18.4.2019 | 00:14
Brexit-flokkur Nigels Farage skorar hæst í skoðanakönnun um kosningar til þings Evrópusambandsins
Flokk sinn, The Brexit Party, stofnaði hann sl. föstudag, yfirgaf þar með UKIP (Brezka sjálfstæðisflokkinn) sem hann áður veitti forystu.
Flokkurinn mælist með 27% fylgi í skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov, næst kemur Verkamannaflokkurinn með 22%, þá Íhaldsflokkurinn með 15%, Græningjar með 10%, Frjálslyndir demókratar með 9% og Breski sjálfstæðisflokkurinn með 7%.
Brexit-flokkurinn mældist með 15% fyrir helgi og Breski sjálfstæðisflokkurinn með 14%.
Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu. (Mbl.is)
Þetta er hratt vaxandi gengi hjá Brexit-flokknum, úr 15 í 27% á nokkrum dögum. Á sama tíma hefur fylgi UKIP helmingazt, sem samsvarar því, að þeir hafi tapað 7% af atkvæðum kosningabærra manna. Farage segir, að öfgamenn hafi svert það vörumerki, sem UKIP hafði, og sá hann sér því þann kost væntan að stofna nýjan flokk.
Áður hafði staðið til, að Bretar tækju ekki þátt í ESB-kosningunum þar sem þeir yrðu formlega gengnir úr Evrópusambandinu áður til þeirra kæmi, en víst má telja, að af þessum ESB-kosningum verði, eftir að Theresa May samþykkti með ESB-mönnum að fresta útgöngu landsins þar til á komandi hausti.
Ekki ber þessi skoðanakönnun því vitni, að Brexit-stefnan sé óvinsæl meðal Breta, flokkur Farage er með 5% undir sameinuðu fylgi "stóru flokkanna" tveggja! Og lítt dulbúin eru þessi skilaboð til Brussel!
Jón Valur Jensson.
Brexit-flokkurinn með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bretland (UK) | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.