Brex­it-flokk­ur­ Nig­els Fara­ge skorar hæst í skoðana­könn­un um kosn­ingar til þings Evr­ópu­sam­bands­ins

Nigel Farage stofnaði Brexit-flokkinn. Flokk sinn, The Brexit Party, stofnaði hann sl. föstu­dag, yfirgaf þar með UKIP (Brezka sjálf­stæðis­flokkinn) sem hann áður veitti forystu. 

Flokk­ur­inn mæl­ist með 27% fylgi í skoðana­könn­un fyr­ir­tæk­is­ins YouGov, næst kem­ur Verka­manna­flokk­ur­inn með 22%, þá Íhalds­flokk­ur­inn með 15%, Græn­ingj­ar með 10%, Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar með 9% og Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 7%.

Brex­it-flokk­ur­inn mæld­ist með 15% fyr­ir helgi og Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 14%.

Frétta­vef­ur breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph grein­ir frá þessu. (Mbl.is)

Þetta er hratt vaxandi gengi hjá Brexit-flokknum, úr 15 í 27% á nokkrum dögum. Á sama tíma hefur fylgi UKIP helmingazt, sem samsvarar því, að þeir hafi tapað 7% af atkvæðum kosningabærra manna. Farage segir, að öfgamenn hafi svert það vörumerki, sem UKIP hafði, og sá hann sér því þann kost væntan að stofna nýjan flokk.


mbl.is Brexit-flokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband