Mikill völlur á Evrópusambandinu nánast ofan í Stjórnarráði Íslands

Sendinefnd? Þarf lítil sendinefnd mikið rými? Hvaða erindi á sendiherra ESB hér í landi, sem er ekki í ESB, annað en að hóta (eins og hann gerir nú í blaðaviðtali) og blekkja?
Liggur kannski fiskur undir steini?

Þannig ritar Snjáfríður M. Árnadóttir Egilson á Facebók sinni.

Sendinefnd ESB á Íslandi er greinilega komin til að vera, rétt eins og í meðlimaríkjunum. Sendiherrar ESB, a.m.k. tveir eða þrír þeirra, hafa þegar brotið Vínarsáttmálann um skyldur sendiráða.

Og nú breiða þeir úr sér rétt við Stjórnarráð Íslands, á Kalkofnsvegi 2.

Jón Valur Jensson.

PS. Paþetískt er að hlusta á verjendur þriðja orkupakkans í yfirstandandi umræðum á Alþingi, sem sjónvarpað er á sjónvarpsrás þingsins.


mbl.is ESB á Íslandi flytur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frá þessum stað er mögulega hægt, með sjónauka, að horfa beint á skrifborð forsætisráðherra ef sá hefur ekki dregið fyrir gluggann.

Slíkt ætti ekki að vera leyfilegt af hreinum öryggisástæðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2019 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband