UK fær ekkert sæti, áður ekkert, með 
  • UKIP fær ekkert þingsæti, var áður með 16, fær 

Þetta eru skilaboð brezku þjóðarinnar til húsfreyjunnar í Downing-stræti 10 og, að því er virðist, til Brussel.

Mr Farage said: “There is a huge message here. The Labour and Conservative parties could learn a big lesson tonight but I don’t suppose they actually will. We in the Brexit Party want to be part of the Brexit negotiation team. If we don’t leave the EU on October 31, tonight’s results will be repeated in a general election.”

The collapse of the Tory vote was matched by a dramatic slump in Labour support. (The Times)

Þrátt fyrir tap verður miðjan enn sterkust á ESB-þinginu eftir að úrslit hafa birzt í löndunum 28 í ESB. Kosningaþátttakan yfir heildina var sú mesta hingað til, 50,5%. Bæði mið- og hægri flokkar og mið- og vinstri flokkar tapa fylgi, en frjálslyndir unnu mest á, umhverfisflokkar einnig í vissum æli, en þjóðernissinnar juku fylgi sitt líka, áberandi mikið í Frakklandi, þar sem Marine Le Pen skaut Renaissance-flokki Emmanuels Macron's forseta ref fyrir rass, því að flokkur hennar fekk 24% atkvæða, en flokkur hins mikla ESB-sinna Macrons varð næstur í röðinni með 22,5%!

Hér fagnar Marine Le Pen niðurstöðum ESB-kosninganna í Frakklandi


mbl.is „Svona er að upplifa tortímingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband